Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra gagnrýndi Pírata harðlega á Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs Íslands í gær og sagði flokkinn, sem hann nefndi þó ekki á nafn, færi fram með tillögu á þingi um að ríkið myndi greiða landsmönnum föst laun.
Sigmundur sagði flokkinn leggja til að allir landsmenn fengju að minnsta kosti 300 þúsund krónur á mánuði „fyrir það eitt að vera Íslendingur“.
„Það er til marks um galskapinn að ef menn vara við því að farnar séu galnar leiðir til að ná góðum markmiðum eru þeir umsvifalaust sakaðir um að vera á móti markmiðinu,“ sagði Sigmundur.
Lýsing Sigmundar samræmist ekki stefnu Pírata
Lýsing Sigmundar á stefnu Pírata samræmist hins vegar ekki lýsingu flokksins sjálfs eða þeim tillögum sem lagðar hafa verið fram. Borgaralaun eru ekki á stefnuskrá Pírata, umrædd þingtillaga snýst aðeins um að kanna jarðveginn fyrir borgaralaun og flokkurinn hefur aldrei nefnt neina ákveðna upphæð í þessu samhengi, en miðað við útreikninga Sigmundar og þá upphæð sem hann gefur sér nemur kostnaðurinn tvöföldum tekjum ríkisins.
Athugasemdir