Villandi kynning Sigmundar á stefnu Pírata á Viðskiptaþingi

Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son lýsti stefnu Pírata með vill­andi hætti þeg­ar hann sak­aði þá um að vilja fara „galna leið“.

Villandi kynning Sigmundar á stefnu Pírata á Viðskiptaþingi
Forsætisráðherra Sigmundur Davíð hélt erindi á Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs Íslands í gær.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra gagnrýndi Pírata harðlega á Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs Íslands í gær og sagði flokkinn, sem hann nefndi þó ekki á nafn, færi fram með tillögu á þingi um að ríkið myndi greiða landsmönnum föst laun.

Sigmundur sagði flokkinn leggja til að allir landsmenn fengju að minnsta kosti 300 þúsund krónur á mánuði „fyrir það eitt að vera Íslendingur“.

„Það er til marks um galskapinn að ef menn vara við því að farnar séu galnar leiðir til að ná góðum markmiðum eru þeir umsvifalaust sakaðir um að vera á móti markmiðinu,“ sagði Sigmundur.

Lýsing Sigmundar samræmist ekki stefnu Pírata

Lýsing Sigmundar á stefnu Pírata samræmist hins vegar ekki lýsingu flokksins sjálfs eða þeim tillögum sem lagðar hafa verið fram. Borgaralaun eru ekki á stefnuskrá Pírata, umrædd þingtillaga snýst aðeins um að kanna jarðveginn fyrir borgaralaun og flokkurinn hefur aldrei nefnt neina ákveðna upphæð í þessu samhengi, en miðað við útreikninga Sigmundar og þá upphæð sem hann gefur sér nemur kostnaðurinn tvöföldum tekjum ríkisins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu