„Sjávarútvegurinn er að gera hlutina vel, skapa mikil verðmæti og mörg störf. Það að fara að bjóða upp kvótann hefur að sjálfsögðu áhrif á útgerðina en það hefur þá líka áhrif á mörg störf, til að mytnda um 400 störf hérna við Eyjafjörðinn,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja og einn stærsti hluthafi fyrirtækisins, aðspurður um hvað honum finnist um mögulegt uppboð á aflaheimildum í sjávarútvegi í ljósi þess að ríflegur meirihluti kann að vera fyrir slíkri uppboðsleið miðað við fylgi stjórnmálaflokkanna í skoðanakönnunum og vilja fjögurra þeirra til að fara þessa leið við breytingar á kvótakerfinu. „Menn eru alltaf að persónugera þetta; eins og það séu bara tveir eða þrír eða fjórir sem vinna hjá Samherja og að því sé allt í lagi að bjóða upp kvótann. En menn verða þá að svara því hvað á að gerast fyrir þessa 400 starfsmenn.“
Þorsteinn Már var í viðtali við Stundina fyrir skömmu um möguleikann á því að taka upp uppboðskerfinu í sjávarútvegi. Útgerðarmaðurinn er á því að slíkt kerfi sé ekki heppilegt eins og fjallað er um hér.
Athugasemdir