Ríkisskattstjóri hættir samstarfi við Alþýðusamband Íslands um eftirlit með brotum gegn starfsmönnum á vinnustöðum, í kjölfar þess að ríkisstjórnin sker niður 40 milljóna króna fjárveitingu til vettvangseftirlits.
Þrátt fyrir það og fækkun stöðugilda segir Sigurður Jensson, sviðsstjóri eftirlitssviðs skattsins, að ekki komi til greina að hætta vettvangseftirlitinu sem hefur skilað góðum niðurstöðum.
Deild hans sinnir bæði vettvangseftirliti og skattendurskoðun, en segir að það þurfi að hagræða og endurskipuleggja þannig að vettvangseftirlitið verði í forgangi. Meiri áhersla verður lögð á heimsóknir fyrirtækja í ferðamanna- og byggingageiranum. „Þessi niðurskurður hefur því í raun neikvæð áhrif á þann hluta eftirlits sem snýr að skattendurskoðun en ekki vettvangseftirliti.“
Treysta ekki á þögn ASÍ
„Við höfum alltaf átt gott samstarf við ASÍ um þessi mál, en þegar þú ert kominn með utanaðkomandi aðila gerirðu hlutina öðruvísi en þegar við erum ein og sér í eftirliti. Samstarfið tók tíma frá eftirlitsstörfum sökum utanumhalds, skipulagningar, fundahalda og …
Athugasemdir