Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Hópur fólks handtekinn eftir manndráp í Mosfellsdal

Karl­mað­ur á fer­tugs­aldri fannst lát­inn í kvöld. Mál­ið er tal­ið tengj­ast hand­rukk­un.

Hópur fólks handtekinn eftir manndráp í Mosfellsdal
Úr Mosfellsdal í kvöld Lögreglan rannsakar manndráp. Mynd: Pressphotos

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar manndráp sem átti sér stað í Mosfellsdal í kvöld. 

Karlmaður um fertugt varð fyrir alvarlegri líkamsárás og var fluttur á Landspítalann í Fossvogi í kjölfarið. Lögreglan fékk tilkynningu um árásina klukkan 18.24 í kvöld. Fjölmennt lið lögreglu fór á vettvang.

„Rannsókn málsins er umfangsmikil, en fimm karlar og ein kona hafa verið handtekin í þágu hennar,“ segir í tilkynningu frá lögreglu sem barst fyrir nokkrum mínútum.

Lögreglan segir að ekki sé unnt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. 

Fram kemur í frétt Rúv að málið sé talið tengjast handrukkun. Þá segir að hinir handteknu hafi áður komið við sögu lögreglunnar. Tveir hafi verið handteknir á Vesturlandsvegi, nálægt Úlfarsfelli milli Mosfellsbæjar og Reykjavíkur. Lögregla vildi hins vegar ekki staðfesta við Rúv að handtökurnar tengdust málinu. 

Einn hinna handteknu er Jón Trausti Lúthersson, forsprakki bifhjólasamtakanna Outlaws, samkvæmt fréttum Rúv. Þá hefur einnig komið fram að bræðurnir Marcin og Rafal Nabakowski séu meðal hinna handteknu, en þeir voru dæmdir vegna skotárásar í Breiðholti og bíða afplánunar vegna þess dóms.

Frá vettvangiMálið er talið tengjast handrukkun, samkvæmt frétt Rúv, en lögreglan staðfestir það ekki.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Manndráp í Mosfellsdal

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár