Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Fulltrúi Framsóknar vill senda alla múslima úr landi

„Ís­lend­ing­um er illa við múslima,“ seg­ir full­trúi Fram­sókn­ar og flug­vall­ar­vina í hverf­is­ráði Breið­holts.

Fulltrúi Framsóknar vill senda alla múslima úr landi
Framsókn og flugvallarvinir Borgarfulltrúarnir Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir og Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir hafa þurft að svara fyrir yfirlýsingar um múslima. Með þeim á myndinni er frambjóðandinn Gréta Björg Egilsdóttir. Mynd: Framsókn

„Allir múslimar eiga að vera sendir til síns heima til Sádí Arabíu,“ segir Rafn Einarsson, fulltrúi Framsóknarflokksins og flugvallarvina í hverfisráði Breiðholts, á Facebook. 

Ummælin eru eitt fjölmargra tilfella þar sem Rafn hefur tjáð sig opinberlega um múslima, en hann segir meðal annars um þá: „Engum af þeim virðist vera treystandi, þeir eru til alls vísir.“

Yfir 2.100 innflytjendur af erlendum uppruna eru í Efra-Breiðholti einu og sér. Rafn hefur meðal annars verið í framboði fyrir Framsóknarflokkinn til Alþingiskosninga, en í dag gegnir hann stöðu áheyrnarfulltrúa í hverfisráði Breiðholts fyrir hönd Framsóknarflokksins.

Meðal ummæla sem Rafn hefur látið falla um múslima eru að „múslimar vilja alla homma feiga“, að þeir ættu allir að vera sendir úr landi, að allir frá múslimaríkjum séu nauðgarar og ofbeldishneigðir og að Íslendingum sé illa við múslima.

Uppfært: Samkvæmt fréttatilkynningu frá Framsókn og flugvallarvinum hefur Rafn vikið sæti í hverfisráði Breiðholts vegna málsins og sagt sig frá trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi flokksins, tekur sæti hans í staðinn. 

Tekur undir orð oddvitans

Rafn hefur meðal annars tekið undir orð Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, sem sagði fyrir borgarstjórnarkosningarnar 2014 að hún vildi ekki veita Félagi múslima lóð undir mosku. 

„Á meðan við erum með þjóðkirkju eigum við ekki að úthluta lóðum undir hús eins og moskur eða kirkjur fyrir grísku réttrúnaðarkirkjuna,“ sagði hún í viðtali við Vísi.is og tók fram: „Ég hef búið í um eitt ár í Sádí Arabíu og byggi þessa skoðun mína ekki á fordómum, heldur reynslu.“

Sveinbjörg sagði í Kasljósi Sjónvarpsins 30. mars síðastliðinn að hún hefði talað gegn stefnu flokksins. „Þetta var vanhugsað. Stundum gera stjórnmálamenn hluti sem eru vanhugsaðir og ég gerði það þarna.“

Flokkur Framsóknar og flugvallarvina mældist með lítið fylgi í skoðanakönnun fyrir borgarstjórnarkosningarnar í fyrra, en fylgið jókst verulega við umræðu um að banna byggingu mosku.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Moskumálið

Talsmenn óttans
RannsóknMoskumálið

Tals­menn ótt­ans

Þjóð­ern­is­hyggja hef­ur alltaf ein­kennt ís­lensk stjórn­mál en á síð­ustu ár­um hef­ur það færst í auk­ana að stjórn­mála­menn nota þjóð­ern­ispo­púl­isma, and­úð á út­lend­ing­um og hræðslu­áróð­ur til þess að auka fylgi sitt. Flokk­ur sem el­ur á tor­tryggni í garð múslima sæk­ir ört í sig veðr­ið og mæl­ist nú með tveggja pró­senta fylgi, en þarf fimm til þess að koma manni á þing.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
2
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
3
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár