Sveinn Gestur leiddur fyrir dómara

Sveinn Gest­ur Tryggva­son og Jón Trausti Lúth­ers­son voru úr­skurð­að­ir í áfram­hald­andi gæslu­varð­hald til 21. júlí í dag.

Sveinn Gestur leiddur fyrir dómara
Sveinn Gestur Tryggvason Er grunaður um að hafa orðið Arnari Jónssyni að bana þann 7. júní. Mynd: Pressphotos

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað Jón Trausta Lúthersson og Svein Gest Tryggvason í áframhaldandi gæsluvarðhald til 21. júlí. Sex manns eru grunaðir um aðild að manndrápinu á Arnari Jónssyni Aspar sem lést í kjölfar hrottalegrar líkamsárásar þann 7. júní síðastliðinn.

Fjórum einstaklingum hefur verið sleppt vegna málsins og áttu gæsluvarðhaldsúrskurðir yfir Sveini Gesti og Jóni Trausta að renna út í dag. Lögreglan fór fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir tvímenningunum í dag. Þeir munu hins vegar ekki sæta einangrun áfram eins og þeir hafa verið látnir sæta síðan þeir voru úrskurðaðir fyrst í gæsluvarðhald, þann 8. júní.

Um hálf tvö í dag var Sveinn Gestur leiddur í Héraðsdóm Reykjavíkur eins og sjá má á myndbandi hér fyrir neðan.

Í kjölfar árásarinnar voru fjórir aðrir einstaklingar úrskurðaðir í gæsluvarðhald, ein kona og þrír karlar. Á fimmtudaginn í síðustu viku voru þau látin laus úr varðhaldi en þau hafa enn stöðu sakborninga.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu telur að atburðarrásin í kringum manndrápið liggi nokkuð ljóst fyrir. Þetta segir Ævar Pálmi Pálmason, lögregufulltrúi, í samtali við Vísi

Stundin hefur fjallað um tilfelli þar sem kvartað hefur verið undan ógnunum Sveins Gests við gagnrýnendur Íslensku þjóðfylkingarinnar, sem og fyrri dóma hans.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Manndráp í Mosfellsdal

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
1
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Langþráður draumur um búskap rættist
1
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár