Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Framsóknarflokkurinn stendur illa fjárhagslega - fékk rúmar tíu milljónir í styrki

Þrátt fyr­ir að hafa skil­að hagn­aði upp á tæp­ar tutt­ugu millj­ón­ir króna á síð­asta ári þá er eig­ið fé Fram­sókn­ar­flokks­ins nei­kvætt um rúm­ar 45 millj­ón­ir króna. Yf­ir þrjá­tíu fyr­ir­tæki styrktu Fram­sókn­ar­flokk­inn, þar á með­al bank­inn Kvika sem teng­ist flokkn­um sterk­um bönd­um.

Framsóknarflokkurinn stendur illa fjárhagslega - fékk rúmar tíu milljónir í styrki
Frá þingflokksfundi Framsóknarflokksins Mynd: Heiða Helgadóttir

Framsóknarflokkurinn skuldaði rúmar 225 milljónir í lok árs 2015 en átti aðeins eignir upp á tæpar 180 milljónir. Eigið fé flokksins var því neikvætt um rúmar 45 milljónir króna í lok árs.

Af þeim þremur flokkum sem Stundin hefur nú þegar fjallað um í dag er Framsóknarflokkurinn sá eini með neikvætt eigið fé. Fjárhagsstaða flokksins hefur þó batnað frá árinu 2014 en þá var eigið fé flokksins neikvætt um rúmar 59 milljónir króna.

Þrjátíu og átta fyrirtæki styrktu Framsóknarflokkinn á síðasta ári fyrir samtals 10,8 milljónir króna. Nærri helmingur þeirrar upphæðar, tæpar fjórar og hálf milljón króna, kom frá fyrirtækjum sem starfa í sjávarútvegi. Þá má einnig sjá á lista yfir styrkveitendur Framsóknarflokksins að hann nýtur stuðnings eiganda Subway á Íslandi, Skúla Gunnars Sigfússonar. Skúli Gunnar styrkti flokkinn í gegnum félagið sitt Sólstjarnan ehf. en félagið er innflutnings- og dreifingarfyrirtæki fyrir meðal annars Subway. Upphæðin nam 400 þúsund krónum en það er hæsta upphæð sem stjórnmálaflokkar mega þiggja frá einkafyrirtækjum.

Eitt þeirra fyrirtækja sem einnig styrkti Framsóknarflokkinn fyrir 400 þúsund krónur, hæstu leyfilegu upphæð, er bankinn Kvika, sameinaður banki MP banka og Straums fjárfestingabanka. Tengsl bankans við Framsóknarflokkinn hafa áður ratað í fjölmiðla en forstjóri bankans er mágur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Þá er faðir Sigmundar Davíðs hluthafi í bankanum og einn helsti efnahagsráðgjafi flokksins, Sigurður Hannesson, er starfsmaður Kviku.

Hér fyrir neðan má sjá þau fyrirtæki sem styrktu Framsóknarflokkinn en útdrátturinn í heild sinni má finna hér.

Framlög lögaðila:

  • Austfar ehf 50.000
  • Bláa Lónið hf 200.000
  • Borgun hf 250.000
  • Byggingaf. Gylfa og Gunnars hf 100.000
  • Fiskvinnslan Drangur ehf 50.000
  • Gjögur hf 400.000
  • Góa-Linda ehf 200.000
  • H.F. Verðbréf hf 50.000
  • Hampiðjan hf 200.000
  • HB Grandi hf 400.000
  • Hraðfrystihúsið-Gunnvör hf 400.000
  • Hvalur h.f 400.000
  • Icelandair Group hf 300.000
  • Icelandic Water Holdings hf 400.000
  • Ísfélag Vestmannaeyja hf 400.000
  • Íslenska útflutningsmiðstöðin 200.000
  • Kaupfélag Skagfirðinga 400.000
  • KFC ehf 200.000
  • Kvika banki hf 400.000
  • Lyfja hf 100.000
  • Lýsi hf 400.000
  • N1 h.f 300.000
  • Norræna ferðaskrifstofan ehf 50.000
  • Samherji Ísland ehf 400.000
  • Samskip 400.000
  • Skinney-Þinganes hf 400.000
  • Sólstjarnan ehf 400.000
  • Stekkeyri ehf 200.000
  • Strokkur Energy ehf 200.000
  • Tryggingamiðstöðin 390.000
  • Ursus ehf 400.000
  • Vélsmiðja Hjalta Einarssonar 400.000
  • Vinnslustöðin hf 400.000
  • Víðir ehf 100.000
  • Vísir hf 400.000
  • Þingvangur ehf 400.000
  • Þorbjörn hf 400.000
  • Ögurvík hf 100.000

Samtals lögaðilar            10.840.000

Framlög sveitarfélaga:

  • Reykjavíkurborg 2.748.000
  • Kópavogur 754.248
  • Hafnarfjörður 284.750
  • Akranes 144.400
  • Fjallabyggð 57.850
  • Akureyri 288.235
  • Norðurþing 108.339
  • Reykjanesbær 313.598
  • Grindavíkurbær 140.977
  • Árborg 150.000
  • Ísafjörður 124.480
  • F A-Skaftfellinga 283.575
  • Garðabær og Álftanes 231.301
  • Sandgerðisbær  66.100

Samtals sveitarfélög             5.695.853

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár