Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Ríkisstjórnin fundaði ekki í rúman mánuð þrátt fyrir viðvörunarmerki um innflutningsbann

Rík­i­s­tjórn­in hélt fund dag­inn eft­ir að Rúss­land til­kynnti um inn­flutn­ings­bann­ið. Síð­asti fund­ur þar á und­an var 7. júlí. Rík­is­stjórn­in virð­ist hvorki hafa rætt efn­is­lega um hvort styðja ætti við­skipta­þving­an­irn­ar né hvernig bregð­ast ætti við inn­flutn­ings­bann­inu ef það yrði sett.

Ríkisstjórnin fundaði ekki í rúman mánuð þrátt fyrir viðvörunarmerki um innflutningsbann
Ekkert fundað Ríkisstjórnin fundaði ekkert frá 7. júlí til 14. ágúst þrátt fyrir að viðvörunarmerki væru um innflutningsbann frá Rússum.

Ríkisstjórn Íslands fundaði ekki í rúman mánuð, frá 7. júlí til 14. ágúst, þrátt fyrir að sagðar hefðu verið fréttir af því að Rússland ætlaði sér hugsanlega að setja innflutningsbann á Ísland líka. Daginn áður en ríkisstjórnin fundaði, þann 13. ágúst síðastliðinn, setti Rússland innflutningsbannið og snerist fundurinn þann 14. ágúst alfarið um það. Líkt og komið hefur fram hefur innflutningsbannið mikil áhrif á innflutning íslenskra útgerðarfyrirtækja á uppsjávarfiski til Rússlands, aðallega makríl, loðnu og síld. 

„Myndi benda þér á að tala við utanríkisráðuneytið þar sem málið hefur verið á forræði utanríkisráðherra.“

Rússlandsmálinu, þátttöku Íslands í viðskiptaþvingunum Bandaríkjanna og Evrópusambandsins gegn Rússum, má skipta í tvö aðskyld en þó tengd mál. Annars vegar þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar í fyrra að Ísland myndi styðja viðskiptaþvinganirnar gegn Rússlandi út af innrásinni í Úkraínu og aðkomu landsins að þeim átökum þar í landi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Útflutningur til Rússlands

Titov gaf engar „vísbendingar“ um innflutningsbann Rússlands
FréttirÚtflutningur til Rússlands

Titov gaf eng­ar „vís­bend­ing­ar“ um inn­flutn­ings­bann Rúss­lands

Að­stoð­ar­ut­an­rík­is­ráð­herra Rúss­lands fund­aði með þrem­ur starfs­mönn­um ut­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins þeg­ar hann heim­sótti Ís­land í síð­asta mán­uði. Gaf ekk­ert upp um við­skipta­bann­ið. Rúss­land virð­ist ekki hafa ver­ið bú­ið að ákveða að setja bann­ið á þá en land­ið send­ir Ís­lend­ing­um skýr skila­boð nú í gegn­um sendi­herra sinn.
Þegar Ísland lét hugsjónir ekki stöðva viðskipti við Ítalíu Mússólínis
Ingi Freyr Vilhjálmsson
PistillÚtflutningur til Rússlands

Ingi Freyr Vilhjálmsson

Þeg­ar Ís­land lét hug­sjón­ir ekki stöðva við­skipti við Ítal­íu Mús­sólín­is

Um­ræð­an um inn­flutn­ings­bann Rúss­lands gegn Ís­landi síð­ustu daga hef­ur ver­ið frek­ar sorg­leg. And­stæð­ing­ar stuðn­ings Ís­lands við við­skipta­þving­an­irn­ar tína til sögu­leg dæmi sem eiga að styðja þá sýn að Ís­land eigi bara að hugsa um eig­in hags­muni. Sag­an ætti hins veg­ar þvert á móti að sýna okk­ur hið gagn­stæða.
Gunnar Bragi og Bjarni missaga um einhug ríkisstjórnarinnar í Rússamálinu
FréttirÚtflutningur til Rússlands

Gunn­ar Bragi og Bjarni mis­saga um ein­hug rík­is­stjórn­ar­inn­ar í Rús­sa­mál­inu

Ut­an­rík­is­ráð­herra og fjár­mála­ráð­herra tala með mjög ólík­um hætti við­skipta­þving­an­irn­ar gegn Rússlandi og stuðn­ing Ís­lands við þær. Bjarni seg­ir hugs­an­lega mik­il­vægt að end­ur­skoða stuðn­ing Ís­lands en Gunn­ar Bragi seg­ir það ekki verða gert. Að­stoð­ar­kona Bjarna Bene­dikts­son­ar vill ekki tjá sig um ein­hug­inn í stjórn­inni sem Gunn­ar Bragi tal­ar um.
Þetta stóra sem Gunnar Bragi sagði
Ingi Freyr Vilhjálmsson
PistillÚtflutningur til Rússlands

Ingi Freyr Vilhjálmsson

Þetta stóra sem Gunn­ar Bragi sagði

Ís­lend­ing­ar fórna fjár­hags­leg­um hags­mun­um sín­um í heima­byggð fyr­ir óræð­ari og óhlut­bundn­ari hags­muni með stuðn­ingi sín­um við við­skipta­þving­an­ir gegn Rúss­um. Rúss­land hef­ur nú sýnt að stuðn­ing­ur Ís­lands skipt­ir máli með því að refsa Ís­lend­ing­um með við­skipta­banni. Hvað geng­ur Gunn­ari Braga Sveins­syni eig­in­lega til?

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu