Ekki er einsdæmi að krafist sé gæsluvarðhalds yfir smitbera HIV. Kröfu sóttvarnalæknis um tímabundna frelsissviptingu íslenskrar konu sem bar veiruna var synjað í Héraðsdómi Reykjavíkur árið 2007.
Nígerískur hælisleitandi sem grunaður er um að hafa smitað konur af HIV var hins vegar úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í síðustu viku. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar málið í samstarfi við sóttvarnarlækni.
Á fimmtudag barst fjölmiðlum fréttatilkynning frá lögreglu þar sem fram kom að til rannsóknar væri mál þar sem „karlmaður af erlendum uppruna“ væri grunaður um að hafa smitað ungar konur af alvarlegum smitsjúkdómi.
Athugasemdir