Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Segir heilbrigðisstofnanir fjársveltar: „Almenningur á greinilega ekki að fá að njóta góðærisins“

Odd­ný G. Harð­ar­dótt­ir, fyrr­ver­andi fjár­mála­ráð­herra og þing­kona Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, seg­ir að í raun feli fjár­mála­áætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar í sér nið­ur­skurð til heil­brigð­is­þjón­ustu með­an á bygg­ing­ar­tíma nýs Land­spít­ala stend­ur.

Segir heilbrigðisstofnanir fjársveltar: „Almenningur á greinilega ekki að fá að njóta góðærisins“

Oddný Harðardóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra og þingkona Samfylkingarinnar, segir að í raun feli fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar í sér niðurskurð til heilbrigðisþjónustu meðan á byggingartíma nýs Landspítala stendur. 

„Enginn stjórnmálaflokkur lofaði niðurskurði í heilbrigðisþjónustu í kosningabaráttunni. Það eru því mikil vonbrigði að sjá að viðbótin til heilbrigðisþjónustunnar er nær eingöngu vegna byggingar nýs Landspítala sem sannarlega þörf er á. Það er hins vegar algjörlega óásættanlegt að á meðan að á byggingatíma spítalans stendur þurfi að skera niður heilbrigðisþjónustu,“ segir hún í samtali við Stundina.

Eins og fram kom í frétt Stundarinnar í gær munu framlög til sjúkrahúsþjónustu aðeins aukast um 7,3 milljarða króna á tímabilinu 2018 til 2022 ef frá eru talin framlög vegna byggingar nýs Landspítala. Oddný segir ljóst að aukningin til reksturs heilbrigðisþjónustunnar muni vart halda í við fjölgun sjúklinga.

„Menntamálin eru greinilega ekki heldur í forgangi hjá hægristjórninni. Háskólarnir hækka um 660 milljónir á milli áranna 2017 og 2018 eða um 1,6% en telja sig þurfa a.m.k. 2.000 milljónir sem áfanga upp í betri stöðu,“ segir hún.

Stundin fjallaði um lækkun fjárframlaga til framhaldsskólakerfisins í gær. 

„Framhaldsskólarnir hækka aðeins um 55 milljónir eða tæp 0,2% og lækka mikið til 2022. Sparnaðurinn við styttingu stúdentsprófsins mun ekki skila sér í betri þjónustu við nemendur, bættu aðgengi að námi eða fjölbreyttari námsframboði eins og lofað var og alltaf hefur verið talað um í tengslum við styttinguna,“ segir Oddný. „Almenningur á greinilega ekki að fá að njóta góðærisins ef þessi fjármálaáætlun verður samþykkt.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Indriði Þorláksson
3
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
1
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár