Nýr félagsmálaráðherra talaði gegn lengingu fæðingarorlofs í fyrra

Tveir ráð­herr­ar koma frá Sam­tök­um at­vinnu­lífs­ins.

Nýr félagsmálaráðherra talaði gegn lengingu fæðingarorlofs í fyrra
Þorsteinn Víglundsson nýr félags- og jafnréttismálaráðherra.

Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra nýrrar ríkisstjórnar, talaði gegn lengingu fæðingarorlofs í ágúst á síðasta ári og gagnrýndi frumvarp Eyglóar Harðardóttur, þáverandi félagsmálaráðherra, þar sem gert var ráð fyrir að samanlagt fæðingarorlof foreldra yrði lengt úr níu mánuðum í tólf. 

Þorsteinn var á þessum tíma framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins en samtökin töldu svigrúm til hækkunar fæðingarorlofsgreiðslna en ekki lengingar orlofsins. Þorsteinn starfaði fyrir hagsmunasamtök atvinnurekenda á árunum 2013 til 2016 og lagðist harkalega gegn því sem hann kallaði „of ríflegar launahækkanir“ og fullyrti að komið væri upp „krísuástand“ vegna áhlaups opinberra starfsmanna á stöðugleika í efnahagslífinu. Kennarar hefðu hafið þetta áhlaup og á eftir fylgdu flugstéttir, læknar, hjúkrunarfræðingar og háskólamenntaðir ríkisstarfsmenn.

Sem félagsmálaráðherra fer Þorsteinn Víglundsson meðal annars með stjórnarmálefni er varða ríkissáttasemjara, sáttastörf í vinnudeilum, réttindi og skyldur á vinnumarkaði og fæðingar- og foreldraorlof. Þá heyra húsnæðismál undir Þorstein, en athygli vakti að hvergi er minnst á húsnæðismál í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. Þorsteinn er ekki eini ráðherra nýrrar ríkisstjórnar sem hefur nýlokið störfum fyrir Samtök atvinnulífsins, en Þorgerður Katrínar Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra starfaði einnig fyrir samtökin undanfarin ár.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár