Ráðgjafarfyrirtæki Illuga Gunnarssonar, OG Capital ehf., fékk 1,2 milljóna króna greiðslu frá Orku Energy árið 2012 samkvæmt heimildum Stundarinnar. Greiðslan var innt af hendi síðla árs 2012 samkvæmt heimildum fjölmiðilisins en Illugi hafði þá sest aftur á Alþingi eftir að hafa verið í leyfi frá störfum frá apríl 2010 til október 2011. Samkvæmt heimildum Stundarinnar var ekki um launagreiðslu að ræða heldur verktakagreiðslu.
„Þetta er eina greiðslan sem ég hef fengið frá þessu fyrirtæki.“
Illugi hefur hins vegar sjálfur sagt opinberlega að hann hafi aðeins fengið 5,6 milljóna launagreiðsluna umtöluðu frá Orku Energy og að sú greiðsla hafi verið vegna vinnu sem hann vann árið 2011 þó hún hafi verið skráð á árinu 2012. Í viðtali við RÚV um helgina sagði hann: „Þetta er eina greiðslan sem ég hef fengið frá þessu fyrirtæki.“ Hugsanlegt er að Illugi hafi með svari sínu aðeins verið að ræða um greiðslur sem hann fékk persónulega en ekki fyrirtæki í hans eigu.
Athugasemdir