Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Druslustimplun og rasismi blossa upp eftir handtöku hælisleitanda

Frétt­ir af hand­töku HIV-smit­aðs hæl­is­leit­anda frá Níg­er­íu rata á er­lend­ar spjallsíð­ur. Gúst­af Ní­els­son sagn­fræð­ing­ur seg­ir hæl­is­leit­and­ann vera „ást­mög­ur kven­þjóð­ar­inn­ar“.

Druslustimplun og rasismi blossa upp eftir handtöku hælisleitanda

Fréttir af handtöku nígerísks hælisleitanda, sem grunaður er um að hafa smitað konur af HIV, hafa vakið upp rasíska umræðu og gildisdóma um lauslæti kvenna, svokallaða druslustimplun eða drusluskömmun.

Fréttirnar hafa meðal annars ratað á erlendar rasistasíður. Maðurinn var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í síðustu viku, en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar málið í samstarfi við sóttvarnarlækni.

Miklar umræður eiga sér nú stað á rasískum undirsíðum vinsælustu spjallþráðasíðum heims, 4chan og Reddit, vegna málsins. Um er ræða undirsíðuna /pol/ á 4chan annars vegar og hins vegar European á Reddit. Í báðum tilvikum er vísað á frétt Iceland Review frá 23. júlí síðastliðnum.

Hælisleitandi
Hælisleitandi Nígeríumaðurinn var fluttur fyrir dómara síðastliðinn fimmtudag.
 

„Kvenfrelsi að mega girða niðrum sig“

Ummæli sem hafa fallið á Facebook-síðu Gústafs Níelssonar sagnfræðings hafa ennfremur vakið talsverða athygli. „Fósturlandsins Freyja lætur ekki að sér hæða. Auðvitað er það partur af nútíma kvenfrelsi að mega girða niðrum sig fyrir gesti og gangandi standi þannig á, jafnvel þótt afleiðing háttseminnar kunni að verða nokkuð útlátasöm fyrir fjársvelt heilbrigðiskerfi landans. Heilbrigðisyfirvöldin leita nú logandi ljósi að tugum kvenna, sem hafa af greiðvikni sinni látið undan ákafa Nígeríumannsins og sínum eigin augnablikslosta, í því skyni að koma í veg fyrir alvarlegan smitfaraldur.

„Mér líkar yfirleitt vel við svertingja og tel mig engan rasista.“

Ég tek eftir því að enginn stjórnmálamaður hefur árætt að tjá sig um málið nú, og ég spái því að þeir muni heldur ekki þora að gera það yfirleitt; enginn þeirra. Skipuleggjendur „Druslugöngunnar“, sem svo er nefnd, og stendur fyrir dyrum, ættu auðvitað að bjóða Nígeríumanninum góða að ganga í stafni, enda nauðgaði hann engri; fremur að hann væri sem eins konar ástmögur kvenþjóðarinnar.“

Rasismi og druslustimplun

Fjölmargir hafa skrifað athugasemdir við færslu Gústafs. Rúna Hjaltested Guðmundsdóttir spyr hvað málið muni kosta íslenska ríkið og hví maðurinn hafi ekki verið sendur úr landi.

Vilhjálmur Eyþórsson, sem vakti athygli á dögunum þegar hann líkti Besta flokknum við fasistahreyfingar 20. aldar, segir það konunum sjálfum að kenna að hafi þær smitast af HIV. „Mér líkar yfirleitt vel við svertingja og tel mig engan rasista. Þrátt fyrir það, svo ég tali beint úr pokanum, finnst mér fátt ógeðslegra en hvít stelpa sem leggst undir einn þeirra. Ég veit vel að „fjölmenningarsinnar“ munu froðufella í heilagri vandlætingu þegar þeir sjá þetta, en sorrý, mér finnst þetta bara,“ skrifar Vilhjálmur.

Bloggari
Bloggari Vilhjálmur Eyþórsson lýsir óánægju sinni með að hvít kona eigi í kynlífssambandi við þeldökkan mann.
 

Ragnar Önundarson, fyrrum formannsframbjóðandi Sjálfstæðisflokksins, spyr í þræðinum hvort konurnar hafi ekki heyrt um smokkinn. „Hin afríska sveðja lostans lætur slíkt tal sem vind um eyrun þjóta,“ svarar Gúsaf.

Byggt á rangfærslu

Erlendu rasistarnir hneykslast einna mest á því að hælisleitandinn hafi haft mök við tuttugu íslenskar konur á einu ári. Margir rasistarnir telja íslenskar konur lauslátar og segja það þeim sjálfum að kenna fái þær HIV.

Sú rangfærsla að hælisleitandinn hafi smitað tuttugu konur virðist vera byggð á sænskri frétt um málið á vefnum Islandsbloggen, sem er auk fréttar Iceland Review deilt á umræddum síðum. Rangfærslan virðist eiga rót í orðalagi í frétt Morgunblaðsins þar sem sagt er að samkvæmt heimildum blaðsins „hafa tvær kon­ur greinst með HIV og á ann­an tug kvenna farið í grein­ingu.“

„Vonandi hefur þessi frétt þau áhrif að Íslendingar hafi ekki mök við aðra en Vesturlandabúa“

Í efstu athugasemd á þræðinum á European, undirsíðu Reddit, spyr notandi hvernig maður hafi náð að hafa mök við fleiri en tuttugu íslenskar konur á innan við ári. Annar notandi svarar og telur rótina liggja í kynfrelsi Íslendinga. „Þeir eru hispurslausari hvað kynlíf varðar en flest önnur lönd. Þegar það voru eingöngu Íslendingar, með fáeinum innflytjendum frá svipuðum menningarsvæðum, þá var hispursleysi í góðu lagi – Íslendingar eru ein glaðasta þjóð í heimi. Ég vona að Ísland, með einstakri menningu og fólki, verði ekki eyðilagt af innflytjendum líkt og Svíþjóð og Bretland. Vonandi hefur þessi frétt þau áhrif að Íslendingar hafi ekki mök við aðra en Vesturlandabúa,“ skrifar notandi Reddit.

Birta myndir af Íslandi

4chan þráðurinn um fréttina er nokkuð langur og eru þar birtar myndir af þjóðþekktum Íslendingum, svo sem Margréti Gnarr, Björk og Þórgný Thoroddsen, varaborgarfulltrúa Pírata í Reykjavík. Þráðinn má finna hér. Einn notandi birtir mynd af Þórgný þar sem hann er að prjóna og skrifar: „Íslenskir menn eru að mestu leyti ekki karlmannlegir. Þeir eru ekki víkingar, þeir eru femínistar sem leyfa konum að ráðskast með sig.“

Skjáskot af 4chan
Skjáskot af 4chan
 

Einn notandi á 4chan segist hafa heimsótt Ísland fyrir þremur vikum og birtir myndir innan Kaffibarsins og á Lækjartorgi. Hann segist hafa séð menn, dökka á hörund, með ljóshærðum stúlkum. 

Á /pol/ undirsíðunni á 4chan eru notendur merktir með fána eftir því hvaða landi þeir koma. Ljóst er að í það minnsta einn Íslendingur skrifar athugasemdir við þráðinn. Einn deilir frétt  Vísis um málið og hvetur notendur til að skrifa þar athugasemdir. Annar notandi sem merktur er með íslenskum fána kvartar sáran í sama þræðu undan ferðamönnum og tortímingu þeirra á íslenskri náttúru.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

HIV-smit

Mest lesið

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
1
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Baráttan fyrir því „dýrmætasta og fallegasta“
3
Viðtal

Bar­átt­an fyr­ir því „dýr­mæt­asta og fal­leg­asta“

Bar­átta fyr­ir vernd­un út­sýn­is­ins úr Laug­ar­nesi yf­ir í Við­ey hef­ur leitt sam­an þær Þuríði Sig­urð­ar­dótt­ur og Stein­unni Jó­hann­es­dótt­ur sem telja okk­ur sem nú lif­um ekki hafa leyfi til þess að eyði­leggja þá fögru sjónása sem Reyk­vík­ing­ar hafa getað not­ið um ald­ir. „Þetta er lít­ill blett­ur sem við þurf­um að slást um al­gjör­lega upp á líf og dauða,“ seg­ir Stein­unn.
Ekki hægt að friðlýsa útsýnið
4
Úttekt

Ekki hægt að frið­lýsa út­sýn­ið

All­víða á höf­uð­borg­ar­svæð­inu stend­ur venju­legt fólk í slag um út­sýni til hafs, fjalla og eyja. Einn slík­ur slag­ur varð­ar Laug­ar­nes­ið, sem Minja­stofn­un hef­ur vilj­að frið­lýsa, reynd­ar í óþökk Reykja­vík­ur­borg­ar. Jarð­efni sem fært var úr grunni nýs Land­spít­ala mynd­ar nú land­fyll­ingu sem senn verð­ur enn stærri. Út­sýni til Við­eyj­ar gæti tap­ast, óháð öll­um frið­lýs­ingaráform­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.
Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
6
Nærmynd

Læknamis­tök og hand­leggs­brot hafa mark­að ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
3
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
4
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár