Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Dæmdur í nálgunarbann eftir að hafa sett sig í samband við konuna sem kærði hann vegna HIV-smits

„Hæ you should know why I am call­ing before dropp­ing the call,“ sagði mað­ur­inn í sms-i til kon­unn­ar. Hvers kyns sam­skipti eru til þess fall­in að raska friði henn­ar að mati Hæsta­rétt­ar.

Dæmdur í nálgunarbann eftir að hafa sett sig í samband við konuna sem kærði hann vegna HIV-smits

Hælisleitandanum, sem grunaður er um að hafa vísvitandi smitað konur af HIV-veirunni, var gert að sæta nálgunarbanni í sex mánuði eftir að hann reyndi að eiga í samskiptum við konu sem kærði hann fyrir ólögmæta meingerð í sinn garð með því að hafa smitað hana af sjúkdómnum. 

Hæstiréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis þann 11. nóvember í fyrra en ekki hefur áður verið fjallað um málið í fjölmiðlum.

Hælisleitandinn var fyrst úrskurðaður í gæsluvarðhald og einangrunarvist þann 23. júlí 2015. Þann 19. ágúst var hann svo úrskurðaður í farbann og farbannið framlengt með dómsúrskurði 16. september. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ákvað þann 4. nóvember 2015 að manninum yrði gert að sæta nálgunarbanni í 6 mánuði „þannig að lagt sé bann við því að hann veiti A, kt. [...], eftirför, hringi í hana, sendi henni smáskilaboð í gegnum síma eða internet eða setji sig í samband við hana með öðrum hætti, þar með talið í gegnum aðra aðila eða með aðgangi annarra aðila að samfélagsmiðlum og heimasíðum“. Ákvörðun lögreglustjóra var staðfest með úrskurði Héraðsdóms þann 9. nóvember og í Hæstarétti tveimur dögum síðar.

„Til þess fallið að raska friði hennar“

Í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur um nálgunarbannið kemur fram að samkvæmt upplýsingum frá lögreglu liggi hælisleitandinn undir sterkum grun um að hafa í lok september 2015 sent konunni, sem kærði hann vegna HIV-smitsins, skilaboð og vinabeiðni á Facebook undir nýju nafni.

Þriðjudaginn þar á eftir hafi verið ósvarað símtal á síma konunnar úr númeri sem hún hafi ekki kannast við. Föstudaginn þar á eftir hafi aftur verið hringt til hennar úr sama númeri, hún hafi svarað og heyrt strax í manninum. Hún hafi ekki talað við hann og skellt fljótlega á. Maðurinn hafi hringt aftur í hana, hún ekki svarað en en fengið smáskilaboð frá honum þar sem stóð: „hæ you should know why I am calling before dropping the call“.

Í kjölfarið talaði réttargæslumaður konunnar við verjanda hælisleitandans sem kom því áleiðis til hans að hún vildi ekki að hann setti sig í samband við konuna. Engu að síður hafi maðurinn aftur haft samband við hana þriðjudaginn 27. október en hún ekki svarað símanum. 

„Lögreglustjóri byggi ákvörðun sína um nálgunarbann á því að varnaraðili sé nú sterklega grunaður um að vera að setja sig í samband við A með margvíslegum hætti sem sé til þess fallið að raska friði hennar verulega. Varnaraðila megi vera ljóst að A vilji ekki að hann setji sig í samband við hana enda sýnt að hann reyni að fá samband við hana með brögðum, svo sem með því að skipta um nafn á facebook og með því að skipta um símanúmer í þeirri von að hún svari honum,“ segir í úrskurðinum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

HIV-smit

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár