Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

„Hver skilur eða pælir í þessum fáránlega háfleygu orðum á þingi? And who really cares?“

Fyrr­um vara­þing­kona og stjórn­ar­formað­ur Bjartr­ar fram­tíð­ar kem­ur Björt Ólafs­dótt­ur til varn­ar á þeim for­send­um að fólk skilji hvort eð er ekki né „pæli í“ því sem sagt er á Al­þingi. Björt sagði þing­inu ósatt um ráð­staf­an­ir rík­is­stjórn­ar­inn­ar til að fylgja stjórn­arsátt­mál­an­um eft­ir.

„Hver skilur eða pælir í þessum fáránlega háfleygu orðum á þingi? And who really cares?“

Brynhildur S. Björnsdóttir, stjórnarmaður í Bjartri framtíð, stjórnarformaður flokksins á árunum 2015 og 2016 og fyrrverandi varaþingkona, telur að umræðan um rangar upplýsingar sem Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra gaf Alþingi þann 9. febrúar sé stormur í vatnsglasi. 

„Þetta er mesta 'much ado about nothing' sem ég hef séð lengi. Póteitó-pótató. Hver skilur eða pælir í þessum fáránlega háfleygu orðum á þingi? And who really cares?“ skrifar Brynhildur á Facebook. Sjálf hefur hún haldið á fjórða tug ræðna á Alþingi sem varaþingkona.

Eins og Stundin greindi frá í gærmorgun sagði Björt Ólafsdóttir ósatt í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi þegar hún fullyrti að nefnd um veitingu ívilnana hefði fengið tilmæli um að leggja aukna áherslu á tiltekin atriði sem kveðið er á um í lögum um ívilnanir til nýfjárfestinga. Lýsti hún sérstaklega þeim tilmælum sem nefndin átti að hafa fengið.

„Nefndin hefur ekki fengið slík tilmæli,“ segir í svari atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins við fyrirspurn Stundarinnar þar sem óskað var eftir upplýsingum um tilmælin. Björt hefur hæðst að og gagnrýnt fréttaflutninginn um málið og ekki beðist afsökunar á ósannindunum en sagst þurfa að vanda sig betur og orða hlutina á „meira lögfræðimáli“ í framtíðinni.

Brynhildur, áhrifakona í Bjartri framtíð, tjáir sig um málið á Facebook-síðu Kolbeins Óttarssonar Proppé, þingmanns Vinstri grænna og vekur athygli á viðbrögðum Bjartar við fréttaflutningnum sem hún telur að skýri málið. Hún furðar sig á því að Kolbeini finnist ummæli Bjartar, sem ekki reyndust sönn, alvarleg.

„Er merkingin og ásetningurinn ekki aðalatriðið? Faktið er þetta: Við erum loksins komin með umhverfisráðherra sem ætlar að lyfta grettistaki í umhverfismálum. Og því ættu menn að fagna eða ræða (eða finna að). Sérstaklega glænýir þingmenn sem eru (vonandi) ekki mótaðir af þeirri ömurlegu þinghefð að finna sér allt til foráttu sem aðrir þingmenn/ráðherrar segja eða gera í öðrum flokkum. Og draga athyglina frá aðalatriðunum. Please strákar,“ skrifar Brynhildur. 

Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar, gerir einnig lítið úr máli Bjartar í umræðunum og segir það snúast um „núansa á orðanotkun í óundirbúinni fyrirspurn“. Björt framtíð hefur deilt málsvörn Bjartar á Facebook. Oddný G. Harðardóttir, þingkona Samfylkingarinnar sem var fyrirspyrjandinn þegar Björt fór með rangt mál, hefur jafnframt lagt orð í belg og sagst ekki vilja láta plata sig.

Sem kunnugt er hefur Björt framtíð lagt mikla áherslu á að bæta vinnubrögð og verkferla, starfa af fagmennsku, efla umræðuhefðina, dýpka samtalið í pólitíkinni, auka traust til Alþingis og beita sér gegn fúski í stjórnmálum. „Handarbaksvinnubrögð og fúsk eiga ekki rétt á sér. Það þarf að vanda sig,“ sagði Óttarr Proppé, formaður flokksins í eldhúsdagsumræðum á Alþingi þann 26. september síðastliðinn.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Umfjöllun um fimm prósenta mörkin hafi verið meðal þess sem skaðaði VG
3
Fréttir

Um­fjöll­un um fimm pró­senta mörk­in hafi ver­ið með­al þess sem skað­aði VG

Formað­ur Vinstri grænna boð­ar í ára­móta­kveðju sinni að hreyf­ing­in muni veita nýrri rík­is­stjórn að­hald ut­an Al­þing­is og styrkja tengsl sín við lands­menn á kom­andi ári. Hún reif­ar ýms­ar ástæð­ur fyr­ir löku gengi Vinstri grænna í kosn­ing­un­um og með­al ann­ars áherslu á fimm pró­senta mörk­in í um­fjöll­un um skoð­anakann­an­ir. Flokk­ur­inn hafi ít­rek­að ver­ið reikn­að­ur út af þingi.
Erlendur annáll: Kosningar og ófriður lituðu árið
6
ErlentUppgjör ársins 2024

Er­lend­ur ann­áll: Kosn­ing­ar og ófrið­ur lit­uðu ár­ið

Pia Hans­son, for­stöðu­mað­ur Al­þjóða­mála­stofn­un­ar Há­skóla Ís­lands, seg­ir að ár­ið 2024 hafi ver­ið óvenju við­burð­ar­ríkt ár. Ár­ið ein­kennd­ist af kosn­ing­um þar sem sitj­andi vald­höf­um var refs­að og blóð­ug­um stríðs­átök­um sem stig­mögn­uð­ust á ár­inu. Pia seg­ist mið­að við það sem und­an hef­ur geng­ið í heims­mál­un­um fari hún því mið­ur ekki full bjart­sýni inn í nýja ár­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár