Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

„Hver skilur eða pælir í þessum fáránlega háfleygu orðum á þingi? And who really cares?“

Fyrr­um vara­þing­kona og stjórn­ar­formað­ur Bjartr­ar fram­tíð­ar kem­ur Björt Ólafs­dótt­ur til varn­ar á þeim for­send­um að fólk skilji hvort eð er ekki né „pæli í“ því sem sagt er á Al­þingi. Björt sagði þing­inu ósatt um ráð­staf­an­ir rík­is­stjórn­ar­inn­ar til að fylgja stjórn­arsátt­mál­an­um eft­ir.

„Hver skilur eða pælir í þessum fáránlega háfleygu orðum á þingi? And who really cares?“

Brynhildur S. Björnsdóttir, stjórnarmaður í Bjartri framtíð, stjórnarformaður flokksins á árunum 2015 og 2016 og fyrrverandi varaþingkona, telur að umræðan um rangar upplýsingar sem Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra gaf Alþingi þann 9. febrúar sé stormur í vatnsglasi. 

„Þetta er mesta 'much ado about nothing' sem ég hef séð lengi. Póteitó-pótató. Hver skilur eða pælir í þessum fáránlega háfleygu orðum á þingi? And who really cares?“ skrifar Brynhildur á Facebook. Sjálf hefur hún haldið á fjórða tug ræðna á Alþingi sem varaþingkona.

Eins og Stundin greindi frá í gærmorgun sagði Björt Ólafsdóttir ósatt í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi þegar hún fullyrti að nefnd um veitingu ívilnana hefði fengið tilmæli um að leggja aukna áherslu á tiltekin atriði sem kveðið er á um í lögum um ívilnanir til nýfjárfestinga. Lýsti hún sérstaklega þeim tilmælum sem nefndin átti að hafa fengið.

„Nefndin hefur ekki fengið slík tilmæli,“ segir í svari atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins við fyrirspurn Stundarinnar þar sem óskað var eftir upplýsingum um tilmælin. Björt hefur hæðst að og gagnrýnt fréttaflutninginn um málið og ekki beðist afsökunar á ósannindunum en sagst þurfa að vanda sig betur og orða hlutina á „meira lögfræðimáli“ í framtíðinni.

Brynhildur, áhrifakona í Bjartri framtíð, tjáir sig um málið á Facebook-síðu Kolbeins Óttarssonar Proppé, þingmanns Vinstri grænna og vekur athygli á viðbrögðum Bjartar við fréttaflutningnum sem hún telur að skýri málið. Hún furðar sig á því að Kolbeini finnist ummæli Bjartar, sem ekki reyndust sönn, alvarleg.

„Er merkingin og ásetningurinn ekki aðalatriðið? Faktið er þetta: Við erum loksins komin með umhverfisráðherra sem ætlar að lyfta grettistaki í umhverfismálum. Og því ættu menn að fagna eða ræða (eða finna að). Sérstaklega glænýir þingmenn sem eru (vonandi) ekki mótaðir af þeirri ömurlegu þinghefð að finna sér allt til foráttu sem aðrir þingmenn/ráðherrar segja eða gera í öðrum flokkum. Og draga athyglina frá aðalatriðunum. Please strákar,“ skrifar Brynhildur. 

Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar, gerir einnig lítið úr máli Bjartar í umræðunum og segir það snúast um „núansa á orðanotkun í óundirbúinni fyrirspurn“. Björt framtíð hefur deilt málsvörn Bjartar á Facebook. Oddný G. Harðardóttir, þingkona Samfylkingarinnar sem var fyrirspyrjandinn þegar Björt fór með rangt mál, hefur jafnframt lagt orð í belg og sagst ekki vilja láta plata sig.

Sem kunnugt er hefur Björt framtíð lagt mikla áherslu á að bæta vinnubrögð og verkferla, starfa af fagmennsku, efla umræðuhefðina, dýpka samtalið í pólitíkinni, auka traust til Alþingis og beita sér gegn fúski í stjórnmálum. „Handarbaksvinnubrögð og fúsk eiga ekki rétt á sér. Það þarf að vanda sig,“ sagði Óttarr Proppé, formaður flokksins í eldhúsdagsumræðum á Alþingi þann 26. september síðastliðinn.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár