Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Nabakowski-bræður tjá sig um manndrápið: Vilja byggja upp mannorð sitt

Þeir hafa geng­ið í gegn­um margt og hafa dóma á bak­inu, en segja það hafa ver­ið versta dag lífs síns þeg­ar Arn­ar Jóns­son Asp­ar var myrt­ur í Mos­fells­dal. Rafal og Marc­in Naba­kowski lýsa því sem gerð­ist þeg­ar þeir voru bendl­að­ir við mann­dráp­ið í Mos­fells­dal fyrr í mán­uð­in­um.

Nabakowski-bræður búa í Kötlufellinu í Breiðholti hjá móður sinni, sem mikið hefur mætt á.

Bræðurnir urðu altalaðir eftir að þeir voru handteknir og dæmdir í gæsluvarðhald vegna rannsóknar á manndrápi í Mosfellsdal í byrjun mánaðarins. 

„Þetta var hræðileg upplifun,“ segir Rafal Nabakowski. 

Þeir segjast komnir með nóg af fyrri lífsstíl sínum og vilja byggja upp mannorð sitt og sjálfa sig. „Mig langar að laga mannorðið mitt í sambandi við þetta. Út af því að ég er ekkert svo slæmur gæi, sko. Ég er enginn morðingi.“ 

 

Fluttu barnungir til Íslands

Nabakowski-bræður fluttu til Íslands þegar Marcin var 10 ára og Rafal 11 ára. Þeir bjuggu upphaflega á Hvammstanga, en eftir eitt ár lá leiðin til Grundarfjarðar, þar sem þeir bjuggu í um fjögur ár, áður en þeir fluttu í höfuðborgina.

„Mamma vildi geta átt meira af peningum og betra líf með börnunum,“ segir Rafal.

Eftir flutninginn til Íslands segist Rafal hins vegar hafa verið lagður í einelti.

„Ég var lagður svolítið mikið í einelti sem krakki,“ segir hann. „Þeir voru að kalla mig „pólski hommi“. Það var búið að búa til lag um mig. Ég vann bara sjálfur úr því. Fyrst talaði ég við kennarana og svona. En svo bara virkaði það ekki. Ég bara lamdi þá. Þá hættu þeir að leggja mig í einelti.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Manndráp í Mosfellsdal

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár