Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Hópur fólks handtekinn eftir manndráp í Mosfellsdal

Karl­mað­ur á fer­tugs­aldri fannst lát­inn í kvöld. Mál­ið er tal­ið tengj­ast hand­rukk­un.

Hópur fólks handtekinn eftir manndráp í Mosfellsdal
Úr Mosfellsdal í kvöld Lögreglan rannsakar manndráp. Mynd: Pressphotos

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar manndráp sem átti sér stað í Mosfellsdal í kvöld. 

Karlmaður um fertugt varð fyrir alvarlegri líkamsárás og var fluttur á Landspítalann í Fossvogi í kjölfarið. Lögreglan fékk tilkynningu um árásina klukkan 18.24 í kvöld. Fjölmennt lið lögreglu fór á vettvang.

„Rannsókn málsins er umfangsmikil, en fimm karlar og ein kona hafa verið handtekin í þágu hennar,“ segir í tilkynningu frá lögreglu sem barst fyrir nokkrum mínútum.

Lögreglan segir að ekki sé unnt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. 

Fram kemur í frétt Rúv að málið sé talið tengjast handrukkun. Þá segir að hinir handteknu hafi áður komið við sögu lögreglunnar. Tveir hafi verið handteknir á Vesturlandsvegi, nálægt Úlfarsfelli milli Mosfellsbæjar og Reykjavíkur. Lögregla vildi hins vegar ekki staðfesta við Rúv að handtökurnar tengdust málinu. 

Einn hinna handteknu er Jón Trausti Lúthersson, forsprakki bifhjólasamtakanna Outlaws, samkvæmt fréttum Rúv. Þá hefur einnig komið fram að bræðurnir Marcin og Rafal Nabakowski séu meðal hinna handteknu, en þeir voru dæmdir vegna skotárásar í Breiðholti og bíða afplánunar vegna þess dóms.

Frá vettvangiMálið er talið tengjast handrukkun, samkvæmt frétt Rúv, en lögreglan staðfestir það ekki.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Manndráp í Mosfellsdal

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
4
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gætu allt eins verið á hálendinu
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár