Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, segir að ekkert hafi breyst í áætlunum útgerðarfélagsins um miðlun upplýsinga um rannsókn norsku lögmannsstofunnar Wikborg Rein á starfsemi fyrirtækisins í Namibíu, meðal annars mútugreiðslum upp á vel á annan milljarð króna til áhrifamanna í landinu í skiptum fyrir hestamakrílskvóta. Stundin spurði Björgólf að því hvort yfirlýsingar Wikborg Rein um að niðurstöður lögmannsstofunnar verði mögulega ekki gerðar opinberar stangist ekki á við yfirlýsingar Samherja um sama efni frá því í nóvember. Forstjórinn telur að svo sé ekki.
Samherji sagðist ætla að greina frá niðurstöðunum
Þegar Samherji greindi frá því í nóvember síðastliðnum að útgerðin hefði ráðið norsku lögmannsstofuna Wikborg Rein til að framkvæma rannsókn á starfsemi fyrirtækisins gekkst Samherji við því að svo virtist sem lögbrot hafi verið framin í rekstri Samherja og kenndi fyrirtækið Jóhannesi Stefánssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra Samherja í …
Athugasemdir