Ein milljón eldislaxa drápust í sjókvíum stærsta laxeldisfyrirtækisins í Færeyjum um mánaðamótin vegna óveðurs sem geisaði. Fyrir vikið mun ársframleiðsla Bakkafrosts minnka um 5.000 til 6.000 tonn. Upphaflega stóð til að Bakkafrost, sem er stærsta laxeldisfyrirtækja Færeyja, myndi framleiða um 57 þúsund tonn í ár en vegna laxadauðans hjá fyrirtækinu verður framleiðslan 51 til 52 þúsund tonn.
Frá þessu greindi Bakkafrost í ítarlegri tilkynningu síðdegis í gær, en fyrirtækið er skráð á markað í Noregi og verður, lögum samkvæmt, að veita ítarlegar opinberar upplýsingar um starfsemi sína. Vefsíðan Salmonbusiness segir einnig frá málinu á sinni heimasíðu.
Arnarlax hefur engar upplýsingar gefið
Stærsta laxeldisfyrirtæki Íslands, Arnarlax, hefur einnig glímt við mikinn laxadauða í sjókvíum sínum í Hringsdal í Arnarfirði vegna erfiðra veðurskilyrða á Vestfjörðum og sökum þrengsla í kvíum fyrirtækisins. Samkvæmt síðustu tölum, sem eftirlitsstofnunin MAST miðlaði til Stundarinnar í síðustu …
Athugasemdir