Fataframleiðandinn 66 gráður norður hefur notað hlutabótaleiðina svokölluðu í COVID-faraldrinum, en eignarhald á fyrirtækinu liggur meðal annars í gegnum lágskattasvæðin Lúxemborg og Holland sem og skattaskjólið Hong Kong. Með hlutabótaleiðinni tekur íslenska ríkið að sér að greiða hluta launakostnaðar fyrirtækja tímabundið í stað þess að fyrirtækin segi upp starfsfólki vegna efnahagsafleiðinga Covid-19.
66 gráður norður hefur nýtt sér hlutabótaleiðina vegna hluta starfsmanna sinna sem eru 147 talsins á Íslandi. 450 starfsmenn vinna hjá 66 samtals á Íslandi, Danmörku og Lettlandi en föt fyrirtækisins eru saumuð í síðastnefnda landinu. Fyrrirtækið rekur 10 verslanir á Íslandi og 2 í Kaupmannahöfn.
Upplýsingar um eignarhaldið á félaginu koma fram í gögnum frá …
Athugasemdir