Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Segir heilbrigðisstofnanir fjársveltar: „Almenningur á greinilega ekki að fá að njóta góðærisins“

Odd­ný G. Harð­ar­dótt­ir, fyrr­ver­andi fjár­mála­ráð­herra og þing­kona Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, seg­ir að í raun feli fjár­mála­áætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar í sér nið­ur­skurð til heil­brigð­is­þjón­ustu með­an á bygg­ing­ar­tíma nýs Land­spít­ala stend­ur.

Segir heilbrigðisstofnanir fjársveltar: „Almenningur á greinilega ekki að fá að njóta góðærisins“

Oddný Harðardóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra og þingkona Samfylkingarinnar, segir að í raun feli fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar í sér niðurskurð til heilbrigðisþjónustu meðan á byggingartíma nýs Landspítala stendur. 

„Enginn stjórnmálaflokkur lofaði niðurskurði í heilbrigðisþjónustu í kosningabaráttunni. Það eru því mikil vonbrigði að sjá að viðbótin til heilbrigðisþjónustunnar er nær eingöngu vegna byggingar nýs Landspítala sem sannarlega þörf er á. Það er hins vegar algjörlega óásættanlegt að á meðan að á byggingatíma spítalans stendur þurfi að skera niður heilbrigðisþjónustu,“ segir hún í samtali við Stundina.

Eins og fram kom í frétt Stundarinnar í gær munu framlög til sjúkrahúsþjónustu aðeins aukast um 7,3 milljarða króna á tímabilinu 2018 til 2022 ef frá eru talin framlög vegna byggingar nýs Landspítala. Oddný segir ljóst að aukningin til reksturs heilbrigðisþjónustunnar muni vart halda í við fjölgun sjúklinga.

„Menntamálin eru greinilega ekki heldur í forgangi hjá hægristjórninni. Háskólarnir hækka um 660 milljónir á milli áranna 2017 og 2018 eða um 1,6% en telja sig þurfa a.m.k. 2.000 milljónir sem áfanga upp í betri stöðu,“ segir hún.

Stundin fjallaði um lækkun fjárframlaga til framhaldsskólakerfisins í gær. 

„Framhaldsskólarnir hækka aðeins um 55 milljónir eða tæp 0,2% og lækka mikið til 2022. Sparnaðurinn við styttingu stúdentsprófsins mun ekki skila sér í betri þjónustu við nemendur, bættu aðgengi að námi eða fjölbreyttari námsframboði eins og lofað var og alltaf hefur verið talað um í tengslum við styttinguna,“ segir Oddný. „Almenningur á greinilega ekki að fá að njóta góðærisins ef þessi fjármálaáætlun verður samþykkt.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Vaxandi hætta á kreppuverðbólgu
6
GreiningHvað gerist árið 2026?

Vax­andi hætta á kreppu­verð­bólgu

Vax­andi lík­ur eru á að at­vinnu­leysi og há verð­bólga fari sam­an og þá duga hefð­bund­in tól efna­hags­stjórn­ar illa. Heims­hag­kerf­ið held­ur áfram að ger­breyt­ast og að­lag­ast nýrri, sí­breyti­legri en óljósri um­gjörð. Þjóð­ar­auð­lind­ir ná­granna okk­ar og jafn­vel okk­ar eig­in gætu ver­ið í hættu þeg­ar ris­inn í vestri ásæl­ist æ meiri auðævi á með­an um­hverf­is­mál­in verða auka­at­riði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár