Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Glaumgosi verður konungur Taílands í skugga hneykslismála

Þaul­setn­asti þjóð­ar­leið­togi sam­tím­ans, Bhumi­bol Adulya­dej, kon­ung­ur Taí­lands, er lát­inn. Son­ur hans og arftaki, Maha Vajiralong­korn, á að baki þrjú mis­heppn­uð hjóna­bönd, að minnsta kosti sjö börn og gerði hund­inn sinn að yf­ir­manni flug­hers­ins. Lög­gjöf sem bann­ar gagn­rýni á kon­ungs­fjöl­skyld­una ger­ir það af verk­um að Taí­lend­ing­ar vita lít­ið sem ekk­ert um þenn­an vænt­an­lega kon­ung sinn.

Glaumgosi verður konungur Taílands í skugga hneykslismála
Bhumibol konungur til vinstri, ásamt Sirikit drottningu og syni þeirra, Maha Vajiralongkorn, tilvonandi konungi landsins.

Síðastliðinn fimmtudag lést sá þjóðarleiðtogi sem lengst hafði setið á valdastóli, Bhumibol Adulyadej, konungur Taílands. Hinn 88 ára gamli konungur hafði verið við völd í 70 ár þegar hann lést og var dáður af þegnum sínum, en heilsu hans hafði farið hrakandi undanfarin ár. Konugurinn var talinn stjórnsýsluleg festa í landi sem hafði gengið í gegnum fjölmörg valdarán og annan pólitískan ólgusjó. Við andlátið tilkynnti forsætisráðherra landsins að prinsinn Maha Vajiralongkorn yrði hinn nýi konungur. Maha hefur verið mjög umdeildur, þó að gagnrýni á hann og konungsfjölskylduna alla sé þeim vandkvæðum bundin í Taílandi að hún er alfarið ólögleg. 

Taílendingar
Taílendingar trylltust margir úr sorg þegar fréttir bárust af andláti Bhumibol konungs.

Áhugamaður um ljósmyndun og jazz

Bhumibol heitinn fæddist í bænum Cambridge í Massachusetts í Bandaríkjunum árið 1927, á þeim tíma sem faðir hans var í námi í Harvard. Árið 1929 var fjölskyldan komin aftur til Taílands þar sem faðir …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár