Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Villandi kynning Sigmundar á stefnu Pírata á Viðskiptaþingi

Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son lýsti stefnu Pírata með vill­andi hætti þeg­ar hann sak­aði þá um að vilja fara „galna leið“.

Villandi kynning Sigmundar á stefnu Pírata á Viðskiptaþingi
Forsætisráðherra Sigmundur Davíð hélt erindi á Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs Íslands í gær.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra gagnrýndi Pírata harðlega á Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs Íslands í gær og sagði flokkinn, sem hann nefndi þó ekki á nafn, færi fram með tillögu á þingi um að ríkið myndi greiða landsmönnum föst laun.

Sigmundur sagði flokkinn leggja til að allir landsmenn fengju að minnsta kosti 300 þúsund krónur á mánuði „fyrir það eitt að vera Íslendingur“.

„Það er til marks um galskapinn að ef menn vara við því að farnar séu galnar leiðir til að ná góðum markmiðum eru þeir umsvifalaust sakaðir um að vera á móti markmiðinu,“ sagði Sigmundur.

Lýsing Sigmundar samræmist ekki stefnu Pírata

Lýsing Sigmundar á stefnu Pírata samræmist hins vegar ekki lýsingu flokksins sjálfs eða þeim tillögum sem lagðar hafa verið fram. Borgaralaun eru ekki á stefnuskrá Pírata, umrædd þingtillaga snýst aðeins um að kanna jarðveginn fyrir borgaralaun og flokkurinn hefur aldrei nefnt neina ákveðna upphæð í þessu samhengi, en miðað við útreikninga Sigmundar og þá upphæð sem hann gefur sér nemur kostnaðurinn tvöföldum tekjum ríkisins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
3
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
6
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár