Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Hópur fólks handtekinn eftir manndráp í Mosfellsdal

Karl­mað­ur á fer­tugs­aldri fannst lát­inn í kvöld. Mál­ið er tal­ið tengj­ast hand­rukk­un.

Hópur fólks handtekinn eftir manndráp í Mosfellsdal
Úr Mosfellsdal í kvöld Lögreglan rannsakar manndráp. Mynd: Pressphotos

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar manndráp sem átti sér stað í Mosfellsdal í kvöld. 

Karlmaður um fertugt varð fyrir alvarlegri líkamsárás og var fluttur á Landspítalann í Fossvogi í kjölfarið. Lögreglan fékk tilkynningu um árásina klukkan 18.24 í kvöld. Fjölmennt lið lögreglu fór á vettvang.

„Rannsókn málsins er umfangsmikil, en fimm karlar og ein kona hafa verið handtekin í þágu hennar,“ segir í tilkynningu frá lögreglu sem barst fyrir nokkrum mínútum.

Lögreglan segir að ekki sé unnt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. 

Fram kemur í frétt Rúv að málið sé talið tengjast handrukkun. Þá segir að hinir handteknu hafi áður komið við sögu lögreglunnar. Tveir hafi verið handteknir á Vesturlandsvegi, nálægt Úlfarsfelli milli Mosfellsbæjar og Reykjavíkur. Lögregla vildi hins vegar ekki staðfesta við Rúv að handtökurnar tengdust málinu. 

Einn hinna handteknu er Jón Trausti Lúthersson, forsprakki bifhjólasamtakanna Outlaws, samkvæmt fréttum Rúv. Þá hefur einnig komið fram að bræðurnir Marcin og Rafal Nabakowski séu meðal hinna handteknu, en þeir voru dæmdir vegna skotárásar í Breiðholti og bíða afplánunar vegna þess dóms.

Frá vettvangiMálið er talið tengjast handrukkun, samkvæmt frétt Rúv, en lögreglan staðfestir það ekki.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Manndráp í Mosfellsdal

Mest lesið

Missti heilsuna eftir alvarleg andleg veikindi yngri systur sinnar
2
Viðtal

Missti heils­una eft­ir al­var­leg and­leg veik­indi yngri syst­ur sinn­ar

Gísella Hann­es­dótt­ir fékk tauga­áfall og missti heils­una í sum­ar í kjöl­far sjálfs­vígstilraun­ar yngri syst­ur sinn­ar. Hún upp­lif­ir að að­stand­end­ur sjúk­linga með al­var­leg geð­ræn veik­indi fái ekki næg­an stuðn­ing í heil­brigðis­kerf­inu. „Það er kannski einn fjöl­skyldu­með­lim­ur sem er veik­ur en all­ir í fjöl­skyld­unni fara í hyl­dýp­ið með þeim,“ seg­ir hún.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Missti heilsuna eftir alvarleg andleg veikindi yngri systur sinnar
4
Viðtal

Missti heils­una eft­ir al­var­leg and­leg veik­indi yngri syst­ur sinn­ar

Gísella Hann­es­dótt­ir fékk tauga­áfall og missti heils­una í sum­ar í kjöl­far sjálfs­vígstilraun­ar yngri syst­ur sinn­ar. Hún upp­lif­ir að að­stand­end­ur sjúk­linga með al­var­leg geð­ræn veik­indi fái ekki næg­an stuðn­ing í heil­brigðis­kerf­inu. „Það er kannski einn fjöl­skyldu­með­lim­ur sem er veik­ur en all­ir í fjöl­skyld­unni fara í hyl­dýp­ið með þeim,“ seg­ir hún.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu