Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Dæmdur í nálgunarbann eftir að hafa sett sig í samband við konuna sem kærði hann vegna HIV-smits

„Hæ you should know why I am call­ing before dropp­ing the call,“ sagði mað­ur­inn í sms-i til kon­unn­ar. Hvers kyns sam­skipti eru til þess fall­in að raska friði henn­ar að mati Hæsta­rétt­ar.

Dæmdur í nálgunarbann eftir að hafa sett sig í samband við konuna sem kærði hann vegna HIV-smits

Hælisleitandanum, sem grunaður er um að hafa vísvitandi smitað konur af HIV-veirunni, var gert að sæta nálgunarbanni í sex mánuði eftir að hann reyndi að eiga í samskiptum við konu sem kærði hann fyrir ólögmæta meingerð í sinn garð með því að hafa smitað hana af sjúkdómnum. 

Hæstiréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis þann 11. nóvember í fyrra en ekki hefur áður verið fjallað um málið í fjölmiðlum.

Hælisleitandinn var fyrst úrskurðaður í gæsluvarðhald og einangrunarvist þann 23. júlí 2015. Þann 19. ágúst var hann svo úrskurðaður í farbann og farbannið framlengt með dómsúrskurði 16. september. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ákvað þann 4. nóvember 2015 að manninum yrði gert að sæta nálgunarbanni í 6 mánuði „þannig að lagt sé bann við því að hann veiti A, kt. [...], eftirför, hringi í hana, sendi henni smáskilaboð í gegnum síma eða internet eða setji sig í samband við hana með öðrum hætti, þar með talið í gegnum aðra aðila eða með aðgangi annarra aðila að samfélagsmiðlum og heimasíðum“. Ákvörðun lögreglustjóra var staðfest með úrskurði Héraðsdóms þann 9. nóvember og í Hæstarétti tveimur dögum síðar.

„Til þess fallið að raska friði hennar“

Í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur um nálgunarbannið kemur fram að samkvæmt upplýsingum frá lögreglu liggi hælisleitandinn undir sterkum grun um að hafa í lok september 2015 sent konunni, sem kærði hann vegna HIV-smitsins, skilaboð og vinabeiðni á Facebook undir nýju nafni.

Þriðjudaginn þar á eftir hafi verið ósvarað símtal á síma konunnar úr númeri sem hún hafi ekki kannast við. Föstudaginn þar á eftir hafi aftur verið hringt til hennar úr sama númeri, hún hafi svarað og heyrt strax í manninum. Hún hafi ekki talað við hann og skellt fljótlega á. Maðurinn hafi hringt aftur í hana, hún ekki svarað en en fengið smáskilaboð frá honum þar sem stóð: „hæ you should know why I am calling before dropping the call“.

Í kjölfarið talaði réttargæslumaður konunnar við verjanda hælisleitandans sem kom því áleiðis til hans að hún vildi ekki að hann setti sig í samband við konuna. Engu að síður hafi maðurinn aftur haft samband við hana þriðjudaginn 27. október en hún ekki svarað símanum. 

„Lögreglustjóri byggi ákvörðun sína um nálgunarbann á því að varnaraðili sé nú sterklega grunaður um að vera að setja sig í samband við A með margvíslegum hætti sem sé til þess fallið að raska friði hennar verulega. Varnaraðila megi vera ljóst að A vilji ekki að hann setji sig í samband við hana enda sýnt að hann reyni að fá samband við hana með brögðum, svo sem með því að skipta um nafn á facebook og með því að skipta um símanúmer í þeirri von að hún svari honum,“ segir í úrskurðinum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

HIV-smit

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár