Ríkisstjórn Íslands fundaði ekki í rúman mánuð, frá 7. júlí til 14. ágúst, þrátt fyrir að sagðar hefðu verið fréttir af því að Rússland ætlaði sér hugsanlega að setja innflutningsbann á Ísland líka. Daginn áður en ríkisstjórnin fundaði, þann 13. ágúst síðastliðinn, setti Rússland innflutningsbannið og snerist fundurinn þann 14. ágúst alfarið um það. Líkt og komið hefur fram hefur innflutningsbannið mikil áhrif á innflutning íslenskra útgerðarfyrirtækja á uppsjávarfiski til Rússlands, aðallega makríl, loðnu og síld.
„Myndi benda þér á að tala við utanríkisráðuneytið þar sem málið hefur verið á forræði utanríkisráðherra.“
Rússlandsmálinu, þátttöku Íslands í viðskiptaþvingunum Bandaríkjanna og Evrópusambandsins gegn Rússum, má skipta í tvö aðskyld en þó tengd mál. Annars vegar þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar í fyrra að Ísland myndi styðja viðskiptaþvinganirnar gegn Rússlandi út af innrásinni í Úkraínu og aðkomu landsins að þeim átökum þar í landi.
Athugasemdir