Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Sveinn Gestur leiddur fyrir dómara

Sveinn Gest­ur Tryggva­son og Jón Trausti Lúth­ers­son voru úr­skurð­að­ir í áfram­hald­andi gæslu­varð­hald til 21. júlí í dag.

Sveinn Gestur leiddur fyrir dómara
Sveinn Gestur Tryggvason Er grunaður um að hafa orðið Arnari Jónssyni að bana þann 7. júní. Mynd: Pressphotos

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað Jón Trausta Lúthersson og Svein Gest Tryggvason í áframhaldandi gæsluvarðhald til 21. júlí. Sex manns eru grunaðir um aðild að manndrápinu á Arnari Jónssyni Aspar sem lést í kjölfar hrottalegrar líkamsárásar þann 7. júní síðastliðinn.

Fjórum einstaklingum hefur verið sleppt vegna málsins og áttu gæsluvarðhaldsúrskurðir yfir Sveini Gesti og Jóni Trausta að renna út í dag. Lögreglan fór fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir tvímenningunum í dag. Þeir munu hins vegar ekki sæta einangrun áfram eins og þeir hafa verið látnir sæta síðan þeir voru úrskurðaðir fyrst í gæsluvarðhald, þann 8. júní.

Um hálf tvö í dag var Sveinn Gestur leiddur í Héraðsdóm Reykjavíkur eins og sjá má á myndbandi hér fyrir neðan.

Í kjölfar árásarinnar voru fjórir aðrir einstaklingar úrskurðaðir í gæsluvarðhald, ein kona og þrír karlar. Á fimmtudaginn í síðustu viku voru þau látin laus úr varðhaldi en þau hafa enn stöðu sakborninga.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu telur að atburðarrásin í kringum manndrápið liggi nokkuð ljóst fyrir. Þetta segir Ævar Pálmi Pálmason, lögregufulltrúi, í samtali við Vísi

Stundin hefur fjallað um tilfelli þar sem kvartað hefur verið undan ógnunum Sveins Gests við gagnrýnendur Íslensku þjóðfylkingarinnar, sem og fyrri dóma hans.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Manndráp í Mosfellsdal

Mest lesið

„Við erum að virkja fyrir peningana sem okkur langar í“
6
Viðtal

„Við er­um að virkja fyr­ir pen­ing­ana sem okk­ur lang­ar í“

Odd­ur Sig­urðs­son hlaut Nátt­úru­vernd­ar­við­ur­kenn­ingu Sig­ríð­ar í Bratt­holti. Hann spáði fyr­ir um enda­lok Ok­jök­uls og því að Skeið­ará myndi ekki ná að renna lengi í sín­um far­vegi, sem rætt­ist. Nú spá­ir hann því að Reykja­nesskagi og höf­uð­borg­ar­svæð­ið fari allt und­ir hraun á end­an­um. Og for­dæm­ir fram­kvæmdagleði Ís­lend­inga á kostn­að nátt­úru­vernd­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár