Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Framsóknarmenn fagna brotthvarfi Breta úr Evrópusambandinu

Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son kveið evr­ópu­sam­starf­inu sex­tán ára gam­all. Gunn­ar Bragi fagn­ar ákvörð­un Breta og seg­ir í glettni að Ís­land sé best í heimi þrátt fyr­ir að standa ut­an Evr­ópu­sam­bands­ins. Frosti Sig­ur­jóns­son ósk­ar Bret­um til ham­ingju.

Framsóknarmenn fagna brotthvarfi Breta úr Evrópusambandinu

Nokkrir þingmenn Framsóknarflokksins hafa lýst yfir ánægju með niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem fram fór í Bretlandi í gær. Sem kunnugt er báru andstæðingar Evrópusambandsaðildar sigurorð af Evrópusinnum, en kosningabarátta útgöngusinna var að miklu leyti knúin áfram af þjóðernishyggju og áróðri gegn innflytjendum. Álitsgjafar og stjórnmálamenn víða um heim hafa spáð því að úrsögn Breta úr Evrópusambandinu verði vatn á myllu þjóðernispopúlískra fylkinga og auki á sundrungu í Evrópu þegar þörfin á samvinnu sé meiri en nokkru sinni fyrr.

Andstæðingar Evrópusambandsaðildar í Bretlandi hafa undanfarna mánuði gert lítið úr aðvörunarorðum sérfræðinga, greiningaraðila og alþjóðastofnana, svo sem Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og OECD, og kallað boðskap þeirra „Project Fear“. Sams konar orðræða hefur látið á sér kræla á Íslandi í dag. Þannig segir til dæmis Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og fyrrverandi utanríkisráðherra, í viðtali við fréttastofu RÚV: „Breska þjóðin hefur látið hræðsluáróður sem vind um eyru þjóta líkt og Íslendingar í Icesave hér um árið.“ Aðspurður hvort að hann hafi áhyggjur af framhaldinu segir Gunnar Bragi: „Nei, nei. Ísland er utan Evrópusambandsins og besta þjóð í heimi í dag, best í fótbolta og allt. Engar áhyggjur.“

Óskar Bretum til hamingju

Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, óskar breskum félögum sínum til hamingju á Facebook og telur ákvörðun Breta einkennast af hugrekki. Íslendingar hafi notið góðs af sjálfstæði allt frá 1944 og það sama verði vonandi uppi á teningnum hjá Bretlandi í framtíðinni. Nú sé forgangsmál fyrir Ísland og önnur ríki að semja um fríverslun við frjálst og sjálfstætt Bretland. 

Vigdís Hauksdóttir, flokkssystir Frosta og formaður fjárlaganefndar, tjáir sig einnig um úrsögn Breta úr Evrópusambandinu á samfélagsmiðlum og segir „heiminn vestan megin“ hafa breyst síðustu nótt. „Fólk talaði með atkvæði sínu,“ skrifar Vigdís og lætur broskall fylgja. Að sama skapi er Elín Hirst, þingkona Sjálfstæðisflokksins, jákvæð. „Mikil söguleg tíðindi gerast í Bretlandi, meirihluti landsmanna 52 prósent vilja yfirgefa Evrópusambandið. Enginn veit í raun hvað þetta þýðir á þessari stundið, en fólkið í landið hefur kveðið upp sinn dóm, það er hlusta á eigin rödd en ekki helstu ráðamanna innlendra og erlendra. Ég fagna þessari niðurstöðu og tel hann sigur fyrir lýðræðið,“ skrifar hún. 

Kveið fyrir sextán ára

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, segist hafa haft áhyggjur af þróun Evrópusamvinnunnar í áratugi, frá því hann var unglingur. „Frá því að ég hóf að fylgjast með stjórnmálum hef ég haft áhyggjur af Evrópusambandinu (áður Evrópubandalaginu), eðli þess og þróun. Ég kveið árinu 1992 vegna þess að það ár stóð til að undirrita Maastricht-sáttmálann. Það gekk eftir og grunnur var lagður að evrunni og annarri samrunaþróun sem að mínu mati var og er hættuleg,“ skrifar hann á Facebook. 

Sigmundur er fæddur árið 1975 og virðist því strax hafa verið orðinn uggandi vegna gjaldeyrissamstarfs Evrópubandalagsríkja sem 16 ára unglingur. Maastricht-sáttmálinn fól meðal annars í sér tímaáætlun um innleiðingu evrunnar og yfirlýsingu um samvinnu í utanríkis- og öryggismálum.

 „Ég minnist þess enn þegar ég vakti nokkrar nætur árið 1994 til að fylgjast með niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild í Finnlandi, Svíþjóð, Noregi og Austurríki. Aðeins Noregur felldi aðild. Mestar áhyggjur hef ég þó haft af veru Bretlands í Evrópusambandinu. Bretland hefur aldrei passað í ESB (og þrátt fyrir allt er ég mikill Bretlandsvinur),“ skrifar Sigmundur og bætir við: „Það skiptir alla miklu máli að það gangi vel að vinda ofan af áformum um aukið yfirþjóðlegt vald og samruna Evrópusambandsins en að um leið takist að standa vörð um samvinnu Evrópulanda. Þar getur Ísland gegnt mikilvægu hlutverki. Við bárum gæfu til að hverfa frá áformum um að ganga í ESB. Nú ættum við að hafa forgöngu um að nálgast Bretland fyrir okkar hönd og EFTA og sýna strax að vilji okkar standi til að viðhalda góðu samstarfi og byggja til framtíðar á góðri samvinnu og viðskiptum sjálfstæðra ríkja.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþjóðamál

Þunna línan á milli þjóðernisstolts og oflátungsháttar
GreiningUppgjörið við uppgjörið

Þunna lín­an á milli þjóð­ern­is­stolts og of­látungs­hátt­ar

InD­efence-hóp­ur­inn svo­kall­aði beitti þjóð­ern­is­legri orð­ræðu í áróð­urs­stríði við Breta, að mati Markús­ar Þór­halls­son­ar sagn­fræð­ings. Sótt var í 20. ald­ar sögu­skoð­un um gull­öld og nið­ur­læg­ing­ar­tíma­bil Ís­lend­inga­sög­unn­ar. 83 þús­und manns skrif­uðu und­ir „Iceland­ers are not terr­orists“-und­ir­skriftal­ist­ann og hóp­ur­inn or­sak­aði fyrstu þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu lýð­veld­is­tím­ans.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Þakklátur fyrir að vera á lífi
5
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
6
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár