Villandi kynning Sigmundar á stefnu Pírata á Viðskiptaþingi

Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son lýsti stefnu Pírata með vill­andi hætti þeg­ar hann sak­aði þá um að vilja fara „galna leið“.

Villandi kynning Sigmundar á stefnu Pírata á Viðskiptaþingi
Forsætisráðherra Sigmundur Davíð hélt erindi á Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs Íslands í gær.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra gagnrýndi Pírata harðlega á Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs Íslands í gær og sagði flokkinn, sem hann nefndi þó ekki á nafn, færi fram með tillögu á þingi um að ríkið myndi greiða landsmönnum föst laun.

Sigmundur sagði flokkinn leggja til að allir landsmenn fengju að minnsta kosti 300 þúsund krónur á mánuði „fyrir það eitt að vera Íslendingur“.

„Það er til marks um galskapinn að ef menn vara við því að farnar séu galnar leiðir til að ná góðum markmiðum eru þeir umsvifalaust sakaðir um að vera á móti markmiðinu,“ sagði Sigmundur.

Lýsing Sigmundar samræmist ekki stefnu Pírata

Lýsing Sigmundar á stefnu Pírata samræmist hins vegar ekki lýsingu flokksins sjálfs eða þeim tillögum sem lagðar hafa verið fram. Borgaralaun eru ekki á stefnuskrá Pírata, umrædd þingtillaga snýst aðeins um að kanna jarðveginn fyrir borgaralaun og flokkurinn hefur aldrei nefnt neina ákveðna upphæð í þessu samhengi, en miðað við útreikninga Sigmundar og þá upphæð sem hann gefur sér nemur kostnaðurinn tvöföldum tekjum ríkisins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
2
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
2
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
4
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár