Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Kallaði ákvörðun borgarstjórnar „sögulegan sigur“ og varaði við þrýstingi Ísraela

Borg­ar­stjóri vill draga til baka sam­þykkt­ina um að Reykja­vík­ur­borg snið­gangi ísra­elsk­ar vör­ur. Om­ar Barg­houti, einn af stofn­end­um snið­göngu­hreyf­ing­ar­inn­ar, sagði ákvörð­un borg­ar­inn­ar sögu­legt for­dæmi sem Ísra­els­menn ættu eft­ir að berj­ast gegn með kjafti og klóm.

Kallaði ákvörðun borgarstjórnar „sögulegan sigur“ og varaði við þrýstingi Ísraela

„Ísrael, með sín gríðarlegu ítök í Washington og Brussel, mun eflaust draga fram öll sín skæðustu vopn og reyna að berja þetta fordæmi á bak aftur, þennan sögulega sigur fyrir sniðgönguhreyfinguna gegn hernámi Ísraela, landnámsstefnu og kynþáttaaðskilnaði.“

Þetta er haft eftir Omar Barghouti, baráttumanni fyrir réttindum Palestínumanna og einum af stofnendum BDS-sniðgönguhreyfingarinnar, í vefritinu Electronic Intifada. Barghouti sendir Íslendingum baráttukveðjur og segir að ekkert geti afturkallað „þann siðferðilega sigur“ sem unnist hafi með ákvörðun Reykjavíkurborgar. 

Björk Vilhelmsdóttir
Björk Vilhelmsdóttir

Barghouti lét ummælin falla á fimmtudag, en fyrr í vikunni hafði borgarstjórn Reykjavíkur samþykkt tillögu Bjarkar Vilhelmsdóttur, fráfarandi borgarfulltrúa þess efnis að Reykjavíkurborg sniðgangi í innkaupum sínum vörur frá Ísrael á meðan hernám Ísraelsríkis á landsvæði Palestínumanna varir. „Borgarstjórn samþykkir að fela skrifstofu borgarstjóra í samvinnu við innkaupadeild Reykjavíkurborgar að undirbúa og útfæra sniðgöngu Reykjavíkurborgar á ísraelskum vörum,“ segir í samþykkt borgarinnar. Er vísað til 5. gr. í innkaupastefnu Reykjavíkurborgar um að meðal annars skuli tekið tillit til mannréttindasjónarmiða í innkaupum. 

Í dag greindi RÚV frá því að Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, hefði ákveðið að draga tillögu Bjarkar til baka og leggja fram breytta tillögu þar sem skýrt kemur fram að borgin muni aðeins sniðganga ísraelskar vörur sem framleiddar eru á hernumdum svæðum.   

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Árásir á Gaza

„Ef við getum opnað fyrir mannúðaraðstoð getum við breytt stefnu sögunnar”
ErlentÁrásir á Gaza

„Ef við get­um opn­að fyr­ir mann­úð­ar­að­stoð get­um við breytt stefnu sög­unn­ar”

Samu­el Rostøl hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur og dýra­vernd­un­ar­sinni er í áhöfn Global Sumud Flotilla á leið til Gaza. Hann seg­ir áhafn­ar­með­limi hafa ákveð­ið að bregð­ast við hörm­ung­un­um á Gaza fyrst að rík­is­stjórn­ir geri það ekki. „Það er und­ir okk­ur kom­ið – mér og þér – að stoppa þetta,“ út­skýr­ir hann.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár