Stjórnarformaður namibíska útgerðarfélagsins Arcticnam Investments, sem Samherji á meirihluta í, Virgilio De Sousa, segir Samherja hafa verið að reyna að selja sjálfum sér togarann Heinaste á undirverði fyrir birtingu Stundarinnar, Kveiks og Al Jaazeera, á fréttum upp úr Samherjaskjölunum í nóvember. Virgilio er fulltrúi namibískra hluthafa Arcticnam í samstarfinu við Samherja. Í kjölfar fréttanna kom bakslag í sölutilraunirnar á Heinaste. Möguleikar Samherja og viðskiptafélaga þeirra á að selja Heinaste frá Namibíu voru meiri fyrir birtingu fréttanna um mútugreiðslur Samherja í Namibíu en eftir og nú hefur hefur togarinn verið kyrrsettur í landinu.
Fyrst var sagt frá þessum ásökunum Virgilios de Sousa í namibíska miðlinum New Era Live en nafn hins ætlaða kaupanda kom ekki fram þar. Fréttin fjallaði um fyrirætlanir Samherja að hætta rekstri sínum í Namibíu og yfirgefa landið en eitt af því sem kemur …
Athugasemdir