Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Ríkisstjórnin eykur ekki framlög til LÍN þrátt fyrir gagnrýni Bjartrar framtíðar fyrir kosningar

Rík­is­stjórn­in hef­ur sömu stefnu í náms­lána­mál­um og sein­asta rík­is­stjórn, ef marka má fjár­mála­áætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar 2018-2022. Sömu markmið eru í fjár­mála­áætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar og í LÍN-frum­varpi Ill­ugi Gunn­ars­son­ar, fyrr­ver­andi mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, sem lagt var fyr­ir á sein­asta kjör­tíma­bili. Björt fram­tíð gagn­rýndi frum­varp­ið harð­lega og í að­drag­anda kosn­inga sagði Ótt­arr Proppé, heil­brigð­is­ráð­herra, að frum­varp­ið væri órétt­látt og bitn­aði mest á tekju­lægri ein­stak­ling­um og kon­um.

Ríkisstjórnin eykur ekki framlög til LÍN þrátt fyrir gagnrýni Bjartrar framtíðar fyrir kosningar
Lánasjóður íslenskra námsmanna LÍN-frumvarpið sem lagt var fyrir á seinasta kjörtímabili var sérstaklega gagnrýnt fyrir að stuðla að ójöfnuði og lægra menntunarstigi í landinu. Núverandi ríkisstjórn hefur sömu stefnu.

Ríkisstjórnin mun ekki auka fjárframlög til Lánasjóðs íslenska námsmanna á kjörtímabilinu samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Gert ráð fyrir upptöku námsstyrkja, hækkunar framfærsluviðmiða og gefið til kynna að tekjutenging afborgana verði minnkuð og vextir hækkaðir. Þetta eru sömu markmið og voru í LÍN-frumvarp Illugi Gunnarsson, fyrrverandi mennta- og menningarmálaráðherra, sem lagt var fyrir á seinasta kjörtímabili.

Frumvarpið var sérstaklega gagnrýnt fyrir að stuðla að ójöfnuði og lægra menntunarstigi í landinu. Björt framtíð gagnrýndi frumvarpið harðlega og sagði Óttarr Proppé meðal annars að frumvarpið væri „óréttlátt“ og að auka þyrfti fjárveitingar til sjóðsins þar sem LÍN sé „ekki bara business„ heldur „fjárfesting fyrir samfélagið.“

„Thatcherismi í sínu versta formi“

Í leiðtogaumræðum fyrir alþingiskosningar 2016 sagði Óttarr Proppé „Við höfum ekki verið hrifin af þessu frumvarpi, þó svo að það sé góð hugmynd að fara yfir í styrki þá er ekki rétta leiðin til að gera það með því að taka annars staðar innan úr kerfinu og bæta engum fjármunum við.“ Óttarr sagði mikilvægt að íþyngja ekki endurgreiðslubyrgðina með því að auka vexti og minnka tekjutenginguna, „því það kemur niður á þeim sem eru lægra launaðir í framtíðinni með tekjumun, óútskýrðum [launamun] kynjanna þá bitnar það sérstaklega á konum og það er óréttlátt.“

Ef marka má fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, sem Óttarr er aðili að, verður LÍN-frumvarp lagt fyrir með einmitt því regluverki sem hann mælti gegn. Þar sem styrkur fyrir alla námsmenn verður fjármagnaður með því að íþyngja greiðslubyrði þeirra námsmanna sem þurfa á mestum fjárstuðning að halda til að sækja nám.

Guðmundur Steingrímsson, fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar, gagnrýndi frumvarpið í lok september: „Thatcherismi í sínu versta formi þar sem efnameira fólk er skammlaust hampað á kostnað efnaminni“ og „kristaltært dæmi um ótúlega vont pólitískt hjartalag.“

Efnaminni greiða styrk

Guðmundur sat í minnihluta allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis sem sendi frá nefndarálit og frávísunartillögu þar sem fullyrt var að frumvarpið stuðlaði að ójöfnuði. Þar var gagnrýnt að breytingarnar á námslánakerfinu myndu hygla efnameiri námsmenn á kostnað efnaminni sem ætti erfiðara fyrir að sækja nám, eða: „Með öðrum orðum mundi hærri vaxtaprósenta lána, samhliða námsstyrkjum til allra, valda því að efnaminni einstaklingar, sem þurfa að taka lán, mundu í reynd greiða fyrir styrki til efnameiri einstaklinga sem komast af án lána.“ Auk stjórnarandstöðunnar gangnrýndi fjöldi samtaka og fagaðila efnisatriði LÍN-frumvarpsins harðlega.

Minni áhersla á menntamál

Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, lýsti yfir miklum vonbrigðum yfir fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar næstu fimm árin. Hann segir fjárveitingar til háskólans of litlar og að áætlunin samræmast ekki þeim fyrirheitum sem gefin voru í kosningabaráttu stjórnmálamanna þar sem einhugur ríktu um að Ísland skyldi stefna að því að ná meðaltali OECD-ríkjanna hvað varðar fjárframlög á hvern háskólanema. „Miðað við þessa áætlun og óbreyttan nemendafjölda á háskólastiginu munum við seint ná OECD meðaltalinu – sem ætti að jafnaði ekki að vera mjög metnaðarfullt markmið – og hvað þá Norðurlandameðaltalinu. Eina leiðin til að ná þessum meðaltölum miðað við áætlunina væri mjög mikil fækkun nemenda á háskólastiginu á Íslandi,„ segir Jón Atli.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
2
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár