Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Nýr félagsmálaráðherra talaði gegn lengingu fæðingarorlofs í fyrra

Tveir ráð­herr­ar koma frá Sam­tök­um at­vinnu­lífs­ins.

Nýr félagsmálaráðherra talaði gegn lengingu fæðingarorlofs í fyrra
Þorsteinn Víglundsson nýr félags- og jafnréttismálaráðherra.

Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra nýrrar ríkisstjórnar, talaði gegn lengingu fæðingarorlofs í ágúst á síðasta ári og gagnrýndi frumvarp Eyglóar Harðardóttur, þáverandi félagsmálaráðherra, þar sem gert var ráð fyrir að samanlagt fæðingarorlof foreldra yrði lengt úr níu mánuðum í tólf. 

Þorsteinn var á þessum tíma framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins en samtökin töldu svigrúm til hækkunar fæðingarorlofsgreiðslna en ekki lengingar orlofsins. Þorsteinn starfaði fyrir hagsmunasamtök atvinnurekenda á árunum 2013 til 2016 og lagðist harkalega gegn því sem hann kallaði „of ríflegar launahækkanir“ og fullyrti að komið væri upp „krísuástand“ vegna áhlaups opinberra starfsmanna á stöðugleika í efnahagslífinu. Kennarar hefðu hafið þetta áhlaup og á eftir fylgdu flugstéttir, læknar, hjúkrunarfræðingar og háskólamenntaðir ríkisstarfsmenn.

Sem félagsmálaráðherra fer Þorsteinn Víglundsson meðal annars með stjórnarmálefni er varða ríkissáttasemjara, sáttastörf í vinnudeilum, réttindi og skyldur á vinnumarkaði og fæðingar- og foreldraorlof. Þá heyra húsnæðismál undir Þorstein, en athygli vakti að hvergi er minnst á húsnæðismál í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. Þorsteinn er ekki eini ráðherra nýrrar ríkisstjórnar sem hefur nýlokið störfum fyrir Samtök atvinnulífsins, en Þorgerður Katrínar Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra starfaði einnig fyrir samtökin undanfarin ár.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár