Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Yfirlýsing Benedikts um Tortólafélagið vekur upp margar spurningar

Skatta­sér­fræð­ing­ur seg­ir að yf­ir­lýs­ing Bene­dikts Sveins­son­ar um eign­ar­hald Tor­tóla­fé­lags hans á fast­eign á Flórída skilji eft­ir sig marg­ar spurn­ing­ar. Bene­dikt seg­ir að fyr­ir­tæk­ið á Tor­tóla hafi ver­ið tekju­laust og hafi aldrei átt neitt fé. Samt hef­ur þetta fé­lag keypt hús á 45 millj­ón­ir króna og rek­ið það um sex­tán ára skeið.

Yfirlýsing Benedikts um Tortólafélagið vekur upp margar spurningar
Sagði félagið ekki hafa átt fé og að það hefði verið tekjulaust Benedikt Sveinsson sagði að félag hans á Tortólu hafi verið tekjulaust og hafi ekki átt neitt fé. Skattasérfræðingur segir spurningar vakna um skattahagræðið af félaginu sem heldur utan um hús Benedikts á Flórída. Mynd: Morgunblaðið/Golli

Íslenskur sérfræðingur í skattamálum segir að yfirlýsing Benedikts Sveinssonar, föður Bjarna Benediktssonar, um notkun sína á fyrirtæki á Bresku Jómfrúareyjum til að halda utan um hús í Sarasota á Flórída standist ekki skoðun að ýmsu leyti. „Þetta gengur ekki upp hjá honum rökfræðilega.“ Hann segir að margs konar skattalegt hagræði geti verið af því að skrá fasteignir í eigu félaga í skattaskjólum. Benedikt og kona hans keyptu húsið fyrir um 45 milljónir króna árið 2000. Skattasérfræðingurinn vill ekki koma fram undir nafni.

Stundin fjallaði um félag Benedkts, Greenlight Luxembourg S.A., í gær en náði ekki í Benedikt fyrir útgáfu blaðsins, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, hann sendi hins vegar frá sér yfirýsingu síðdegis í gær þar sem hann sagði frá því að félagið hefði verið stofnað til að halda utan um umrætt hús á Flórída.  „Árið 2000 keypt­um við hjón­in hús í Flori­da­fylki í Banda­ríkj­un­um. Húsið var skráð á eign­ar­halds­fé­lag á Bresku Jóm­frúareyj­um að ráðlegg­ing­um banda­rískra lög­manna. Eng­ar aðrar eign­ir hafa verið í fé­lag­inu.“ 

Húsið í Sarasota er ennþá í eigu Tortólafélagsins en það er í slitameðferð samkvæmt Benedikt og er unnið að því að færa eignarhaldið á húsinu til Íslands. Auk hússins í Sarasota átti Benedikt, eða íslenskt félag í hans eigu sem heitir Hafsilfur, eign í Seagrove á Flórdía sem hann keypti fyrir fjórar milljónir dollara árið 2007. 

Tekið skal fram að það er ekki ólöglegt að eiga félag á aflandssvæði. Öllu máli skiptir hvernig eigendur þessara félaga greiða skatta af eignum þessara félaga.

„Ég hef ekki átt neitt fé á af­l­ands­eyj­um.“

Sagðist aldrei hafa átt fé á aflandseyjum

Skattasérfræðingurinn segir að þau orð Benedikts að hann hafi aldrei átt neitt fé á aflandseyjum gangi ekki upp þar sem hann hafi keypt hús á aflandseyju fyrir um 45 milljónir króna. Félagið hafi þá átt 45 milljónir króna á einhverjum tímapunkti. Í yfirlýsingunni sagði Benedikt: „Ég hef ekki átt neitt fé á af­l­ands­eyj­um.“

Skattasérfræðingurinn segir að þetta eigi líka við þó félagið hafi fengið lán til að greiða fyrir húsið þar sem það hafi þá þurft að greiða af því afborganir og vexti og til að slíkt sé hætt þarf fyrirtæki að eiga fé.

Þá spyr hann einnig spurninga um merkingu orðsins „fé“ þar sem þetta orð þýði ekki bara peningar í seðlum. „Hvað er fé? Fé er eign hvort sem hún er í seðlum, í bankainnistæðu, fasteigna eða hverju sem er. Það er hugsanavilla að segja að fé eða verðmæti sé ekki fé eða verðmæti nema í tilteknu formi.“

„Ef Benedikt hefur borgað þessi gjöld persónulega þá ætti félagið að bókfæra það sem tekjur“

Var á Flórída
Var á Flórída Bjarni Benediktsson var á Flórída þegar Wintris-málið kom upp fyrir rúmum mánuði síðan og lenti beint inn hringiðu atburðarrásarinnar þegar hann kom til landsins og Sigurðu Ingi Jóhannsson tók við sem forsætisráðherra af SIgmundi Davíð Gunnlaugssyni. Hann hefur ekkert tjáð sig um mál föður síns hingað til.

Félagið getur ekki hafa verið tekjulaust

Í yfirlýsingunni sagði Benedikt líka að félagið á Bresku Jómfrúareyjum hafi verið tekjulaust. „Fé­lagið hef­ur ávallt verið talið fram til skatts á Íslandi og en aldrei haft neinn rekst­ur með hönd­um og eng­ar tekj­ur.“ 

Skattasérfræðingurinn segir að félagið hljóti að hafa haft tekjur þar sem það kosti fjármuni að eiga og reka fasteignir, meðal annars fasteignagjöld, hiti og rafmagn og slíkt. Þar af leiðandi geti félagið ekki hafa verið tekjulaust allan þennan tíma þar sem eignarhald fasteigna feli í sér kostnað. Hann bendir einnig á hið áðurnefnda að ef kaup hússins hafi verið fjármagnuð með lánum þá hafi félagið þurft að greiða lánið til baka ásamt vöxtum og hafi því þurft tekjur til að gera það. „Ef Benedikt hefur borgað þessi gjöld persónulega þá ætti félagið að bókfæra það sem tekjur. Og þar með væri félagið komið með tekjur. Ef að grannt er farið ofan í þetta þá hljóta að vera þarna einhverjar fjármagnshreyfingar á milli þessara aðila sem klárlega eru tekjur hjá einhverjum aðila.“

Ein af spurningunum sem eftir situr er því hvernig þessar óhjákvæmilegu tekjur félagsins hafi verið gefnar upp til skatts á Íslandi.  Þá liggur ekki fyrir hvernig félagið fékk 45 milljónir króna til að kaupa húsið á Flórída til að byrja með.

 „Þannig að það eru ýmsir skattalegir vinklar á þessu sem hefur ekki verið svarað

Hvernig var verðmæti hússins bókfært á skattframtali?

Skattasérfræðingurinn segir að það sem skipti máli sé hvernig húsið á Flórída hafi verið talið fram sem eign á skattframtölum því þetta geti hafa haft áhrif á skattstofn Benedikts. „Hvað þýddi það að húsið var skráð sem eign á Bresku Jómfrúareyjum? Það var auðvitað búið að sveipa eignarhaldið leynd. Ef menn eiga fasteign í Bandaríkjunum þá er það bara skráð þar í fasteignaskrá eins og hérna. Ef þetta er hins vegar í eigu félags á Bresku Jómfrúareyjum þá er bara félagið skráð fyrir húsinu og tengslin við raunverulega eigendur óljós. Og svo er það spurningin: Á hvaða verði er eignarhald á félaginu talið fram til skatts á Íslandi? Er það á einhverju málamynda nafnverði hlutabréfanna í félaginu eða er það á raunverði hússins? Maður sem á hús á Íslandi er skattlagður þannig að fasteignin er færð á skattframtal samkvæmt fasteignamati og reiknast þannig inn í eignaskattsstofninn þegar hann var og auðlegðarskattsstofninn þegar hann var. Þannig að það er alveg mögulegt skattahagræði í þessu. Ef þessir hlutir liggja ekki fyrir, það er að segja hvert raunverulegt verðmæti félagsins var og hvort það hafi verið tilgreint út frá raunverulegu verðmæti hússins, þá er hægt að spyrja spurninga um málið.“

Benedikt kemur ekki inn á þetta atriði í yfirlýsingu sinni og hann útskýrir ekki af hverju bandarískir lögmenn hans bentu honum á að það gæti verið heppilegt að eiga fasteign í Bandaríkjunum í gegnum Tortólafélag. Forsendurnar fyrir þeirri ákvörðun Benedikts að stofna og eiga Tortólafélag utan um húsið liggja því ekki fyrir. „Þannig að það eru ýmsir skattalegir vinklar á þessu sem hefur ekki verið svarað,“ segir skattasérfræðingurinn.

Lagabreytingin árið 2010

Eins og komið hefur fram var lögum á Íslandi breytt þannig árið 2010 að tekjur og eignir aflandsfélaga einstaklinga voru lagðar að jöfnu við persónulegar eignir þessara einstaklinga. Einstaklingur sem var með skattalega heimilisfesti á Íslandi en átti félag á Tortólu átti þá að greiða skatta af tekjum og eignum þessa félags líkt og um tekjur og eignir á Íslandi væri að ræða. Í þessu fólst breytingin árið 2010.

Fram að þessari lagabreytingu gat skattahagræðið af félögum eins og því sem Benedikt á gat því verið umtalsvert  en hann segir að það hafi ekki verið í neinum rekstri og ekki fengið neinar tekjur. En þeir fjármunir sem félagið notaði til að reka húsið á Flórída kunna að hafa verið undanþegnir skatti á Íslandi þar sem slík fyrirtæki þurftu ekki að greiða fjármagnstekjuskatt á Íslandi fram til ársins 2010. Þetta breytir því þó ekki að það stenst ekki skoðun hjá Benedikt að segja að hann hafi aldrei átt fé á aflandseyjum og að fyrirtæki hans á Tortóla hafi verið tekjulaust. 

Stundin gerði tilraun til að ná sambandi við Benedikt Sveinsson og spyrja hann frekari spurninga um málið en án árangurs. Benedikt hefur í gegnum árin ekki verið reiðubúin til að ræða um fasteignir sínar í Flórída og í samtali við DV árið 2009 sagði hann með annars aðspurður um húsið í Sarasota: „Þér kemur það ekkert við.“ Bjarni Benediktsson hefur ekki tjáð sig um Tortólafélag föður síns í gær eða í dag. 

Tekið skal fram að ekkert sem fram hefur komið um eignarhaldsfélag Benedikts bendir til að nein lögbrot hafi verið framin í rekstri þess. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Panama-skjölin

Sæmarksstjóri ákærður ásamt lögmanni fyrir stórfelld skattsvik og peningaþvætti
Úttekt

Sæ­marks­stjóri ákærð­ur ásamt lög­manni fyr­ir stór­felld skattsvik og pen­inga­þvætti

Sig­urð­ur Gísli Björns­son, sem í fjölda ára var einn um­svifa­mesti fiskút­flytj­andi lands­ins, er sak­að­ur um að hafa stung­ið rúm­lega millj­arði króna und­an skött­um og fært í gegn­um falska reiknn­inga og af­l­ands­fé­lög í eig­in vasa. Hann er ákærð­ur fyr­ir stó­felld brot á skatta­lög­um, bók­halds­lög­um og pen­inga­þvætti. Ís­lensk­ur lög­mað­ur sem einnig er ákærð­ur seg­ist sak­laus.
Grafarán, hórmang og smygl: Auður Dorritar Moussaieff
Fréttir

Grafarán, hór­mang og smygl: Auð­ur Dor­rit­ar Moussai­eff

Upp­runi fjöl­skyldu­veld­is Dor­rit­ar Moussai­eff er reifara­kennd saga. Að­al­per­sóna henn­ar er fað­ir Dor­rit­ar, Shlomo Moussai­eff. Ný­lega kom út bók­in Un­holy Bus­iness þar sem ólög­leg­ur flutn­ing­ur og versl­un á forn­mun­um fyr­ir botni Mið­jarð­ar­hafs er skoð­að­ur í kjöl­inn, og er hlut­ur föð­ur Dor­rit­ar þar mjög fyr­ir­ferð­ar­mik­ill. Skatta­leg fim­leika­stökk Dor­rit­ar á milli landa til þess að halda fjár­mun­um ut­an seil­ing­ar skatta­yf­ir­valda höggva svo í sama knérunn og fað­ir­inn.
Engir aðrir þingmenn segjast vera tengdir skattaskjólum
Úttekt

Eng­ir aðr­ir þing­menn segj­ast vera tengd­ir skatta­skjól­um

Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son og Sig­urð­ur Ingi Jó­hanns­son eru með­al þeirra þing­manna sem ekki hafa svar­að spurn­ing­um um eign­ir sín­ar er­lend­is. Eng­inn þeirra þing­manna sem seg­ist eiga eign­ir er­lend­is á eign­ir í skatta­skjóli. Stund­in spurði alla þing­menn á Al­þingi um eign­ir þeirra er­lend­is og eru sára­fá­ir sem ein­hverj­ar eign­ir eiga ut­an Ís­lands.

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
8
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu