Þegar Steinar Pétursson vissi að hann myndi deyja af veikindum sínum ákvað hann að gera það á eigin forsendum. Helst vildi hann deyja strax en fjölskyldan var ekki tilbúin. Ekki strax. Að lokum ákvað fólkið hans þó að aðstoða hann við að fá óskir sínar uppfylltar og fylgja honum til Sviss, þar sem dánaraðstoð er leyfileg. Þar sat fjölskyldan við rúmstokkinn á meðan hann var að deyja, talaði fallega til hans og þakkaði fyrir tímann sem hún átti með honum.
Valdi að deyja í heimalandi hennar
Hann dó í heimalandi eiginkonunnar, Sylviane Lecoultre Pétursson, sem er hálfsvissnesk og hálffrönsk, fædd og uppalin í Sviss. Sem ung kona lærði hún iðjuþjálfun og upp úr tvítugt var hana farið að dreyma um að flytja til útlanda; helst til Kanada. Það varð aldrei, en 25 ára gömul fór hún með vinkonu sinni í sólarlandaferð til Torremolinos á Spáni. Þetta var sumarið 1977. Þar …
Athugasemdir