Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Vinur hælisleitandans: „Ég held að hann hafi ekki vitað að hann væri með HIV“

Gæslu­varð­halds­úrskurð­ur yf­ir veik­um hæl­is­leit­anda verð­ur kærð­ur til Hæsta­rétt­ar.

Vinur hælisleitandans: „Ég held að hann hafi ekki vitað að hann væri með HIV“

„Hann er náungi sem er alltaf glaður og nær vel til allra. Ég trúi því ekki að hann hafi vitað að hann væri með sjúkdóminn,“ segir vinur og fyrrum meðleigjandi hælisleitandans sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald í gær vegna gruns um að hann hefði smitað konur af HIV. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú málið í samstarfi við sóttvarnarlækni. Stundin ræddi við manninn sem bjó með hælisleitandanum í Reykjavík en báðir eru þeir á þrítugsaldri.  

„Við borðuðum saman og reyktum sígarettur saman, spjölluðum um daginn og veginn, og hann er alltaf glaður og hamingjusamur. Við vinir hans erum furðu lostnir, ég er svo hissa, ég held að hann hafi ekki vitað að hann væri með HIV,“ segir vinurinn í samtali við Stundina. Maðurinn sem situr nú í gæsluvarðhaldi kom til Íslands frá meginlandi Evrópu í ágúst í fyrra og sótti um hæli. Eftir því sem Stundin kemst næst fara hælisleitendur venjulega ekki í læknisskoðun fyrr en eftir að ákvörðun hefur verið tekin um veitingu dvalarleyfis. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

HIV-smit

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár