Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Glaumgosi verður konungur Taílands í skugga hneykslismála

Þaul­setn­asti þjóð­ar­leið­togi sam­tím­ans, Bhumi­bol Adulya­dej, kon­ung­ur Taí­lands, er lát­inn. Son­ur hans og arftaki, Maha Vajiralong­korn, á að baki þrjú mis­heppn­uð hjóna­bönd, að minnsta kosti sjö börn og gerði hund­inn sinn að yf­ir­manni flug­hers­ins. Lög­gjöf sem bann­ar gagn­rýni á kon­ungs­fjöl­skyld­una ger­ir það af verk­um að Taí­lend­ing­ar vita lít­ið sem ekk­ert um þenn­an vænt­an­lega kon­ung sinn.

Glaumgosi verður konungur Taílands í skugga hneykslismála
Bhumibol konungur til vinstri, ásamt Sirikit drottningu og syni þeirra, Maha Vajiralongkorn, tilvonandi konungi landsins.

Síðastliðinn fimmtudag lést sá þjóðarleiðtogi sem lengst hafði setið á valdastóli, Bhumibol Adulyadej, konungur Taílands. Hinn 88 ára gamli konungur hafði verið við völd í 70 ár þegar hann lést og var dáður af þegnum sínum, en heilsu hans hafði farið hrakandi undanfarin ár. Konugurinn var talinn stjórnsýsluleg festa í landi sem hafði gengið í gegnum fjölmörg valdarán og annan pólitískan ólgusjó. Við andlátið tilkynnti forsætisráðherra landsins að prinsinn Maha Vajiralongkorn yrði hinn nýi konungur. Maha hefur verið mjög umdeildur, þó að gagnrýni á hann og konungsfjölskylduna alla sé þeim vandkvæðum bundin í Taílandi að hún er alfarið ólögleg. 

Taílendingar
Taílendingar trylltust margir úr sorg þegar fréttir bárust af andláti Bhumibol konungs.

Áhugamaður um ljósmyndun og jazz

Bhumibol heitinn fæddist í bænum Cambridge í Massachusetts í Bandaríkjunum árið 1927, á þeim tíma sem faðir hans var í námi í Harvard. Árið 1929 var fjölskyldan komin aftur til Taílands þar sem faðir …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár