Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Segir heilbrigðisstofnanir fjársveltar: „Almenningur á greinilega ekki að fá að njóta góðærisins“

Odd­ný G. Harð­ar­dótt­ir, fyrr­ver­andi fjár­mála­ráð­herra og þing­kona Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, seg­ir að í raun feli fjár­mála­áætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar í sér nið­ur­skurð til heil­brigð­is­þjón­ustu með­an á bygg­ing­ar­tíma nýs Land­spít­ala stend­ur.

Segir heilbrigðisstofnanir fjársveltar: „Almenningur á greinilega ekki að fá að njóta góðærisins“

Oddný Harðardóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra og þingkona Samfylkingarinnar, segir að í raun feli fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar í sér niðurskurð til heilbrigðisþjónustu meðan á byggingartíma nýs Landspítala stendur. 

„Enginn stjórnmálaflokkur lofaði niðurskurði í heilbrigðisþjónustu í kosningabaráttunni. Það eru því mikil vonbrigði að sjá að viðbótin til heilbrigðisþjónustunnar er nær eingöngu vegna byggingar nýs Landspítala sem sannarlega þörf er á. Það er hins vegar algjörlega óásættanlegt að á meðan að á byggingatíma spítalans stendur þurfi að skera niður heilbrigðisþjónustu,“ segir hún í samtali við Stundina.

Eins og fram kom í frétt Stundarinnar í gær munu framlög til sjúkrahúsþjónustu aðeins aukast um 7,3 milljarða króna á tímabilinu 2018 til 2022 ef frá eru talin framlög vegna byggingar nýs Landspítala. Oddný segir ljóst að aukningin til reksturs heilbrigðisþjónustunnar muni vart halda í við fjölgun sjúklinga.

„Menntamálin eru greinilega ekki heldur í forgangi hjá hægristjórninni. Háskólarnir hækka um 660 milljónir á milli áranna 2017 og 2018 eða um 1,6% en telja sig þurfa a.m.k. 2.000 milljónir sem áfanga upp í betri stöðu,“ segir hún.

Stundin fjallaði um lækkun fjárframlaga til framhaldsskólakerfisins í gær. 

„Framhaldsskólarnir hækka aðeins um 55 milljónir eða tæp 0,2% og lækka mikið til 2022. Sparnaðurinn við styttingu stúdentsprófsins mun ekki skila sér í betri þjónustu við nemendur, bættu aðgengi að námi eða fjölbreyttari námsframboði eins og lofað var og alltaf hefur verið talað um í tengslum við styttinguna,“ segir Oddný. „Almenningur á greinilega ekki að fá að njóta góðærisins ef þessi fjármálaáætlun verður samþykkt.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár