Kallaði ákvörðun borgarstjórnar „sögulegan sigur“ og varaði við þrýstingi Ísraela

Borg­ar­stjóri vill draga til baka sam­þykkt­ina um að Reykja­vík­ur­borg snið­gangi ísra­elsk­ar vör­ur. Om­ar Barg­houti, einn af stofn­end­um snið­göngu­hreyf­ing­ar­inn­ar, sagði ákvörð­un borg­ar­inn­ar sögu­legt for­dæmi sem Ísra­els­menn ættu eft­ir að berj­ast gegn með kjafti og klóm.

Kallaði ákvörðun borgarstjórnar „sögulegan sigur“ og varaði við þrýstingi Ísraela

„Ísrael, með sín gríðarlegu ítök í Washington og Brussel, mun eflaust draga fram öll sín skæðustu vopn og reyna að berja þetta fordæmi á bak aftur, þennan sögulega sigur fyrir sniðgönguhreyfinguna gegn hernámi Ísraela, landnámsstefnu og kynþáttaaðskilnaði.“

Þetta er haft eftir Omar Barghouti, baráttumanni fyrir réttindum Palestínumanna og einum af stofnendum BDS-sniðgönguhreyfingarinnar, í vefritinu Electronic Intifada. Barghouti sendir Íslendingum baráttukveðjur og segir að ekkert geti afturkallað „þann siðferðilega sigur“ sem unnist hafi með ákvörðun Reykjavíkurborgar. 

Björk Vilhelmsdóttir
Björk Vilhelmsdóttir

Barghouti lét ummælin falla á fimmtudag, en fyrr í vikunni hafði borgarstjórn Reykjavíkur samþykkt tillögu Bjarkar Vilhelmsdóttur, fráfarandi borgarfulltrúa þess efnis að Reykjavíkurborg sniðgangi í innkaupum sínum vörur frá Ísrael á meðan hernám Ísraelsríkis á landsvæði Palestínumanna varir. „Borgarstjórn samþykkir að fela skrifstofu borgarstjóra í samvinnu við innkaupadeild Reykjavíkurborgar að undirbúa og útfæra sniðgöngu Reykjavíkurborgar á ísraelskum vörum,“ segir í samþykkt borgarinnar. Er vísað til 5. gr. í innkaupastefnu Reykjavíkurborgar um að meðal annars skuli tekið tillit til mannréttindasjónarmiða í innkaupum. 

Í dag greindi RÚV frá því að Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, hefði ákveðið að draga tillögu Bjarkar til baka og leggja fram breytta tillögu þar sem skýrt kemur fram að borgin muni aðeins sniðganga ísraelskar vörur sem framleiddar eru á hernumdum svæðum.   

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Árásir á Gaza

„Ef við getum opnað fyrir mannúðaraðstoð getum við breytt stefnu sögunnar”
ErlentÁrásir á Gaza

„Ef við get­um opn­að fyr­ir mann­úð­ar­að­stoð get­um við breytt stefnu sög­unn­ar”

Samu­el Rostøl hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur og dýra­vernd­un­ar­sinni er í áhöfn Global Sumud Flotilla á leið til Gaza. Hann seg­ir áhafn­ar­með­limi hafa ákveð­ið að bregð­ast við hörm­ung­un­um á Gaza fyrst að rík­is­stjórn­ir geri það ekki. „Það er und­ir okk­ur kom­ið – mér og þér – að stoppa þetta,“ út­skýr­ir hann.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár