Síðastliðinn fimmtudag lést sá þjóðarleiðtogi sem lengst hafði setið á valdastóli, Bhumibol Adulyadej, konungur Taílands. Hinn 88 ára gamli konungur hafði verið við völd í 70 ár þegar hann lést og var dáður af þegnum sínum, en heilsu hans hafði farið hrakandi undanfarin ár. Konugurinn var talinn stjórnsýsluleg festa í landi sem hafði gengið í gegnum fjölmörg valdarán og annan pólitískan ólgusjó. Við andlátið tilkynnti forsætisráðherra landsins að prinsinn Maha Vajiralongkorn yrði hinn nýi konungur. Maha hefur verið mjög umdeildur, þó að gagnrýni á hann og konungsfjölskylduna alla sé þeim vandkvæðum bundin í Taílandi að hún er alfarið ólögleg.
Áhugamaður um ljósmyndun og jazz
Bhumibol heitinn fæddist í bænum Cambridge í Massachusetts í Bandaríkjunum árið 1927, á þeim tíma sem faðir hans var í námi í Harvard. Árið 1929 var fjölskyldan komin aftur til Taílands þar sem faðir …
Athugasemdir