Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Horft til forsetans vegna dómaramáls – Telja atkvæðagreiðsluna stangast á við lög

Pírat­ar von­ast til þess að for­seti Ís­lands neiti að skrifa und­ir til­lögu dóms­mála­ráð­herra um skip­un dóm­ara í nýj­an Lands­rétt sem Al­þingi sam­þykkti í gær.

Horft til forsetans vegna dómaramáls – Telja atkvæðagreiðsluna stangast á við lög

Píratar vonast til þess að forseti Íslands neiti að skrifa undir tillögu dómsmálaráðherra um skipun dómara í nýjan Landsrétt sem Alþingi samþykkti í gær. Þannig megi gefa þinginu lengri tíma til að fjalla um skipun dómaranna, en tillaga dómsmálaráðherra var keyrð í gegnum þingið í miklum ágreiningi á tveimur dögum og samþykkt með 31 atkvæði í gærkvöldi, þ.e. með stuðningi minnihluta þingmanna.

Tillaga Sigríðar Andersen um skipan dómara fól í sér að fjórum umsækjendum, sem nefnd um dómnefnd hafði metið í hópi 15 hæfustu umsækjenda, var skipt út fyrir aðra fjóra umsækjendur sem allir eru starfandi héraðsdómarar. Bent hefur verið á að karlmaður sem lenti í 30. sæti á lista dómnefndarinnar var færður upp fyrir fimm konur sem metnar höfðu verið hæfari en hann auk þess sem eiginkona Brynjars Níelssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins og formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, var skipuð dómari þótt hún hefði ekki verið meðal 15 hæfustu umsækjendanna að mati dómnefndar. Þá hlaut umsækjandi með mikla dómarareynslu ekki náð fyrir augum ráðherra þrátt fyrir að hafa verið metinn í hópi hæfustu umsækjenda. 

Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, bendir á það á Facebook í dag að Alþingi kaus kaus um dómara í Landsrétt í heilu lagi en ekki um hvern fyrir sig eins og lög gera ráð fyrir.

Í lögum um dómstóla segir orðrétt: Þegar ráðherra gerir tillögu um skipun í embætti dómara við Landsrétt í fyrsta sinn skal hann leggja tillögu sína um hverja skipun fyrir Alþingi til samþykktar. Samþykki Alþingi tillögur ráðherra skal hann senda þær forseta Íslands sem skipar í embættin, sbr. 21. gr. 

Jón Þór segist hafa haft samband við Guðna Th. Jóhannesson forseta í dag til að ræða við hann um málið. „Forseti Íslands verður að vera viss um þetta áður en hann skrifar undir. Forseti Íslands er síðasti öryggisventillinn í þessu máli. Hann getur neitað að skrifa undir og þá þarf þingið að vinna málið aftur. Er búinn að hringja í GuðniTh Jóhannesson og var sagt að hann hringi síðar í dag,“ skrifar Jón Þór á Facebook. 

Björn Leví Gunnarsson, flokksfélagi Jóns Þórs, er sama sinnis hvað varðar framkvæmd atkvæðagreiðslunnar. „Sem betur fer klúðraði sjálfstæðisflokkurinn kosningunni, fór ekki eftir lögum. Því ætti ekki að vera búið að kjósa dómara enn. Það er enn tækifæri til þess að bjarga þessu,“ skrifar hann. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár