Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

„Nauðsynlegt að sátt ríki um skipun dómara við Landsrétt“

Minni­hluti stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar seg­ir ekki ljóst hvort ráð­herra hafi sinnt rann­sókn­ar­skyldu sinni og virt and­mæla­rétt í sam­ræmi við stjórn­sýslu­lög þeg­ar til­laga um skip­un dóm­ara var lögð fram. Skip­un dóm­ara verði að vera haf­in yf­ir all­an vafa.

„Nauðsynlegt að sátt ríki um skipun dómara við Landsrétt“

Fulltrúar stjórnarandstöðunnar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd kalla eftir því að tillögu Sigríðar Á. Andersen um skipun dómara í Landsrétt verði vísað frá.

Telja nefndarmennirnir óljóst hvort ráðherra hafi sinnt rannsóknarskyldu sinni og virt andmælarétt í samræmi við stjórnsýslulög þegar tillagan var lögð fram. Ekki hafi reynst unnt að afla nægjanlegra sérfræðiálita í málinu, þinginu og nefndinni hafi verið gefinn óhóflega skammur tími til skoðunar þess og stjórnarmeirihlutinn hafi ekki sýnt neinn vilja til að fresta afgreiðslu málsins til að veita ráðherra tækifæri til að bæta úr annmörkum og tryggja vandaða málsmeðferð.

Þetta kemur fram í áliti minnihlutans sem lagt var fram í kvöld, en undir það rita Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, Birgitta Jónsdóttir og Jón Þór Ólafsson úr Pírötum og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.

Eins og Stundin greindi frá fyrr í kvöld styður meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis tillögu dómsmálaráðherra þess efnis að vikið verði frá mati nefndar um mat á umsækjendum um dómarastörf við skipun í Landsrétt. Þingflokkur Pírata hefur hins vegar undirbúið vantrauststillögu á Sigríði Andersen dómsmálaráðherra og íhugar að leggja hana fram ef málinu verður ekki vísað frá.

„Um er að ræða grundvallarmál sem varðar skipun nýs dómstóls sem er falið mikilvægt hlutverk í dómskerfi landsins og markar tímamót í réttarsögunni,“ segir í áliti minnihlutans sem telur nauðsynlegt að sátt ríki um skipun dómara við Landsrétt og skipun þeirra sé hafin yfir allan vafa. 

„Minni hlutinn deilir ekki um að ráðherra hefur heimild til að víkja frá mati dómnefndar svo fremi sem meiri hluti Alþingis samþykki þá tilhögun. Hins vegar er ráðherra ekki undanþeginn þeirri meginreglu stjórnsýslulaganna sem fjallað hefur verið um í dómum og álitum umboðsmanns Alþingis og byggt hefur verið á hér á landi í langan tíma að skipa skuli þann hæfasta sem völ er á úr hópi umsækjenda. Sú regla tryggir almannahagsmuni og uppfyllir jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar,“ segir í nefndarálitinu. Vísað er sérstaklega til dóms Hæstaréttar í máli nr. 412/2010, frá 14. apríl 2011, þar sem hluti niðurstöðunnar var að ráðherra hefði við skipan héraðsdómara í embætti ekki uppfyllt rannsóknarskyldu sína við töku ákvörðunarinnar. „Ljóst er að liggja þarf fyrir fullnægjandi rökstuðningur fyrir því að þeir umsækjendur sem ráðherra leggur til séu a.m.k. jafnhæfir og þeir sem dómnefndin leggur til.“

Minnihlutinn telur að bæði ráðherra og Alþingi hefðu þurft lengri tíma til að afgreiða málið svo ráðherra gæti uppfyllt rannsóknarskyldu sína með óyggjandi hætti. Þannig gæti þingið vel komið saman síðar í sumar til að ljúka málinu. „Það er í takt við álit þeirra sérfræðinga sem komu fyrir nefndina sem töldu að til að leggja á það sérfræðilega skoðun hvort ráðherra hefði framkvæmt fullnægjandi mat á einstökum umsóknum miðað við þau sjónarmið sem hann teldi að samræmdist best þörfum Landsréttar þyrfti einfaldlega miklu meiri tíma og miklu meiri aðgang að gögnum.“ Fram kemur að minnihlutinn hafi ítrekað lagt til að málinu yrði frestað þannig að ráðherra gæti farið yfir þær athugasemdir sem hafa komið fram á þeim skamma tíma sem liðinn er frá því að tillaga ráðherra lá fyrir, sem og að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis fengi eðlilegan tíma til að sinna hlutverki sínu. Við þessari kröfu hafi ekki verið orðið.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár