Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Villandi kynning Sigmundar á stefnu Pírata á Viðskiptaþingi

Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son lýsti stefnu Pírata með vill­andi hætti þeg­ar hann sak­aði þá um að vilja fara „galna leið“.

Villandi kynning Sigmundar á stefnu Pírata á Viðskiptaþingi
Forsætisráðherra Sigmundur Davíð hélt erindi á Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs Íslands í gær.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra gagnrýndi Pírata harðlega á Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs Íslands í gær og sagði flokkinn, sem hann nefndi þó ekki á nafn, færi fram með tillögu á þingi um að ríkið myndi greiða landsmönnum föst laun.

Sigmundur sagði flokkinn leggja til að allir landsmenn fengju að minnsta kosti 300 þúsund krónur á mánuði „fyrir það eitt að vera Íslendingur“.

„Það er til marks um galskapinn að ef menn vara við því að farnar séu galnar leiðir til að ná góðum markmiðum eru þeir umsvifalaust sakaðir um að vera á móti markmiðinu,“ sagði Sigmundur.

Lýsing Sigmundar samræmist ekki stefnu Pírata

Lýsing Sigmundar á stefnu Pírata samræmist hins vegar ekki lýsingu flokksins sjálfs eða þeim tillögum sem lagðar hafa verið fram. Borgaralaun eru ekki á stefnuskrá Pírata, umrædd þingtillaga snýst aðeins um að kanna jarðveginn fyrir borgaralaun og flokkurinn hefur aldrei nefnt neina ákveðna upphæð í þessu samhengi, en miðað við útreikninga Sigmundar og þá upphæð sem hann gefur sér nemur kostnaðurinn tvöföldum tekjum ríkisins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár