Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra eru missaga um einhuginn sem ríkir í ríkisstjórn Íslands um stuðning Íslands við viðskiptaþvinganir Evrópusambandsins og Bandaríkjanna gagnvart Rússum.
Rússar settu innflutningsbann á tilteknar vörur frá Íslandi fyrir helgi og kemur bannið sérstaklega illa við sjávarútvegsfyrirtæki sem selt hafa makríl, loðnu og síld til Rússlands. Síldarvinnslan og HB Grandi munu meðal annars finna mjög fyrir banninu þar sem á milli 15 og 20 prósent af fiskútflutningi þessara fyrirtækja fer til Rússlands. Á sumum bæjum hefur um helgina hart verið deilt á ákvörðun ríkisstjórnarinnar að styðja viðskiptaþvinganirnar gegn Rússum vegna þeirra afleiðinga sem sá stuðningur hefur haft, meðal annars gerði Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, það í Reykjavíkurbréfi um helgina.
Athugasemdir