Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Saklaus af árásinni í Mosfellsdal: „Ég á enga samleið með þessu fólki“

Andrea Unn­ars­dótt­ir var nefnd sem ein hinna hand­teknu í mann­dráps­mál­inu í Mos­fells­dal. Hún er hins veg­ar frjáls.

Saklaus af árásinni í Mosfellsdal: „Ég á enga samleið með þessu fólki“

„Ég væri ekki að svara í símann ef ég væri í haldi. Ég væri í eingangrun. Ég er heima hjá mér á Stokkseyri. Ég kem ekki nálægt neinu af þessu,“ segir Andrea Unnarsdóttir, sem hefur verið ranglega nefnd í fjölmiðlum í tengslum við manndráp í Mosfellsdal.

Andrea Unnarsdóttir var í morgun nefnd í frétt DV.is sem ein hinna handteknu í manndrápsmáli í Mosfellsdal, þar sem hópur fólks réðst á karlmann um fertugt með þeim afleiðingum að hann lést. Fimm karlmenn og ein kona voru handtekin.

Andrea er hins vegar ekki í haldi. Orðrómur var um að hún væri meðal hinna handteknu, en hún segir að ekki hafi verið haft samband við hana áður en frétt um handtöku hennar var birt á DV.is. Hún þekkir hina handteknu, en hefur tekið þá stefnu í lífinu að koma sér úr tengslum við glæpastarfsemi. Í því skyni flutti hún á Stokkseyri, þar sem hún segist reyna að bæta líf sitt. „Ég tengist þessum heimi ekki neitt. Ég er löngu komin í burtu frá þessu öllu saman. Ég er búin að vera að berjast við þetta lið allan þennan tíma. Að halda mér í burtu, að halda þeim í burtu. Ég er komin burt úr borginni, út úr þessu öllu saman. Síðan þá er búið að stela mótorhjólinu mínu tvisvar, reynt að kveikja í húsinu mínu, það er búið að keyra yfir hundinn minn og stinga annan þeirra. Þetta er gert til að koma mér illa.“

DV hefur beðist afsökunar á rangri nafnbirtingu.

Umfjöllun um AndreuAndrea frétti að hún hefði verið til umfjöllunar sem handtekin í manndrápsmáli.

Andrea var á sínum tíma dæmd fyrir líkamsárás og hlaut viðurnefnið Andrea „slæma stelpa„. Hún segist vilja losna við að vera tengd við glæpastarfsemi. „Ég fæ ekki íbúð, ég fæ ekki vinnu, ég er löngu komin út úr þessu kjaftæði.“

Hún og Jón Trausti Lúthersson, einn hinna handteknu í málinu, eru æskuvinir, en hún segist hafa rofið öll tengsl.

„Ég þekki þetta fólk. En ég á enga samleið með þessu fólki í dag. Ég er að reyna að berjast fyrir börnunum mínum. Ég er orðin löghlýðin. Edrú. Ég er komin út í sveit. Ég vil ekkert af þessu fólki inn í mitt líf.“

Árásin á manninn í Mosfellsdalnum var hrottafengin. Samkvæmt frétt Vísis var maðurinn heima hjá sér með konu og nýfæddu barni þegar barið var að dyrum og beðið um hann. Þá hafi maðurinn verið barinn með járnkylfum og hann tekinn hálstaki meðan höggin dundu á honum. Eftir það hafi amerískum pallbíl verið ekið yfir fætur hans.

„Þetta reddast aldrei.“

Andrea setti inn Facebook-status í morgun þar sem hún lýsti sorg sinni vegna málsins. „Er sorgin og söknuður virkilega allt sem býðst eftir allt? Allir bardagar sigraðir. Sannleikurinn fallegri og ekta. Frelsið áunnið og kostaði allt. En það sem er ekki hirt er drepið frá manni ... Sjálfsblekkingin blekkir sorgina og söknuðinn. Pollýanna var veruleikafirrtur kókaínfíkill, bara svo það sé á hreinu. Þetta reddast aldrei.“

Frá vettvangiKarlmaður um fertugt lést eftir hrottalega líkamsárás.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Manndráp í Mosfellsdal

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
4
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gætu allt eins verið á hálendinu
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár