Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Hafði nýlega ráðið sig í vinnu sem þroskaþjálfi

Arn­ar Jóns­son Asp­ar var lærð­ur þroska­þjálfi og mik­ill hesta­mað­ur. Fjöl­skylda hans ef­ast um að til­efni árás­ar­inn­ar hafi ver­ið fíkni­efna­skuld enda hafi Arn­ar ver­ið edrú. „Hann var ofsa­lega barn­góð­ur og það átti vel við hann að vinna með fötl­uð­um,“ seg­ir að­stand­andi.

Hafði nýlega ráðið sig í vinnu sem þroskaþjálfi
Arnar Jónsson Aspar og Heiðdís Helga Aðalsteinsdóttir Arnar og Heiðdís trúlofuðu sig í vetur og eignuðust stúlku fyrir einungis tólf dögum. Mynd: Úr einkasafni/Birt með leyfi fjölskyldu

Arnar Jónsson Aspar, sem lést í kjölfar hrottalegrar líkamsárásar á miðvikudag, var lærður þroskaþjálfi og nýbúinn að ráða sig í vinnu sem slíkur. Hann átti að hefja störf 1. júlí næstkomandi. Þetta segir Klara Ólöf Sigurðardóttir, móður­syst­ir Heiðdís­ar Helgu Aðalsteinsdóttur, kærustu Arnars, í samtali við Stundina. „Hann var ofsalega barngóður og það átti vel við hann að vinna með fötluðum, en hann vann mikið við það hérna áður fyrr,“ segir hún.  

Síðastliðinn vetur hafi Arnar hins vegar meðal annars unnið við snjómokstur, en á Facebook-síðu hans segir einmitt að hann vinni við snjómokstur, söltun og söndum. Þá hafi hann verið á fullu í hestamennsku. „Hann var sjálfur með hesta í sveitinni og tók að sér að temja hesta fyrir aðra,“ segir Klara Ólöf. Arnar var meðal annars virkur meðlimur Hestamannafélagsins Harðar í Mosfellsbæ, var fulltrúi æskulýðsnefndar félagsins fyrir nokkrum árum og tók meðal annars við Æskulýðsbikar Landssambands hestamannafélaga árið 2011 fyrir hönd félagsins. 

„Það vantaði ekki hjálpsemina í þessum manni.“

„Þetta var ofsalega indæll maður,“ segir Klara Ólöf.  „Hann vildi allt fyrir alla gera. Yndislegur náungi og mikill dugnaðarforkur. Ef maður hringdi í hann og bað hann um að hjálpa sér, þá var hann kominn eftir fimm mínútur. Það vantaði ekki hjálpsemina í þessum manni.“

„Hann var óskaplega hlýr og góður maður og reyndist Heiðdísi vel. Þá var hann ofsalega góður við afa Heiðdísar en þeir voru miklir vinir. Hann var einfaldlega mjög kærleiksríkur,“ sagði góð vinkona hins látna og Heiðdísar í samtali við Stundina, en hún treysti sér ekki til að koma fram undir nafni. 

Fær áfallahjálp eftir helgi

Heiðdís Helga, unnusta Arnars, var á meðal þeirra sem urðu vitni að árásinni. Klara Ólöf segir Heiðdísi Helgu vera í miklu áfalli eftir að hafa horft upp á misþyrmingarnar. Það sé prestur hjá henni núna og að eftir helgi fái hún áfallahjálp. 

Heiðdís og Arnar eignuðust dóttur þann 27. maí síðastliðinn og var hún því einungis tíu daga gömul þegar faðir hennar lést. Dóttirin var sofandi á meðan árásin átti sér stað. Arnar átti eina dóttur úr fyrra sambandi, en hún er 15 ára gömul. Dóttirin unga var sofandi á meðan árásin átti sér stað en auk Heiðdísar urðu foreldrar Arnars og afi Heiðdísar vitni að árásinni. Eins og fram kom í frétt mbl.is í gær fékk afi í kjölfarið fyrir hjartað og var fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahús, þar sem hann dvelur enn. 

Fjölskyldan þvertekur fyrir að um fíkniefnaskuld hafi verið að ræða

Sex hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald fyrir aðild að mannsdrápi, fimm karlar og ein kona, en meðal þeirra eru Jón Trausti Lúthersson, Sveinn Gestur Tryggvason og bræðurnir Marcin og Rafat Nabakowski. Mennirnir fimm verða í gæsluvarðhaldi til 23. júní en konan til 16. júní, en lögregla fór fram á jafn langt gæsluvarðhald yfir þeim öllum. 

Sveinn Gestur Tryggvason
Sveinn Gestur Tryggvason

Atburðarás miðvikudagskvöldsins var ítarlega rakin í Fréttablaðinu í morgun. Fólkið hafi komið á tveimur bifreiðum að heimili Arnars að Æsustöðum í Mosfellsdal rétt eftir klukkan sex síðdegis, bankað upp á og ráðist á hann með barsmíðum og spörkum fyrir utan heimili hans. Einn hinna grunuðu, Sveinn Gestur, er meðal annars sagður hafa stokkið á bak Arnars og tekið hann hálstaki með vinstri hendi en barið Arnar í andlitið með hinni hendinni þar til hann missti meðvitund. Þess má geta að Sveinn Gestur og Arnar eru æskuvinir. 

Fréttablaðið greinir einnig frá því að Sveinn Gestur hafi sjálfur hringt á Neyðarlínuna og beðið um sjúkrabíl. Þá heyrist Sveinn hreyta ókvæðisorðum að hinum látna um meinta fíkniefnaskuld. 

Klara Ólöf stendur hins vegar við þau orð að ekki hafi verið um fíkniefnaskuld að ræða en að öðru leyti viti fjölskyldan ekki hvert tilefni árásarinnar hafi verið. Hún segir að Arnar hafi verið búinn að vera edrú í mörg ár.

Auglýsti líkamsrækt æskuvinar síns

Sveinn Gestur rekur meðal annars fyrirtækið Aðal Garðaþjónustuna, sem sér meðal annars um beðahreinsanir, snyrtingu og grisjun trjáþyrpinga, trjáfellingar, túnþökulögn, hekkklippingar, hellulögn, sólpallasmíði og allar aðrar lóða- og garðframkvæmdir. Samkvæmt heimildum Stundarinnar munu Jón Trausti, Marcin og Rafat allir hafa starfað fyrir garðaþjónustuna. 

Þá er Sveinn einnig einkaþjálfari og rekur líkamsræktina Steve’s gym í Kópavogi. Arnar, hinn látni, auglýsti líkamsræktina á Facebook-síðu sinni mars og sagði aðstöðuna hjá æskuvini sínum glæsilega. „Allt sem þarf á einum stað, ásamt frábærri aðstoð við æfingar auk vandaðri einkaþjálfun með góðri eftirfylgni. Ég mæli með þessum huggulega og frábæra stað þar sem árangur lætur sig ekki vanta,“ skrifaði Arnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Manndráp í Mosfellsdal

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár