Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Sautján rangfærslur og tilraunir Sigmundar til að afvegaleiða umræðuna

For­sæt­is­ráð­herra hef­ur gert marg­ar til­raun­ir til að af­vega­leiða um­ræð­una um tengsl sín við af­l­ands­fé­lag­ið Wintris Inc. í skatta­skjól­inu á Tor­tóla.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fór í viðtal hjá Stöð 2 í hádeginu til að útskýra mál sitt og endurbyggja traust eftir að hann hafði verið staðinn að ósannindum í viðtali við sænskan blaðamann. Hann byrjaði hins vegar viðtalið í dag á rangfærslum.

Stundin hefur tekið saman sautján rangfærslur og tilraunir Sigmundar Davíðs til þess að afvegaleiða umræðuna um félag hans og eiginkonu hans í skattaskjóli.

„Mikilvægt að endurheimta traust“

„Það er mikilvægt að endurheimta traust í íslensku þjóðfélagi, traust til stjórnvalda augljóslega en jafnframt til fjármálakerfisins og hvernig við högum málum okkar. Fólk missti trúna á marg­ar stofn­an­ir og aug­ljós­lega á stjórn­mál­un­um og bönk­un­um við hrunið. Og að treysta þýðing­ar­mikl­um stofn­un­um er afar mik­il­vægt og dýr­mætt fyr­ir sam­fé­lagið. Svo við vilj­um sýna að við lát­um einskis ófreistað.“

Þetta var svar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar við því af hverju íslenska ríkið hefði keypt gögn um tengsl Íslendinga við aflandsfélög í skattaskjólum. Sá sem spurði var Sven Bergman, sænskur rannsóknarblaðamaður hjá Uppdrag granskning. Með honum í viðtalinu, sem fram fór í ráðherrabústaðnum í Reykjavík, var Jóhannes Kr. Kristjánsson, blaðamaður Reykjavík Media. Viðtalið var birt í sérstökum Kastljósþætti á sunnudag, sem unninn var í samstarfi við Reykjavík Media og samtök rannsóknarblaðamanna ICIJ upp úr gögnum sem lekið var frá lögfræðistofunni Mossack Fonseca í Panama.

„​Það er fyr­ir­tæki, ef ég man það rétt, sem er tengt við eitt þeirra fyr­ir­tækja sem ég gegndi stjórn­ar­mennsku í og það hafði viðskipta­reikn­ing.“

„Ég? Nei“

Í viðtalinu hafnaði Sigmundur því að tengjast sjálfur aflandsfélagi í skattaskjóli. „​Ég? Nei,“ sagði hann en bætti því svo við að hann hefði starfað hjá íslenskum fyrirtækjum sem hefðu haft tengsl við aflandsfélög. Aðspurður um félagið Wintris Inc. sem er núna í eigu eiginkonu hans en var í eigu þeirra beggja fram til ársloka 2009, sagði Sigmundur Davíð: „​Umm, það er fyr­ir­tæki, ef ég man það rétt, sem er tengt við eitt þeirra fyr­ir­tækja sem ég gegndi stjórn­ar­mennsku í og það hafði viðskipta­reikn­ing, sem eins og ég minnt­ist á, hef­ur verið tal­inn fram á skatt­skýrslu frá því það var stofnað.“

Seinna sagði hann að konan hans hefði selt hlut í fjölskyldufyrirtækinu og félagið hefði verið stofnað í kringum það. „​Ég kann ekki einu sinni á þetta allt saman,“ sagði Sigmundur Davíð sem enn virðist vera prókúruhafi í félaginu, þar sem engin gögn hafa sýnt fram á breytingu þess.

Forsætisráðherra vekur heimsathygli

Í gær voru fyrstu fréttir af lekanum sagðar samtímis víða um heim, þótt Sigmundur hefði gagnrýnt tímasetninguna á sýningu á þættinum á RÚV, en víðs vegar beindu fjölmiðlar sjónum sínum að stöðunni hér á landi þar sem forsætisráðherrann og tveir aðrir ráðherrar tengjast aflandsfélögum í skattskjólum. 

Þá vöktu viðbrögð Sigmundar Davíðs í viðtalinu og í kjölfar þess, þar sem hann reyndi að ljúga sig frá málinu og hafa áhrif á fréttaflutning, hneysklan og furðu heimspressunnar. 

Sautján rangfærslur Sigmundar

1. Byrjaði viðtalið á rangfærslum

Sigmundur Davíð byrjaði sjónvarpsviðtal við Stöð 2 í dag á rangfærslum.

Fréttamaður spurði Sigmund: „Nú er hávær krafa um að þú segir af þér eftir tíðindi gærdagsins...“

Sigmundur svaraði með rangri leiðréttingu: „Tíðindi gærdagsins voru svo sem ekki ný ... Aðalatriðið með þennan þátt sem sýndur var í gær var að ég var búinn að gera grein fyrir öllum þeim atriðum sem þar komu fram.“

Sigmundur hafði hins vegar ekki gert grein fyrir ýmsum atriðum sem komu fram í þættinum. Til dæmis hafði hann ekki gert grein frá því að hann hefði verið skráður með prókúru fyrir félagið, að konan hans hefði ekki tekið við framkvæmdastjórn félagsins fyrr en seinni hluta árs 2010, að hann hefði selt félagið degi fyrir lagabreytingar sem tengjast félögum í skattaskjólum og að starfsmenn lögfræðistofu í Panama hefðu verið skráðir stjórnarmenn. Auk þess hafði ekki komið fram að Sigmundur hefði sagt ósatt í viðtali við sænskan rannsóknarblaðamann, að hann hafi gengið út úr viðtalinu og að hann hefði farið fram á að það yrði ekki birt.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Wintris-málið

Leyndu tilvist Wintris og greiddu ekki skatta í samræmi við lög
FréttirWintris-málið

Leyndu til­vist Wintris og greiddu ekki skatta í sam­ræmi við lög

Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra og eig­in­kona hans við­ur­kenndu í bréfi til rík­is­skatt­stjóra að hugs­an­lega hefðu þau ekki far­ið að regl­um með því að skila ekki CFC-skýrsl­um. Þurftu að láta leið­rétta skatt­fram­töl mörg ár aft­ur í tím­ann. Út­svar, auð­legð­ar­skatt­ur og tekju­skatt­ur var endurákvarð­að­ur.
„Ég hef aldrei, aldrei, kynnst viðlíka óheiðarleika, virðingarleysi og lygum af hálfu fjölmiðlamanna“
FréttirWintris-málið

„Ég hef aldrei, aldrei, kynnst við­líka óheið­ar­leika, virð­ing­ar­leysi og lyg­um af hálfu fjöl­miðla­manna“

Jó­hann­es Þór Skúla­son, að­stoð­ar­mað­ur Sig­mund­ar Dav­íðs, fjall­ar um sam­skipti sem hann átti við Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son og sjón­varps­menn hjá sænska rík­is­sjón­varp­inu í að­drag­anda heims­frægs við­tals við fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra. Hann seg­ir far­ir sín­ar ekki slétt­ar.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár