Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Leyniflétta Júlíusar Vífils rakin upp

Borg­ar­full­trú­inn fyrr­ver­andi, Júlí­us Víf­ill Ingvars­son, sem er til rann­sókn­ar hjá hér­aðssak­sókn­ara vegna „rök­studds gruns“ um stór­felld skattsvik og pen­inga­þvætti, sagði í sam­tali við Stund­ina að pen­ing­ar, sem hann geymdi á af­l­ands­svæði ættu sig sjálf­ir, og að upp­taka af sam­tali hans og Sig­urð­ar G. Guð­jóns­son­ar lög­manns, um hvernig forð­ast mætti að greiða skatt af þeim, væri föls­uð. Júlí­us Víf­ill hef­ur kom­ið með eng­ar eða vill­andi skýr­ing­ar, auk þess að neita að upp­lýsa um mál­ið.

Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi og fyrrverandi framkvæmdastjóri bílasölurisans Ingvars Helgasonar, færir ýmist fram villandi skýringar eða er margsaga þegar hann svarar fyrir sjóð sem hann hefur komið fyrir í skattaskjóli í gegnum Panama og Sviss. 

Erfingjar Ingvars Helgasonar telja að hann hafi komið peningum undan og skattrannsóknarstjóri hefur „rökstuddan grun“ um að hann hafi komið peningum undan skattgreiðslum og gerst sekur um peningaþvætti.

Júlíus er kominn í sigti embættis héraðssaksóknara – sem áður hét sérstakur saksóknari – vegna leynilegrar peningaeignar í gegnum skattaskjólsfélag á Panama og bankareikning í Sviss.

Grunur er uppi um að fjármunum Júlíusar Vífils í skattaskjóli hafi verið komið undan skattlagningu og séu, að minnsta kosti að hluta, afrakstur lögbrota. „Ég er ekki með réttarstöðu sakbornings,“ segir Júlíus Vífill.

„Ég er ekki með réttarstöðu sakbornings“

Júlíus hefur ásakað aðra erfingja um fjárkúgun, einn þeirra um fjárdrátt, sakað Kastljós um ófagleg vinnubrögð og telur að héraðssaksóknari hafi …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Panamaskjölin

Hvernig peningaslóð stjórnenda Kaupþings og maka þeirra liggur til Tortólu
Skýring

Hvernig pen­inga­slóð stjórn­enda Kaupþings og maka þeirra ligg­ur til Tor­tólu

Notk­un eig­in­kvenna fyrr­ver­andi stjórn­enda Kaupþings­banka á fé­lög­um á af­l­ands­svæð­inu Kyp­ur er enn eitt dæm­ið um það að þess­ir að­il­ar hafi not­ast við slík fé­lög í við­skipt­um sín­um eft­ir efna­hags­hrun­ið 2008. Hreið­ar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, og eig­in­konu hans tengd­ust til dæm­is fé­lög­um í Pana­maskjöl­un­um og ár­ið 2019 var sagt frá Tor­tóla­fé­lagi sem not­að var til að halda ut­an um eign­ir á Ís­landi sem tengd­ust þeim.
Panamaskjölin: Seldi húsið sitt mánuði fyrir kyrrsetningu í skattamáli
FréttirPanamaskjölin

Pana­maskjöl­in: Seldi hús­ið sitt mán­uði fyr­ir kyrr­setn­ingu í skatta­máli

Sig­urð­ur Gísli Björns­son, at­hafna­mað­ur og fyrr­ver­andi eig­andi fisk­sölu­fy­ir­tæk­is­ins Sæ­marks, seldi hús­ið fyr­ir 185 millj­ón­ir mán­uði áð­ur en eign­ir hans voru kyrr­sett­ar. Rann­sókn­in hef­ur und­ið upp á sig og eru upp­hæð­irn­ar sem tengj­ast meint­um skatta­laga­brot­um í gegn­um Panama hærri en tal­ið var.
Fengu fjölskyldumálverk í hendurnar eftir umfjöllun Stundarinnar
FréttirPanamaskjölin

Fengu fjöl­skyldu­mál­verk í hend­urn­ar eft­ir um­fjöll­un Stund­ar­inn­ar

Skosk­ar mæðg­ur sem komu til Ís­lands í byrj­un árs í leit að svör­um við spurn­ing­um sem leit­að hafa á fjöl­skyldu þeirra eru þakk­lát­ar Ís­lend­ingi sem sendi þeim mál­verk sem var í eigu ömmu þeirra og lang­ömmu á Ís­landi. Gunn­ar Eggert Guð­munds­son taldi rétt­ast að fjöl­skyld­an fengi mál­verk­ið þar sem þau fengu lít­ið sem ekk­ert úr búi Áslaug­ar.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár