Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Landnámsmennirnir hefðu ekki fengið hæli á Íslandi

Ef hinir upp­haf­legu kelt­nesku íbú­ar lands­ins hefðu kom­ið sér upp út­lend­inga­stofn­un er ansi ólík­legt að hinir forn­frægu land­náms­menn Ís­lands hefðu feng­ið land­vist­ar­leyfi.

Landnámsmennirnir hefðu ekki fengið hæli á Íslandi
Straumur flóttafólks Á þessu póstkorti reyndi Samúel Eggertsson að teikna upp mynd af því hvaðan landnámsmennirnir komu og hvar þeir lentu. Mynd: Samúel Eggertsson

Á síðustu árum, vegna stríðsátaka í Afríku og Mið-Austurlöndum, hefur straumur flóttafólks og hælisleitenda frá þessum svæðum aukist gríðarlega. Þessir einstaklingar, sem flestir eru einfaldlega að flýja vargöld í leit að betra lífi á friðsælli stað, hafa víðast hvar fengið óblíðar móttökur. Hér á Íslandi sendum við til baka rúmlega 3 af hverjum 4 einstaklingum sem hér leita hælis.

Fyrstu norrænu landnámsmenn Íslands voru margir hverjir flóttamenn og hælisleitendur. Á landnámsöldinni, sem er sögð hefjast með landnámi Ingólfs Arnarssonar 870 eða 874, sigldu þúsundir manna frá nágrannalöndunum, einkum Noregi, til Íslands, í leit að nýju upphafi. Margir af fyrstu landnámsmönnunum voru einmitt að flýja fortíð sína, eftir að hafa lent upp á kant við valdhafa, og sáu fram á að hefja nýtt líf á nýjum stað.

Fornleifarannsóknir undanfarinna ára benda til þess að hér hafi verið mun blómlegri byggð en nokkrir Papar í sumarleyfi, sem Ari fróði lýsir í Landnámu. Segjum nú sem svo að keltunum, sem virðast hafa verið hér áður en norrænir menn hófu ferðir sínar til landsins, hefði tekist að koma sér upp útlendingastofnun og svipaðri útlendingalöggjöf og Íslendingar hafa starfað eftir síðustu áratugi. Hefðu þá hinir dáðu landnámsmenn fengið landvistarleyfi?

Ingólfur Arnarson

Í hugum flestra er Ingólfur Arnarson hetja. Hvernig getur annað verið? Þar sem hann hangir í atgeirnum sínum á Arnarhól, í stafni víkingaskips með bumbuna út í loftið. Horfir yfir öll hótelin þar sem einu sinni stóð borgin sem hann sáði fræinu að.

Þegar ferill Ingólfs er hinsvegar skoðaður kemur í ljós að þeim dýrðarljóma sem hann er baðaður er ef til vill ofaukið. Eins og margir hinna fyrstu Íslendinga voru hendur Ingólfs löðrandi í blóði þegar hann kom til landsins.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu