Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Hópur fólks handtekinn eftir manndráp í Mosfellsdal

Karl­mað­ur á fer­tugs­aldri fannst lát­inn í kvöld. Mál­ið er tal­ið tengj­ast hand­rukk­un.

Hópur fólks handtekinn eftir manndráp í Mosfellsdal
Úr Mosfellsdal í kvöld Lögreglan rannsakar manndráp. Mynd: Pressphotos

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar manndráp sem átti sér stað í Mosfellsdal í kvöld. 

Karlmaður um fertugt varð fyrir alvarlegri líkamsárás og var fluttur á Landspítalann í Fossvogi í kjölfarið. Lögreglan fékk tilkynningu um árásina klukkan 18.24 í kvöld. Fjölmennt lið lögreglu fór á vettvang.

„Rannsókn málsins er umfangsmikil, en fimm karlar og ein kona hafa verið handtekin í þágu hennar,“ segir í tilkynningu frá lögreglu sem barst fyrir nokkrum mínútum.

Lögreglan segir að ekki sé unnt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. 

Fram kemur í frétt Rúv að málið sé talið tengjast handrukkun. Þá segir að hinir handteknu hafi áður komið við sögu lögreglunnar. Tveir hafi verið handteknir á Vesturlandsvegi, nálægt Úlfarsfelli milli Mosfellsbæjar og Reykjavíkur. Lögregla vildi hins vegar ekki staðfesta við Rúv að handtökurnar tengdust málinu. 

Einn hinna handteknu er Jón Trausti Lúthersson, forsprakki bifhjólasamtakanna Outlaws, samkvæmt fréttum Rúv. Þá hefur einnig komið fram að bræðurnir Marcin og Rafal Nabakowski séu meðal hinna handteknu, en þeir voru dæmdir vegna skotárásar í Breiðholti og bíða afplánunar vegna þess dóms.

Frá vettvangiMálið er talið tengjast handrukkun, samkvæmt frétt Rúv, en lögreglan staðfestir það ekki.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Manndráp í Mosfellsdal

Mest lesið

Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
2
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
6
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár