Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Studdi eiginmanninn í sjálfsvíginu

Stein­ar Pét­urs­son tók ákvörð­un um að deyja í heimalandi eig­in­konu sinn­ar, Sviss. Á brúð­kaups­dag­inn þeirra, í byrj­un mars 2013, héldu þau ut­an, þar sem hann lést eft­ir að hafa tek­ið ban­væna lyfja­blöndu hjá stofn­un sem veit­ir lög­lega dán­ar­að­stoð. Stein­ar var orð­inn mjög veik­ur vegna ill­kynja heila­æxl­is og kaus að fara þessa leið til þess að deyja á með­an hann vissi enn hver hann var. Ekkja hans, Sylvia­ne Lecoultre Pét­urs­son, ákvað að styðja hann í þessu ferli, sækja um dán­ar­að­stoð­ina, afla nauð­syn­legra gagna, kaupa fyr­ir hann flug og koma hon­um út, þar sem fjöl­skyld­an sat hjá hon­um á með­an hann var að deyja. Hún efn­ir nú lof­orð við hann með því að vinna að því að opna um­ræð­una í gegn­um Lífs­virð­ingu - fé­lag um dán­ar­að­stoð.

Þegar Steinar Pétursson vissi að hann myndi deyja af veikindum sínum ákvað hann að gera það á eigin forsendum. Helst vildi hann deyja strax en fjölskyldan var ekki tilbúin. Ekki strax. Að lokum ákvað fólkið hans þó að aðstoða hann við að fá óskir sínar uppfylltar og fylgja honum til Sviss, þar sem dánaraðstoð er leyfileg. Þar sat fjölskyldan við rúmstokkinn á meðan hann var að deyja, talaði fallega til hans og þakkaði fyrir tímann sem hún átti með honum.  

Valdi að deyja í heimalandi hennar

Hann dó í heimalandi eiginkonunnar, Sylviane Lecoultre Pétursson, sem er hálfsvissnesk og hálffrönsk, fædd og uppalin í Sviss. Sem ung kona lærði hún iðjuþjálfun og upp úr tvítugt var hana farið að dreyma um að flytja til útlanda; helst til Kanada. Það varð aldrei, en 25 ára gömul fór hún með vinkonu sinni í sólarlandaferð til Torremolinos á Spáni. Þetta var sumarið 1977. Þar …

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár