Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Framsóknarflokkurinn stendur illa fjárhagslega - fékk rúmar tíu milljónir í styrki

Þrátt fyr­ir að hafa skil­að hagn­aði upp á tæp­ar tutt­ugu millj­ón­ir króna á síð­asta ári þá er eig­ið fé Fram­sókn­ar­flokks­ins nei­kvætt um rúm­ar 45 millj­ón­ir króna. Yf­ir þrjá­tíu fyr­ir­tæki styrktu Fram­sókn­ar­flokk­inn, þar á með­al bank­inn Kvika sem teng­ist flokkn­um sterk­um bönd­um.

Framsóknarflokkurinn stendur illa fjárhagslega - fékk rúmar tíu milljónir í styrki
Frá þingflokksfundi Framsóknarflokksins Mynd: Heiða Helgadóttir

Framsóknarflokkurinn skuldaði rúmar 225 milljónir í lok árs 2015 en átti aðeins eignir upp á tæpar 180 milljónir. Eigið fé flokksins var því neikvætt um rúmar 45 milljónir króna í lok árs.

Af þeim þremur flokkum sem Stundin hefur nú þegar fjallað um í dag er Framsóknarflokkurinn sá eini með neikvætt eigið fé. Fjárhagsstaða flokksins hefur þó batnað frá árinu 2014 en þá var eigið fé flokksins neikvætt um rúmar 59 milljónir króna.

Þrjátíu og átta fyrirtæki styrktu Framsóknarflokkinn á síðasta ári fyrir samtals 10,8 milljónir króna. Nærri helmingur þeirrar upphæðar, tæpar fjórar og hálf milljón króna, kom frá fyrirtækjum sem starfa í sjávarútvegi. Þá má einnig sjá á lista yfir styrkveitendur Framsóknarflokksins að hann nýtur stuðnings eiganda Subway á Íslandi, Skúla Gunnars Sigfússonar. Skúli Gunnar styrkti flokkinn í gegnum félagið sitt Sólstjarnan ehf. en félagið er innflutnings- og dreifingarfyrirtæki fyrir meðal annars Subway. Upphæðin nam 400 þúsund krónum en það er hæsta upphæð sem stjórnmálaflokkar mega þiggja frá einkafyrirtækjum.

Eitt þeirra fyrirtækja sem einnig styrkti Framsóknarflokkinn fyrir 400 þúsund krónur, hæstu leyfilegu upphæð, er bankinn Kvika, sameinaður banki MP banka og Straums fjárfestingabanka. Tengsl bankans við Framsóknarflokkinn hafa áður ratað í fjölmiðla en forstjóri bankans er mágur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Þá er faðir Sigmundar Davíðs hluthafi í bankanum og einn helsti efnahagsráðgjafi flokksins, Sigurður Hannesson, er starfsmaður Kviku.

Hér fyrir neðan má sjá þau fyrirtæki sem styrktu Framsóknarflokkinn en útdrátturinn í heild sinni má finna hér.

Framlög lögaðila:

  • Austfar ehf 50.000
  • Bláa Lónið hf 200.000
  • Borgun hf 250.000
  • Byggingaf. Gylfa og Gunnars hf 100.000
  • Fiskvinnslan Drangur ehf 50.000
  • Gjögur hf 400.000
  • Góa-Linda ehf 200.000
  • H.F. Verðbréf hf 50.000
  • Hampiðjan hf 200.000
  • HB Grandi hf 400.000
  • Hraðfrystihúsið-Gunnvör hf 400.000
  • Hvalur h.f 400.000
  • Icelandair Group hf 300.000
  • Icelandic Water Holdings hf 400.000
  • Ísfélag Vestmannaeyja hf 400.000
  • Íslenska útflutningsmiðstöðin 200.000
  • Kaupfélag Skagfirðinga 400.000
  • KFC ehf 200.000
  • Kvika banki hf 400.000
  • Lyfja hf 100.000
  • Lýsi hf 400.000
  • N1 h.f 300.000
  • Norræna ferðaskrifstofan ehf 50.000
  • Samherji Ísland ehf 400.000
  • Samskip 400.000
  • Skinney-Þinganes hf 400.000
  • Sólstjarnan ehf 400.000
  • Stekkeyri ehf 200.000
  • Strokkur Energy ehf 200.000
  • Tryggingamiðstöðin 390.000
  • Ursus ehf 400.000
  • Vélsmiðja Hjalta Einarssonar 400.000
  • Vinnslustöðin hf 400.000
  • Víðir ehf 100.000
  • Vísir hf 400.000
  • Þingvangur ehf 400.000
  • Þorbjörn hf 400.000
  • Ögurvík hf 100.000

Samtals lögaðilar            10.840.000

Framlög sveitarfélaga:

  • Reykjavíkurborg 2.748.000
  • Kópavogur 754.248
  • Hafnarfjörður 284.750
  • Akranes 144.400
  • Fjallabyggð 57.850
  • Akureyri 288.235
  • Norðurþing 108.339
  • Reykjanesbær 313.598
  • Grindavíkurbær 140.977
  • Árborg 150.000
  • Ísafjörður 124.480
  • F A-Skaftfellinga 283.575
  • Garðabær og Álftanes 231.301
  • Sandgerðisbær  66.100

Samtals sveitarfélög             5.695.853

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
4
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár