Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Dæmdur í nálgunarbann eftir að hafa sett sig í samband við konuna sem kærði hann vegna HIV-smits

„Hæ you should know why I am call­ing before dropp­ing the call,“ sagði mað­ur­inn í sms-i til kon­unn­ar. Hvers kyns sam­skipti eru til þess fall­in að raska friði henn­ar að mati Hæsta­rétt­ar.

Dæmdur í nálgunarbann eftir að hafa sett sig í samband við konuna sem kærði hann vegna HIV-smits

Hælisleitandanum, sem grunaður er um að hafa vísvitandi smitað konur af HIV-veirunni, var gert að sæta nálgunarbanni í sex mánuði eftir að hann reyndi að eiga í samskiptum við konu sem kærði hann fyrir ólögmæta meingerð í sinn garð með því að hafa smitað hana af sjúkdómnum. 

Hæstiréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis þann 11. nóvember í fyrra en ekki hefur áður verið fjallað um málið í fjölmiðlum.

Hælisleitandinn var fyrst úrskurðaður í gæsluvarðhald og einangrunarvist þann 23. júlí 2015. Þann 19. ágúst var hann svo úrskurðaður í farbann og farbannið framlengt með dómsúrskurði 16. september. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ákvað þann 4. nóvember 2015 að manninum yrði gert að sæta nálgunarbanni í 6 mánuði „þannig að lagt sé bann við því að hann veiti A, kt. [...], eftirför, hringi í hana, sendi henni smáskilaboð í gegnum síma eða internet eða setji sig í samband við hana með öðrum hætti, þar með talið í gegnum aðra aðila eða með aðgangi annarra aðila að samfélagsmiðlum og heimasíðum“. Ákvörðun lögreglustjóra var staðfest með úrskurði Héraðsdóms þann 9. nóvember og í Hæstarétti tveimur dögum síðar.

„Til þess fallið að raska friði hennar“

Í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur um nálgunarbannið kemur fram að samkvæmt upplýsingum frá lögreglu liggi hælisleitandinn undir sterkum grun um að hafa í lok september 2015 sent konunni, sem kærði hann vegna HIV-smitsins, skilaboð og vinabeiðni á Facebook undir nýju nafni.

Þriðjudaginn þar á eftir hafi verið ósvarað símtal á síma konunnar úr númeri sem hún hafi ekki kannast við. Föstudaginn þar á eftir hafi aftur verið hringt til hennar úr sama númeri, hún hafi svarað og heyrt strax í manninum. Hún hafi ekki talað við hann og skellt fljótlega á. Maðurinn hafi hringt aftur í hana, hún ekki svarað en en fengið smáskilaboð frá honum þar sem stóð: „hæ you should know why I am calling before dropping the call“.

Í kjölfarið talaði réttargæslumaður konunnar við verjanda hælisleitandans sem kom því áleiðis til hans að hún vildi ekki að hann setti sig í samband við konuna. Engu að síður hafi maðurinn aftur haft samband við hana þriðjudaginn 27. október en hún ekki svarað símanum. 

„Lögreglustjóri byggi ákvörðun sína um nálgunarbann á því að varnaraðili sé nú sterklega grunaður um að vera að setja sig í samband við A með margvíslegum hætti sem sé til þess fallið að raska friði hennar verulega. Varnaraðila megi vera ljóst að A vilji ekki að hann setji sig í samband við hana enda sýnt að hann reyni að fá samband við hana með brögðum, svo sem með því að skipta um nafn á facebook og með því að skipta um símanúmer í þeirri von að hún svari honum,“ segir í úrskurðinum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

HIV-smit

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár