Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Forstjóri Barnaverndarstofu hafði samband við norsku barnaverndina

Nú eru 36 dag­ar þar til lög­regl­an fjar­læg­ir hinn fimm ára gamla Eyj­ólf af heim­ili ömmu sinn­ar og móð­ur í Reykja­vík. Bragi Guð­brands­son, for­stjóri Barna­vernd­ar­stofu, hef­ur bland­að sér í mál­ið og vill að dreng­ur­inn fá lausn sinna mála hér á landi.

Forstjóri Barnaverndarstofu hafði samband við norsku barnaverndina
Bragi blandar sér í málið Hann segir Barnaverndarstofu stíga inn í málið vegna faglegra sjónarmiða sem snúa að velferð drengsins.

Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, hafði á dögunum samband við forsvarsmenn norsku barnaverndarinnar í Kristiansand í Noregi. Ástæðan var fimm ára íslenskur drengur sem norska barnaverndin vill fá í sína vörslu.

Móðir drengsins og amma, sem hefur hugsað um hann nánast frá fæðingu, hafa reynt að spyrna við fótum en töpuðu nú síðast í héraðsdómi fyrir norsku barnaverndinni. Málinu var áfrýjað til Hæstaréttar en þrátt fyrir það hefur fjölskylda Eyjólfs aðeins 36 daga áður en hún þarf að afhenda hann íslenskum yfirvöldum sem munu fylgja honum til Noregs.

„Við erum ekki að blanda okkur í þetta mál á einhverjum tilfinningalegum nótum heldur erum við aðeins að hugsa um velferð barnsins“

Þar verður Eyjólfur vistaður í þrettán ár, til átján ára aldurs, hjá ókunnugri fjölskyldu og eini aðstandandinn sem fær að hitta hann er móðir hans, Christina Elva. Hún mun þó aðeins fá að hitta hann tvisvar á ári og í tvo klukkutíma í senn undir stífu eftirliti norsku barnaverndarinnar.

Vilja finna lausnina hér á landi

Barnaverndarstofa er nú komin í samband við barnaverndaryfirvöld þar ytra vegna þessa máls. „Já, ég get staðfest að ég hef rætt við barnaverndina í Kristiansand um mál þessa drengs en ég get því miður ekki tjáð mig um það frekar,“ sagði Bragi þegar blaðamaður Stundarinnar hafði samband í dag.

En geturu staðfest að þessar viðræður gangi út á að finna lausn á málefnum drengsins hér á Íslandi en ekki Noregi?

„Já, ég get staðfest það. Við erum ekki að blanda okkur í þetta mál á einhverjum tilfinningalegum nótum heldur erum við aðeins að hugsa um velferð barnsins. Þetta er allt á mjög viðkvæmu stigi en þetta samtal er samt komið í gang. Það get ég staðfest.“

Ætla má af orðum Braga að Barnaverndarstofa telji hagsmunum drengsins best borgið hér á landi en ekki í Noregi, þangað sem til stendur að senda hann.

Barnarán í skjóli Haag-samningsins

Stundin hefur fjallað ítarlega um málið frá því amma drengsins, Helena Brynjólfsdóttir, steig fram og sagðist hafa rænt barnabarni sínu til þess að bjarga því eftir að hún flúði frá Noregi til Íslands í byrjun júní. Barnaverndin í Kristiansand, þar sem Helena bjó ásamt dætrum sínum, krafðist þess að drengnum yrði komið upp í flugvél aftur til Noregs svo hægt væri að koma honum fyrir hjá fósturforeldrum. Helena neitaði að afhenda drenginn þegar innanríkisráðuneytið hafði samband við hana þannig að ráðuneytið aðstoðaði norsku barnaverndina við að finna lögmann til þess að berjast fyrir afhendingu drengsins fyrir íslenskum dómstólum með fyrrgreindum afleiðingum.

„Ég gæti verið ákærð fyrir barnsrán en mér líður samt eins og það sé verið að ræna barninu af mér“

Áður hafði norska barnaverndin synjað öllum beiðnum frá fjölskyldumeðlimum, bæði í móður- og föðurætt drengsins, um að fá að fóstra Eyjólf í stað þess að honum yrði komið fyrir hjá ókunnugu fólki í Noregi. Eyjólfur fæddist á Íslandi og er íslenskur ríkisborgari en bjó í Noregi á árunum 2013 til 2016. Þar sem Eyjólfur var skráður til heimilis í Noregi þegar Helena flúði með hann til Íslands gildir Haag-samningurinn um málið, sem kveður á um málið sé rekið í því landi þar sem barnið er búsett fyrir brottnámið. Þannig dæmdi dómari við héraðsdóm Reykjavíkur norsku barnaverndinni í hag. Lögfróðir menn sem Stundin hefur rætt við hafa hinsvegar bent á að markmið og tilgangur Haag-samningsins hafi verið að vernda annað foreldrið ef hitt skyldi flýja land og þau væru frá sitthvoru landinu. Í þessu máli hinsvegar er Haag-samningurinn notaður til þess að berjast fyrir stofnun sem, samkvæmt heimildum Stundarinnar, fær töluvert fjármagn frá hinu opinbera þegar barn er fjarlægt af heimili sínu og komið í fóstur.

„Ég gæti verið ákærð fyrir barnsrán en mér líður samt eins og það sé verið að ræna barninu af mér,“ sagði Helena þegar dómur var nýfallinn í héraði.

Norska barnaverndin svarar engu

Þá hefur Stundin einnig heimildir fyrir því að norskir fósturforeldrar séu ekki beint hlunnfarnir þegar þeir taka við börnum. Þvert á móti þá séu töluverðir fjármunir í boði með börnum sem norska barnaverndin vill finna ný heimili fyrir.

Stundin hefur ítrekað sent norskum barnaverndaryfirvöldum fyrirspurnir vegna málsins en þeim hefur ekki verið svarað. Þá hefur Stundin einnig ítrekað reynt að ná tali af innanríkisráðherra, bæði Ólöfu Nordal sem nú er í veikindafríi og Bjarna Benediktssyni sem leysir hana af á meðan, en án árangurs. Nú síðast benti innanríkisráðueytið einfaldlega á upplýsingar á vefsíðu ráðuneytisins þar sem fjallað er um Haag-samninginn.

Svo virðist sem ráðuneytið ætli að þegja þunnu hljóði í þessu máli þrátt fyrir að hafa með beinum hætti blandað sér í önnur forsjármál líkt og Stundin hefur fjallað um. Í tvígang hefur embættið, svo vitað sé, blandað sér inn í forsjármál á milli landa. Þannig styrktu þáverandi innanríkisráðherrar, Ögmundur Jónasson og Hanna Birna Kristjánsdóttir, þriggja barna íslenska móður sem flúði með börn sín til Íslands frá Danmörku, í gegnum Noreg.

Fjármögnuðu flóttaflugvél

Málin eru keimlík en þó ekki – Helena flúði með fimm ára gamalt barnabarn sitt til þess að komast undan norsku barnaverndinni en hin þriggja barna íslenska móðir, Hjördís Svan Aðalheiðardóttir, var að flýja danskan föður barnanna. Þá kom einnig í ljós að hluti styrkjanna frá ráðuneytinu í ráðherratíð Hönnu Birnu var notaður til að fjármagna leigu á flugvél sem flutti mæðgurnar frá Noregi til Íslands. Í dag er hins vegar enga aðstoð að fá fyrir Helenu, Eyjólf og Elvu Christinu, móður hans. Ekki einu sinni svar við þeirri spurningu hvort innanríkisráðuneytið sé yfirhöfuð að skoða málið.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Barnavernd í Noregi

Helena reynir að bjarga húsinu: Eyjólfur fær að alast upp á Íslandi
FréttirBarnavernd í Noregi

Helena reyn­ir að bjarga hús­inu: Eyj­ólf­ur fær að al­ast upp á Ís­landi

Á með­an Helena Brynj­ólfs­dótt­ir reyn­ir að bjarga hús­inu sínu í Nor­egi þá eru norsk og ís­lensk yf­ir­völd að klára sam­komu­lag land­anna á milli varð­andi fram­tíð Eyj­ólfs Krist­ins. Elva Christ­ina hef­ur fyr­ir­gert rétti sín­um í Nor­egi með því skil­yrði að hann fái að al­ast upp á Ís­landi. Norsk barna­vernd­ar­yf­ir­völd vilja að hon­um sé kom­ið í fóst­ur ut­an fjöl­skyld­unn­ar.
Meira en tífalt líklegra að barn sé tekið af íslensku foreldri í Noregi en á Íslandi
FréttirBarnavernd í Noregi

Meira en tí­falt lík­legra að barn sé tek­ið af ís­lensku for­eldri í Nor­egi en á Ís­landi

Norska barna­vernd­in hef­ur tek­ið 11 ís­lensk börn á að­eins tveim­ur ár­um í Nor­egi og kom­ið fyr­ir í var­an­legu fóstri. „For­eldr­ar geta áfrýj­að ár hvert en á hinn bóg­inn er sjald­gæft að slík­ar áfrýj­an­ir séu tekn­ar til skoð­un­ar,“ seg­ir einn æðsti yf­ir­mað­ur norsku barna­vernd­ar­inn­ar.
Norska barnaverndin setur skilyrði: Eyjólfur fær nýja fjölskyldu fyrir jól
FréttirBarnavernd í Noregi

Norska barna­vernd­in set­ur skil­yrði: Eyj­ólf­ur fær nýja fjöl­skyldu fyr­ir jól

Móð­ir og fað­ir Eyj­ólfs þurfa að fyr­ir­gera rétti sín­um til þess að sækja mál gegn norsku barna­vernd­inni ef stofn­un­in á að taka það til greina að vista son þeirra á Ís­landi. Ef þau gera það ekki verð­ur Eyj­ólf­ur flutt­ur með valdi til Nor­egs í byrj­un des­em­ber, þar sem bú­ið er að finna hon­um fjöl­skyldu.

Mest lesið

Vona sonarins vegna að gripið verði í taumana
4
ViðtalLoftslagsvá

Vona son­ar­ins vegna að grip­ið verði í taum­ana

„Hvað verð­ur hans gat á óson­lag­inu?“ spyrja ný­bök­uðu for­eldr­arn­ir Hjör­dís Sveins­dótt­ir og Árni Freyr Helga­son sig, horf­andi á þriggja mán­aða gaml­an son­inn, Matth­ías. Það er kyn­slóð son­ar­ins og þær sem á eft­ir hon­um koma sem munu þurfa að tak­ast á við heit­ari heim, öfg­ar í veðri og veð­ur­far hér­lend­is sem verð­ur gjör­ólíkt því sem hef­ur ver­ið frá land­námi.
Stefán Ólafsson
6
Aðsent

Stefán Ólafsson

Af­koma heim­ila: Ís­land í al­þjóð­leg­um sam­an­burði

Af­koma heim­ila launa­fólks er verri á Ís­landi en al­mennt er á hinum Norð­ur­lönd­un­um. Stefán Ólafs­son seg­ir að þeg­ar harðn­ar á daln­um í efna­hags­líf­inu þyng­ist byrð­ar heim­il­anna jafn­framt mun meira hér á landi. Þannig átti mun hærra hlut­fall heim­ila í erf­ið­leik­um við að ná end­um sam­an hér en var hjá frænd­þjóð­un­um á ár­inu 2023.
Illugi Jökulsson
7
Pistill

Illugi Jökulsson

Sigr­aði VG Sjálf­stæð­is­flokk­inn? Nei, all­ir töp­uðu og Yas­an líka

Hinni ótrú­legu at­burða­rás gær­kvölds­ins — þeg­ar lög­reglu­menn mættu á sjúkra­hús til þess að vísa úr landi 11 göml­um fötl­uð­um og veik­um dreng og fluttu hann með valdi suð­ur á Kefla­vík­ur­flug­völl — henni lauk sem bet­ur fer með því að hætt var við allt sam­an. Mað­ur get­ur haft ýms­ar skoð­an­ir á mál­efn­um út­lend­inga og hæl­is­leit­enda en brott­vís­un Yas­ans litla — og...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ríkið lagði beingreiðslur beint inn á KS
2
Viðskipti

Rík­ið lagði bein­greiðsl­ur beint inn á KS

Þrátt fyr­ir að lög hafi í tæp þrjá­tíu ár kveð­ið skýrt á um að bein­greiðsl­ur til bænda skuli ein­ung­is greidd­ar bænd­um var það fyrst fyr­ir ári sem rík­ið hætti að leggja þær inn á þriðja að­ila. Kaup­fé­lag Skag­firð­inga fékk í mörg­um til­fell­um slík­ar greiðsl­ur lagð­ar inn á sinn reikn­ing. KS lán­aði bónda á fimmta tug millj­óna króna fyr­ir kvóta­kaup­um í fyrra, vaxta­laust og óverð­tryggt.
Ragnhildur Helgadóttir
4
Pistill

Ragnhildur Helgadóttir

„Þú átt ekki að vera hér“

Ragn­hild­ur Helga­dótt­ir, blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar, var mætt á Al­þingi í dag til að fylgj­ast með þing­setn­ing­unni, af­ar há­tíð­leg­um at­burði þar sem marg­ar og strang­ar regl­ur gilda, eins og raun­ar al­mennt í þing­hús­inu. Þing­mað­ur Við­reisn­ar vatt sér að Ragn­hildi og sagði að hún minnti á mann­fræð­ing þarna með stíla­bók­ina sína, en það var al­deil­is nóg sem hægt var að punkta nið­ur. Golli nýtti hins veg­ar mynda­vél­ina sína til að fanga stemn­ing­una.
„Hann vildi ekki fá þjónustu frá mér vegna þess að ég væri útlendingur“
6
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Hann vildi ekki fá þjón­ustu frá mér vegna þess að ég væri út­lend­ing­ur“

Wend­ill Viejo, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur á Land­spít­ala, seg­ir að gera megi bet­ur í því að taka á for­dóm­um gegn er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki. Wend­ill fór í ís­lensku­nám um leið og hann kom til lands­ins og fann sjálf­ur fyr­ir meiri for­dóm­um þeg­ar hann tal­aði minni ís­lensku. Hann starfar nú með fólki á erf­ið­ustu augna­blik­um lífs­ins á gjör­gæslu­deild Land­spít­ala.

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár