Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Rúmlega tvítugur í stefnumótun með tæpa hálfa milljón fyrir hálft starf

Gauti Geirs­son 22 ára nemi, mun vinna að stefnu­mót­un í ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu. Að­stoð­ar­menn Gunn­ars Braga Sveins­son­ar rata ít­rek­að í frétt­ir. Hefð er fyr­ir reynslu­meiri að­stoð­ar­mönn­um í ráðu­neyt­inu.

Rúmlega tvítugur í stefnumótun með tæpa hálfa milljón fyrir hálft starf

Ungur aldur Gauta Geirssonar, nýs aðstoðarmanns Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra, hefur vakið talsverða athygli frá því tilkynnt var um ráðninguna í gær. Gauti er 22 ára og leggur stund á rekstrarverkfræði í Háskólanum í Reykjavík en hefur áður starfað sem háseti og vélstjóri á togara og farþegaskipum, að því er fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu. Gauti verður í hálfu starfi í ráðuneytinu samhliða námi. Mánaðarlaun aðstoðarmanna eru tæplega 900 þúsund krónur.

Fjölmargir hafa lýst furðu sinni vegna ráðningarinnar á samfélagsmiðlum, þar á meðal eru Illugi Jökulsson rithöfundur og Sveinn Andri Sveinsson lögmaður. „Með fullri virðingu fyrir þessum unga manni, en væri það ekki skynsamlegra fyrir ráðherra, sem kom inn í sitt starf algerlega blautur á bak við eyrun, að ráða til sín aðstoðarmann, hokinn af reynslu og með þekkingu á sviði utanríkismála?“ spyr Sveinn Andri Sveinsson lögmaður. „Sagan segir okkur nefnilega, að þeir stjórnmálamenn hafa verið farsælastir sem hafa haft góða ráðgjafa í kringum sig.“

Vinnur að stefnumótun

Þá sá Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður forsætisráðherra, ástæðu til að bera í bætifláka fyrir Gauta. „Ég sé á glósunum sem nýr aðstoðarmaður utanríkisráðherra þarf að þola frá ýmsu andans fólki hér í dag að ekkert þeirra hefur nokkru sinni verið ungt og duglegt né nokkru sinni fengið tækifæri til góðra verka byggt á eigin verðleikum og dugnaði. Það er ósköp leiðinlegt,“ skrifaði Jóhannes Þór á Facebook-síðu sína í gær. 

Í lögum um Stjórnarráð Íslands segir að meginhlutverk aðstoðarmanns ráðherra sé að vinna að stefnumótun á málefnasviði ráðuneytis undir yfirstjórn ráðherra og í samvinnu við ráðuneytisstjóra. Þess ber að geta að Stefán Haukur Jóhannesson gegnir nú starfi ráðuneytisstjóra í utanríkisráðuneytinu, en áður var hann aðalsamningamaður Íslands vegna viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Að auki var hann yfirmaður eins af eftirlitsteymum ÖSE í Úkraínu árið 2014 og var formaður samninganefndar um aðild Rússlands að WTO, svo eitthvað sé nefnt. Gauti var spurður um reynslu sína af utanríkismálum í viðtali á Vísi í gær. „Ég hef allavega mjög mikinn áhuga á þeim,“ segir hann. „Ég fór í eitt ár í reisu til Afríku og Asíu og ég hef alltaf haft mikinn áhuga á, og fylgst vel með, utanríkismálum.“

Ekki náðist í Gauta við vinnslu þessarar fréttar.

Aðstoðarmenn í fréttum

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem fréttir af ráðningum aðstoðarmanna Gunnars Braga vekja athygli. Þannig vakti til dæmis athygli þegar hinn 27 ára Ágúst Bjarni Garðarsson var ráðinn til að sinna tímabundnum verkefnum á skrifstofu utanríkisráðherra í mars á síðasta ári. Í tilkynningu frá ráðuneytinu kom ekki fram hver þessi tímabundnu verkefni voru en Ágúst Bjarni er stjórnmálafræðingur að mennt og leggur stund á MPM nám við Háskólann í Reykjavik. Hann er jafnframt formaður Sambands ungra framsóknarmanna og oddviti flokksins í Hafnarfirði. 

Þá vakti athygli þegar fyrrverandi aðstoðarmaður Gunnars Braga, Margrét Gísladóttir, var færð yfir í tímabundin sérverkefni í forsætisráðuneytinu í apríl árið 2014. Verkefnið átti upphaflega að vera til tveggja mánaða, en Margrét átti ekki afturkvæmt í utanríkisráðuneytið og lét af störfum í forsætisráðuneytinu í janúar á síðasta ári. Í mars fullyrti Séð og heyrt að Margrét hefði verið færð að beiðni þáverandi eiginkonu Gunnars Braga en í samtali við Stundina sagði Margrét sögusagnir um meint samband sitt við Gunnar Braga birtingarmynd kvenhaturs í samfélaginu.   

Auk Gauta er Sunna Gunnars Marteinsdóttir aðstoðarmaður ráðherra en hún er með BA gráðu í almannatengslum frá University of Westminster. Þá hefur hún starfað sem skrifstofustjóri þingflokks Framsóknarflokksins frá 2010 og var aðstoðarmaður kosningastjóra flokksins árið 2009.

Liður í pólitískum frama

Engar reglur gilda um ráðningu aðstoðarmanna ráðherra og ekki er nauðsynlegt að auglýsa stöðurnar. Til ársins 2011 var einungis heimilt að ráða einn aðstoðarmann með hverjum ráðherra en þeim fjölgaði með nýjum stjórnarráðslögum. Í nýlegri grein eftir Gest Pál Reynisson, stjórnmála- og stjórnsýslufræðing, og Ómar H. Kristmundsson, prófessor við Háskóla Íslands, er bakgrunnur aðstoðarmanna ráðherra árin 1971 - 2014 skoðaður. Þar eru meðal annars dregnar þær ályktanir að mestu skipti við val ráðherra á aðstoðarmanni að hann hafi áður starfað innan flokks ráðherra og ráðherra þekki hann persónulega. Fáir aðstoðarmenn hafa starfa sem sérfræðingar á málasviði ráðherra en um þriðjungur aðstoðarmanna hafði starfað innan fjölmiðla eða að almannatengslum. Þá virðist sem ráðherrar bæti ekki upp eigið reynsluleysi í embætti með reynslumiklum aðstoðarmönnum. Greinilegt er að fyrir hluta aðstoðarmanna er starf hjá ráðherra liður í pólitískum frama sem endurspeglast í þeim fjölda aðstoðarmanna sem boðið hefur sig fram til Alþingis eða sveitarstjórnar og jafnvel hlotnast embætti ráðherra, eins og segir í greininni.

Innan utanríkisráðuneytisins hefur verið hefð fyrir reynslumeiri aðstoðarmönnum á síðustu árum. Þannig var aðstoðarmaður Össurar Skarphéðinssonar, Kristján Guy Burgess, með meistarapróf í alþjóðastjórnmálum og alþjóðalögum. Áður en hann tók við sem aðstoðarmaður ráðherra sinnti hann ráðgjöf á sviði alþjóðamála. 

Þá var Kristrún Heimisdóttir aðstoðarmaður Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur þegar hún gegndi stöðu utanríkisráðherra. Kristrún hafði áður starfað sem lögfræðingur hjá Samtökum iðnaðarins og Umboðsmanni Alþingis, verið framkvæmdastjóri Reykjavíkurakademíunnar og fréttamaður hjá RÚV. 

Valgerður Sverrisdóttir var með tvo aðstoðarmenn á meðan hún var utanríkisráðherra. Fyrst Sigfús Inga Sigfússon, en hann er með MBA gráðu frá Stirling háskóla í Skotlandi og starfaði áður í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu, og síðar Aðalheiði Sigursveinsdóttur, sem einnig er með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík með sérstakri áherslu á stjórnun í alþjóðlegu umhverfi og rafræna viðskiptahætti. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
5
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
6
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár