Björgólfur Thor á stórhýsi á svæði háskólans í gegnum Lúxemborg
Ekki liggur endanlega fyrir hvaða starfsemi verður í Grósku hugmyndahúsi annað en að tölvuleikjafyrirtækið CCP verður þar til húsa. Byggingin er í eigu félaga Björgólfs Thors Björgólfssonar og viðskiptafélaga hans sem eru í Lúxemborg. Vísindagarðar Háskóla Íslands eiga lóðina en ráða engu um hvað verður í húsinu.
FréttirAuðmenn
Ratcliffe skoðar kaup á Manchester United
Breski auðmaðurinn James Ratcliffe sem á fjölda jarða og vatnsréttindi á Norðausturlandi á fyrir knattspyrnufélag í Sviss og hefur einnig reynt að kaupa Chelsea.
Fréttir
Júlíus Vífill sekur um peningaþvætti
Dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa þvættað á bilinu 49 til 57 milljónir króna. Eini Íslendingurinn í Panamaskjölunum sem hefur verið ákærður fyrir það sem þar kom fram.
Flækjusagan
Illugi Jökulsson
Sögulegasti leikurinn á HM: Olli hann bæði efnahagsundri og blóðugri uppreisn?
Illugi Jökulsson skrifar um leik Vestur-Þjóðverja og Ungverja á HM 1954.
RannsóknPanamaskjölin
Leyniflétta Júlíusar Vífils rakin upp
Borgarfulltrúinn fyrrverandi, Júlíus Vífill Ingvarsson, sem er til rannsóknar hjá héraðssaksóknara vegna „rökstudds gruns“ um stórfelld skattsvik og peningaþvætti, sagði í samtali við Stundina að peningar, sem hann geymdi á aflandssvæði ættu sig sjálfir, og að upptaka af samtali hans og Sigurðar G. Guðjónssonar lögmanns, um hvernig forðast mætti að greiða skatt af þeim, væri fölsuð. Júlíus Vífill hefur komið með engar eða villandi skýringar, auk þess að neita að upplýsa um málið.
Spurt & svaraðPanamaskjölin
Júlíus Vífill svarar fyrir sig: Fjárkúgun og falsanir – leynipeningarnir eiga sig sjálfir
Júlíus Vífill Ingvarsson svaraði spurningum Stundarinnar um fund sem hann átti, þar sem var lýst hvernig forðast ætti skattgreiðslur. Hann lýsti því að peningarnir í sjóði hans á aflandssvæði ættu sig sjálfir. Héraðssaksóknari rannsakar nú þessi viðskipti vegna gruns um skattsvik og peningaþvætti. Upptaka af fundinum hefur verið birt og er hún hluti rökstuðnings héraðssaksóknara fyrir því að Sigurði G. Guðjónssyni er meinað að vera lögmaður Júlíusar Vífils, vegna gruns um aðild hans. Júlíus Vífill sagði upptökuna vera falsaða.
FréttirPanamaskjölin
Banki Margeirs slapp við skuld við ríkið með viðskiptum í skattaskjóli
Margeir Pétursson, fjárfestir og stofnandi MP bankans sáluga, var umsvifamikill viðskiptavinur panömsku lögmannsstofunnar Mossack Fonseca um árabil samkvæmt Panamaskjölunum. Aflandsfélag í huldu eignarhaldi átti lykilþátt í viðskiptafléttu sem fól í sér að banki í eigu Margeirs gerði upp skuld við íslenska ríkið eftir að aflandsfélagið keypti kröfur af íslenskum lífeyrissjóðum.
Viðtal
Studdi eiginmanninn í sjálfsvíginu
Steinar Pétursson tók ákvörðun um að deyja í heimalandi eiginkonu sinnar, Sviss. Á brúðkaupsdaginn þeirra, í byrjun mars 2013, héldu þau utan, þar sem hann lést eftir að hafa tekið banvæna lyfjablöndu hjá stofnun sem veitir löglega dánaraðstoð. Steinar var orðinn mjög veikur vegna illkynja heilaæxlis og kaus að fara þessa leið til þess að deyja á meðan hann vissi enn hver hann var. Ekkja hans, Sylviane Lecoultre Pétursson, ákvað að styðja hann í þessu ferli, sækja um dánaraðstoðina, afla nauðsynlegra gagna, kaupa fyrir hann flug og koma honum út, þar sem fjölskyldan sat hjá honum á meðan hann var að deyja. Hún efnir nú loforð við hann með því að vinna að því að opna umræðuna í gegnum Lífsvirðingu - félag um dánaraðstoð.
Úttekt
Glaumgosi verður konungur Taílands í skugga hneykslismála
Þaulsetnasti þjóðarleiðtogi samtímans, Bhumibol Adulyadej, konungur Taílands, er látinn. Sonur hans og arftaki, Maha Vajiralongkorn, á að baki þrjú misheppnuð hjónabönd, að minnsta kosti sjö börn og gerði hundinn sinn að yfirmanni flughersins. Löggjöf sem bannar gagnrýni á konungsfjölskylduna gerir það af verkum að Taílendingar vita lítið sem ekkert um þennan væntanlega konung sinn.
FréttirHIV-smit
Dæmdur í nálgunarbann eftir að hafa sett sig í samband við konuna sem kærði hann vegna HIV-smits
„Hæ you should know why I am calling before dropping the call,“ sagði maðurinn í sms-i til konunnar. Hvers kyns samskipti eru til þess fallin að raska friði hennar að mati Hæstaréttar.
FréttirStjórnmálamenn í skattaskjólum
Bankamaður Bjarna í Sviss tjáir sig um skattaskjólsmálið
Bjarni Markússon sinnti eignastýringu fyrir Bjarna Benediktsson í Glitni og hjá Julius Baer í Sviss. Hann segir að sér „vitanlega“ hafi Bjarni Benediktsson ekki stundað viðskipti í gegnum skattaskjól. Ægir Birgisson og Baldvin Valdirmarsson voru viðskiptafélagar Bjarna í Dubaí en eignarhaldið á fasteignaverkefninu lá í gegnum skattaskjólið Seychells-eyju.
Fréttir
Villandi kynning Sigmundar á stefnu Pírata á Viðskiptaþingi
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson lýsti stefnu Pírata með villandi hætti þegar hann sakaði þá um að vilja fara „galna leið“.
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
2
Eigin Konur#75
3
Fylgdi móður sinni í einkaflugvél
Ragnheiður er aðeins 15 ára gömul en hún fór með mömmu sinni til Noregs með einkaflugvél að sækja bræður sína. Samfélagsmiðlar gera börnum kleift að tjá sig opinberlega og hefur Ragnheiður verið að segja sína sögu á miðlinum TikTok. Hún talar opinskátt um málið sitt eftir að barnavernd og sálfræðingur brugðust henni. Hvenær leyfum við rödd barna að heyrast? Í þessu viðtali segir Ragnheiður stuttlega frá því sem hún er nú þegar að tala um á TikTok og hver hennar upplifun á ferðalaginu til Noregs var.
3
Eigin Konur#82
Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
„Ég byrjaði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eftir skóla, því maður vissi aldrei hvar maður myndi vera næstu nótt,“ segir Guðrún Dís sem er 19 ára. Í viðtali við Eigin Konur segir hún frá upplifun sinni af því að alast upp hjá móður með áfengisvanda. Hún segir að lífið hafa breyst mjög til hins verra þegar hún var 12 ára því þá hafi mamma hennar byrjað að drekka. Þá hafi fjölskyldan misst heimilið og eftir það flakkað milli hjólhýsa og hótela. Guðrún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eftir að móðir hennar opinberaði sögu sína á YouTube. Guðrún Dís hefur lokað á öll samskipti við hana. Guðrún segir að þó mamma hennar glími við veikindi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagnrýnir starfsfólk barnaverndar fyrir að hafa ekki gripið inn í miklu fyrr. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
4
Viðtal
1
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
5
Viðtal
7
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
6
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
7
Eigin Konur#80
Helga Sif og Gabríela Bryndís
Helga Sif stígur nú fram í viðtali við Eigin konur eftir að barnsfaðir hennar birti gerðardóm í forsjárdeilu þeirra og nafngreindi hana og börnin á Facebook. Helga Sif og börnin hafa lýst andlegu og kynferðislegu ofbeldi föðurins og börnin segjast hrædd við hann. Sálfræðingar telja hann engu að síður hæfan fyrir dómi. Nú stendur til að færa 10 ára gamalt langveikt barn þeirra til föðurins með lögregluvaldi. Gabríela Bryndís er sálfræðingur og einn af stofnendum Lífs án ofbeldis og hefur verið Helgu til aðstoðar í málinu. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
8
Viðtal
9
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
9
Afhjúpun
3
„Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
Katrín Lóa Kristrúnardóttir þóttist heppin þegar henni var tjáð af vinnuveitanda sínum, Helga Vilhjálmssyni í Góu, að hann gæti lánað henni fyrir útborgun í íbúð. Hún hefði þó aldrei þegið slíkt lán ef hún hefði vitað hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýsir því að eftir lánveitinguna hafi hún þurft að sitja undir kynferðislegri áreitni Helga svo mánuðum skipti. Helgi biður Katrínu Lóu afsökunar á framferði sínu.
10
Úttekt
8
Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
Mata-systkinin og fyrirtæki þeirra hafa ítrekað verið gerð afturreka með viðskiptafléttur sem fólu í sér að koma mörg hundruð milljóna hagnaði undan skatti. Á sama tíma og fyrirtæki fjölskyldunnar byggja hagnað sinn á sölu matvæla undir tollvernd, hafa þau greitt háar sektir fyrir samkeppnisbrot og lagst í ómælda vinnu við að komast undan því að greiða skatta hér á landi, með viðskiptafléttum í gegnum þekkt skattaskjól.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.