Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Kallaði ákvörðun borgarstjórnar „sögulegan sigur“ og varaði við þrýstingi Ísraela

Borg­ar­stjóri vill draga til baka sam­þykkt­ina um að Reykja­vík­ur­borg snið­gangi ísra­elsk­ar vör­ur. Om­ar Barg­houti, einn af stofn­end­um snið­göngu­hreyf­ing­ar­inn­ar, sagði ákvörð­un borg­ar­inn­ar sögu­legt for­dæmi sem Ísra­els­menn ættu eft­ir að berj­ast gegn með kjafti og klóm.

Kallaði ákvörðun borgarstjórnar „sögulegan sigur“ og varaði við þrýstingi Ísraela

„Ísrael, með sín gríðarlegu ítök í Washington og Brussel, mun eflaust draga fram öll sín skæðustu vopn og reyna að berja þetta fordæmi á bak aftur, þennan sögulega sigur fyrir sniðgönguhreyfinguna gegn hernámi Ísraela, landnámsstefnu og kynþáttaaðskilnaði.“

Þetta er haft eftir Omar Barghouti, baráttumanni fyrir réttindum Palestínumanna og einum af stofnendum BDS-sniðgönguhreyfingarinnar, í vefritinu Electronic Intifada. Barghouti sendir Íslendingum baráttukveðjur og segir að ekkert geti afturkallað „þann siðferðilega sigur“ sem unnist hafi með ákvörðun Reykjavíkurborgar. 

Björk Vilhelmsdóttir
Björk Vilhelmsdóttir

Barghouti lét ummælin falla á fimmtudag, en fyrr í vikunni hafði borgarstjórn Reykjavíkur samþykkt tillögu Bjarkar Vilhelmsdóttur, fráfarandi borgarfulltrúa þess efnis að Reykjavíkurborg sniðgangi í innkaupum sínum vörur frá Ísrael á meðan hernám Ísraelsríkis á landsvæði Palestínumanna varir. „Borgarstjórn samþykkir að fela skrifstofu borgarstjóra í samvinnu við innkaupadeild Reykjavíkurborgar að undirbúa og útfæra sniðgöngu Reykjavíkurborgar á ísraelskum vörum,“ segir í samþykkt borgarinnar. Er vísað til 5. gr. í innkaupastefnu Reykjavíkurborgar um að meðal annars skuli tekið tillit til mannréttindasjónarmiða í innkaupum. 

Í dag greindi RÚV frá því að Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, hefði ákveðið að draga tillögu Bjarkar til baka og leggja fram breytta tillögu þar sem skýrt kemur fram að borgin muni aðeins sniðganga ísraelskar vörur sem framleiddar eru á hernumdum svæðum.   

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Árásir á Gaza

Þrír feður. Gjörólíkur veruleiki
ÚttektÞau sem flúðu Gaza

Þrír feð­ur. Gjör­ólík­ur veru­leiki

Þrír feð­ur frá sama landi standa á Aust­ur­velli. Einn þeirra get­ur ómögu­lega hætt að brosa. Fjöl­skylda hans er kom­in hing­að til lands. Ann­ar er brúna­þung­ur og orð um hryll­ing­inn sem fjöl­skylda hans, sem enn er víðs fjarri, hef­ur geng­ið í gegn­um flæða úr munni hans. Sá þriðji virð­ist al­gjör­lega dof­inn en reyn­ir að tjá harm sinn. Öll hans fjöl­skylda er lát­in.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár