Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar og félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur á stuttu tímabili verið staðinn að rangfærslum í þrígang. Þrátt fyrir að Þorsteini hafi ítrekað verið bent á að málflutningur hans standist ekki skoðun hefur hann ekki enn dregið rangfærslur sínar til baka. Þvert á móti segist Þorsteinn standa við orð sín.
1.
Þorsteinn Víglundsson, jafnréttis- og félagsmálaráðherra, fór með rangt mál um kjör lífeyrisþega á Alþingi þann 16. maí. „Markmiðið er að um næstu áramót hækki lágmarksfjárhæðir eða lágmarkstekjutryggingar bæði ellilífeyris og örorkulífeyris í 300 þúsund krónur eins og lágmarkslaun á vinnumarkaði,“ sagði Þorsteinn í sérstökum umræðum um fátækt. Þegar fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er skoðuð stenst málflutningur Þorsteins hins vegar ekki. Raunveruleg hækkun á örorkulífeyri er aðeins brotabrot af boðaðri hækkun Þorsteins.
Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalags Íslands, og Sigríður Hanna Ingólfsdóttir, félagsráðgjafi og starfsmaður málefnahóps ÖBÍ, gagnrýndu málflutning …
Athugasemdir