Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Björgólfur segir að Namibíumálið muni fá skjótan endi eins og Seðlabankamálið

Sam­herji held­ur áfram að gagn­rýna fjöl­miðla sem fjall­að hafa um Namib­íu­mál­ið. Björgólf­ur Jó­hanns­son ýj­ar að því að sam­særi eigi sér stað gegn Sam­herja sem snú­ist um að valda fé­lag­inu skaða. For­stjór­inn seg­ir að lykt­ir máls­ins verði líkega þau sömu og í Seðla­banka­mál­inu þrátt fyr­ir að sex ein­stak­ling­ar hafi nú þeg­ar ver­ið ákærð­ir í Namib­íu.

Björgólfur segir að Namibíumálið muni fá skjótan endi eins og Seðlabankamálið
Samsæri gegn Samherja Björgólfur Jóhannsson ýjar að því í svörum sínum að fjölmiðlar og opinberir aðilar á Íslandi eigi í samsæri gegn Samherja. Mynd: mbl/Árni Sæberg

„Hið svokallaða Seðlabankamál gegn Samherja fékk skjótan endi eftir að Samherji hafði fengið aðgang að þeim gögnum sem rannsóknin var byggð á. Markmið okkar er að þetta muni gerast aftur í tilfelli Samherja og viðskipta þess í Afríku,“ segir í svari frá Margréti Ólafsdóttur, einkaritara starfandi forstjóra Samherja, Björgólfs Jóhannssonar, sem norska blaðið Fiskeribladet birtir í dag.  Svörin frá Margréti eru í reynd svör frá Björgólfi sem forstjóra og talsmanns Samherja, líkt og komið hefur fram í fyrri svörum frá Björgólfi.

Norski miðillinn spurði Samherja út í frétt sem Stundin birti þann 20. desember síðastliðinn. Í fréttinni var fjallað um gagn úr Samherjaskjölunum, sem Stundin vann umfjallanir upp úr í samvinnu við Wikileaks, Kveik og Al-Jazeera, þar sem kom fram að íslenska útgerðin hafi átt að greiða 30 milljón króna skattaskuld þingmanns í Marokkó, Cheik Amar, sem seldi Samherja fiskveiðikvóta.

Frétt Stundarinnar byggði á samningi um málið, sem finna má í Samherjaskjölunum, þar sem Aðalsteinn Helgason, fyrrverandi framkvæmdastjóri Samherja í Afríku, er fulltrúi Samherja í málinu. Stundin gerði fyrirvara við fullyrðinguna um greiðslu skuldarinnar í fréttinni þar sem endanlega staðfestingu á greiðslunni er ekki að finna í gögnum og Aðalsteinn Helgason veitti fjölmiðlinum ekki viðtal þar sem hægt hefði verið að spyrja hann út í málið. 

Björgólfur segir að frétt Stundarinnar um málið sé full af rangfærsum.  Í frétt Fiskeribladet segir Samherji hins vegar ekki hvað var rangt í fréttinni og útgerðarfélagið leiðréttir engar staðhæfingar. Þá neitar útgerðin því heldur ekki að greiðslan á skattaskuld þingmannsins hafi átt sér stað til að liðka fyrir því að Samherji fengi kvóta í landinu.  

Ákærur liggja fyrir í öðru málinu

Athygli vekur að Samherji, eða Björgólfur Jóhannsson fyrir hönd Samherja, skuli líkja Namibíumálinu við Seðlabankamálið þar sem nú þegar liggja fyrir ákærur gegn sex einstaklingum í Namibíu út af málinu og mútugreiðslum Samherja til þeirra. Sexmenningarnir eru meðal annars ákærðir fyrir mútuþægni og fleiri ætluð brot og sitja nú í gæsluvarðhaldi í Namibíu. 

Í Seðlabankamálinu var hins vegar enginn á endanum ákærður fyrir meint brot heldur var málinu vísað frá hjá sérstökum saksóknara og embætti skattrannsóknarstjóra ákvað að aðhafast ekkert í því eftir að hafa fengið kæru út af málinu frá embætti sérstaks saksóknara. 

Erfitt er því að sjá hvernig Björgólfur getur líkt þessum tveimur málum saman. Rannsókn málsins í Namibíu, sem hefur staðið yfir í meira en eitt ár eftir að Jóhannes Stefánsson uppljóstrari kom gögnum til yfirvalda þar, og sakarefnin sem sexmenningarnir eru ákærðir fyrir hljóta því að byggja á misskilningi, miðað við orð Björgólfs.

„Þetta er ekki blaðamennska heldur frekar aktifífsmi með þeim augljósa tilgangi að valda skaða.“ 

Samherji virðist lýsa samsæri

Í svari sínu ti Fiskeribladet lýsir Samherji að öðru leyti því sem útgerðin telur vera samsæri gegn sér sem meðal annars Stundin sé þátttakandi í auk opinberra aðila á Íslandi. Björgólfur nefnir meðal annars fjölskyldutengsl blaðamanns Stundarinnar, Inga F. Vilhjálmssonar, og „einstaklinga sem starfa hjá hinu opinbera og sem unnið hafa að málum gegn Samherja“. Í svari Samherja segir að þessi fjölskyldutengsl styrki þá kenningu að Stundin vilji skaða Samherja. 

Að öllum líkindum á Björgólfur hér við bróður blaðamanns Stundarinnar, Finn Þór Vilhjálmsson, saksóknara hjá embætti héraðssaksóknara áður sérstaks saksóknara, sem vann að Samherjamálinu hjá embættinu áður en það var fellt niður árið 2015 og Samherja var tikynnt um þetta í bréfi líkt og félagið greindi sjálft frá.  Hvernig frávísun málsins hjá embætti sérstaks saksóknara, nú héraðssaksóknara, og fréttaflutningur Stundarinnar um starfsemi Samherja tengjast og hvernig Björgólfur sér þetta samsæri fyrir sér liggur ekki fyrir.  

Samherji gagnrýnir Stundina meðal annars líka fyrir að hafa ekki spurt félagið um greiðsluna á skattaskuld þingmannsins í Marokkó en lætur þess ekki getið að Stundin reyndi að fá svar um málið frá Aðalsteini Helgasyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra Afríkuútgerðar Samherja, í aðdraganda þess að fréttin var birt. Aðalsteinn svaraði hvorki sms-skilaboðum né símtali frá Stundinni enda hefur hann ekki verið viljugur til að ræða við fjölmiðla um starfsemi Samherja í Afríku. 

Samherji segir að markmið Stundarinnar sé ekki að stunda blaðamennsku heldur aktífisma og að tilgangurinn sé að skaða útgerðarfélagið. „Hið sama á við um öruggar upplýsingar um að blaðamenn, sem birt hafa ásakanir á hendur Samherja, hringja í viðskiptavini Samherja og spyrja hvort þessir aðilar ætli sér ekki að hætta í viðskiptum við félagið í ljósi hinna óstaðfestu fullyrðinga. Þetta er ekki blaðamennska heldur frekar aktifífsmi með þeim augljósa tilgangi að valda skaða.“ 

Hvað Björgólfur á við með þessari síðustu staðhæfingu sinni liggur ekki fyrir.

Ítrekaðar tilraunir til að fá svör

Tekið skal fram að Fiskeribladet spurði Stundina hvort miðillinn vildi svara ásökunum Samherja í aðdraganda birtingar fréttarinnar og sendi Stundin svar til norska blaðsins sem miðillinn hefur einnig birt á vefsvæði sínu í sérstakri frétt

Í þessu svari var meðal annars rakið hvernig Stundin hefði í gegnum tíðina reynt að fá svör og í sumum tilfellum fengið svör við spurningum frá Þorsteini Má Baldvinssyni, fyrrverandi forstjóra Samherja, og eins hvernig tilraunir blaðsins og samstarfsmiðla blaðsins, Kveiks og Al Jazeera, til að fá svör frá honum í aðdraganda birtingar upplýsinga um mútugreiðslurnar í Namibíu hefðu ekki skilað sér í neinum svörum frá forstjóranum þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.

Stundin hringdi meðal annars tvisvar í Þorstein Má og sendi honum tvö sms með beiðni um viðtal í aðdraganda birtingar fréttanna um miðjan nóvember og ítrekaðar tilraunir Kveiks til að fá viðtal við Þorstein Má í einn mánuð skiluðu ekki árangri. 

Þrátt fyrir þetta hefur Samherji haldið því fram frá birtingu frétta um mútugreiðslur félagsins í Namibíu að RÚV og aðrir fjölmiðlar hafi beitt félagið órétti og ekki gefið því tækifæri á að svara fullyrðingum um mútugreiðslur félagsins áður en þær voru birtar. Þessi málsvörn Samherja í Namibíumálinu er raunar sú sama sama og hjá félaginu í Seðlabankamálinu þar sem Þorsteinn Már Baldvinsson kenndi RÚV öðrum þræði um rannsókn þess máls. 

Fyrirvari um hagsmuni: Í fréttinni kemur fjölmiðillinn Stundin og blaðamaður Stundarinnar við sögu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Samherjaskjölin

„Tími á að íslensk stjórnvöld axli siðferðislega ábyrgð á Samherja“
FréttirSamherjaskjölin

„Tími á að ís­lensk stjórn­völd axli sið­ferð­is­lega ábyrgð á Sam­herja“

Leið­togi namib­ísku stjón­ar­and­stöð­unn­ar seg­ir landa sína undr­ast þögn ís­lenskra stjórn­valda um þá stað­reynd að stærsta spill­ing­ar­mál í sögu Namib­íu hafi orð­ið til fyr­ir til­stilli ís­lensks fyr­ir­tæk­is. Spyr hvort hundrað millj­óna styrk­ur Orku­sjóðs sé rík­is­styrkt spill­ing og send­ir for­sæt­is­ráð­herra op­ið bréf og ósk­ar liðsinn­is henn­ar við að fá Sam­herja til að greiða bæt­ur og svara til saka.
Samherji sakaður um stórfelld skattalaga- og gjaldeyrisbrot í Namibíu og framsalskrafa væntanleg
RannsóknirSamherjaskjölin

Sam­herji sak­að­ur um stór­felld skatta­laga- og gjald­eyr­is­brot í Namib­íu og framsalskrafa vænt­an­leg

Rík­is­sak­sókn­ari Namib­íu er enn ákveð­inn í því að óska eft­ir framsali þriggja stjórn­enda Sam­herja­fé­laga í Namib­íu og seg­ir brot á skatta- og gjald­eyr­is­lög­um muni mögu­lega bæt­ast við sak­ar­efn­in á hend­ur þeim. Stór­felld skatta­laga­brot Sam­herja­fé­laga sögð til rann­sókn­ar. Sam­herja­mað­ur seg­ir ís­lensk yf­ir­völd þeg­ar hafa neit­að að fram­selja sig.
Íslandsvinkona svo gott sem orðin forseti Namibíu
FréttirSamherjaskjölin

Ís­lands­vin­kona svo gott sem orð­in for­seti Namib­íu

Net­um­bo Nandi-Ndaitwah, ut­an­rík­is­ráð­herra Namib­íu, sem kom hing­að til lands í júní og ræddi Sam­herja­mál­ið við ís­lenska ráð­herra og að­stoð­ar­mann eins þeirra, er nú svo gott sem bú­in að tryggja sér for­seta­embætt­ið í Namib­íu. Hún var í morg­un kjör­in arftaki for­manns flokks­ins, sitj­andi for­seta sem hyggst setj­ast í helg­an stein. Flokk­ur­inn nýt­ur slíks yf­ir­burð­ar­fylg­is að inn­an­flokks­kosn­ing­in er sögð raun­veru­legt for­seta­kjör.
„Þetta eru glæpamenn og hegða sér eftir því“
ViðtalSamherjaskjölin

„Þetta eru glæpa­menn og hegða sér eft­ir því“

Jó­hann­es Stef­áns­son, upp­ljóstr­ari í Sam­herja­mál­inu, er sátt­ur við gang rann­sókn­ar­inn­ar hér á landi og seg­ir að fátt geti kom­ið í veg fyr­ir að mál­ið endi með dómi. Hann gagn­rýn­ir þó að­gerð­ar­leysi yf­ir­valda við því þeg­ar Sam­herja­menn hafa áreitt, njósn­að um eða reynt að hræða hann frá því að bera vitni. Fátt í við­brögð­um Sam­herja­fólks hafi þó kom­ið hon­um á óvart, enda fái þau að ganga mun lengra en öðr­um lið­ist.
Færeyskur ráðherra krafinn svara um Samherjarannsókn
FréttirSamherjaskjölin

Fær­eysk­ur ráð­herra kraf­inn svara um Sam­herj­a­rann­sókn

Högni Hoy­dal, formað­ur Þjóð­veld­is­flokks­ins fær­eyska, hef­ur í fær­eyska þing­inu ósk­að eft­ir svör­um við því hvað líði rann­sókn lög­reglu á meint­um skatta­laga­brot­um Sam­herja í Fær­eyj­um. Sam­herji end­ur­greiddi 340 millj­ón­ir króna til fær­eyska Skatts­ins, sem vís­aði mál­inu til lög­reglu. Síð­an hef­ur lít­ið af því frést.
Fjármálastjóri hjá Samherja segir mútugreiðslur í Afríku nauðsynlegar
FréttirSamherjaskjölin

Fjár­mála­stjóri hjá Sam­herja seg­ir mútu­greiðsl­ur í Afr­íku nauð­syn­leg­ar

Brynj­ar Þórs­son, fjár­mála­stjóri Sam­herja á Kana­ríeyj­um, sem með­al ann­ars kom að greiðsl­um til namib­ískra ráða­manna, seg­ir að „svo­kall­að­ar mútu­greiðsl­ur“ séu „stand­ard“ í Afr­íku. Þetta kom fram í yf­ir­heyrsl­um yf­ir Brynj­ari sem hef­ur stöðu vitn­is í rann­sókn Sam­herja­máls­ins hjá hér­aðssak­sókn­ara. Brynj­ar sagði Sam­herja hafa beitt sömu að­ferð­um til að kom­ast yf­ir kvóta í Mar­okkó og Má­rit­an­íu, áð­ur en fyr­ir­tæk­ið hóf út­gerð í Namib­íu.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
3
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár