Mikil leynd hefur hvílt yfir því hvernig og til hverra fiskveiðikvótum er úthlutað í Marokkó og Vestur-Sahara í Afríku, þar sem bæði Samherji og Sjólaskip veiddu fisk um árabil, og illmögulegt hefur verið að nálgast upplýsingar um kvótaúthlutanir í landinu. Þetta segir Fredrik Laurin, sænskur blaða- og sjónvarpsmaður, sem starfar hjá sænska ríkissjónvarpinu og skrifaði árið 2013 bók um Vestur-Sahara, suður af Marokkó, sem yfirvöld í Marokkó hernámu fyrir meira en 40 árum. „Það var mjög erfitt. Þrátt fyrir að við hefðum tekið viðtal við sendiherra Marokkó í Svíþjóð og þrátt fyrir mörg samtal og tölvupóstsamskipti við stofnanir og fjölmiðla í Marokkó þá fengum við engar upplýsingar. Bara alls engar,“ segir hann aðspurður um hvernig það hafi gengið að komast yfir þessar upplýsingar um kvótaúthlutanir í landinu.
Laurin hefur lengi starfað við fréttaskýringaþáttinn Uppdrag Granskning, sem …
Athugasemdir