Veikum hælisleitanda, sem grunaður er um að hafa vísvitandi smitað íslenskar konur af HIV-veirunni, var sleppt úr gæsluvarðhaldi í gærkvöldi. Hann hefur setið í einangrun á Litla-hrauni í tæplega mánuð og haldið fram sakleysi sínu frá fyrsta degi.
„Hann hafði ekki hugmynd um að hann væri sýktur af HIV fyrr en hann fékk símtal frá íslenskum lækni og mætti í blóðprufu,“ segir Þuríður B. Sigurjónsdóttir, lögmaður mannsins, í samtali við Stundina. Hún segir hælisleitandann hafa sætt harkalegri meðferð, enda sé ekkert smámál fyrir veikan mann að vera vistaður í einangrun í mánuð.
Maðurinn kom til Íslands frá meginlandi Evrópu í ágúst í fyrra og sótti um hæli
Athugasemdir