Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Fólki gert kleift að nýta sér skattfrjálsan séreignarsparnað í áratug við öflun fyrstu fasteignar

Úr­ræði fyr­ir ungt fólk á fast­eigna­mark­aði kynnt í Hörpu: „Al­menna regl­an verð­ur að ekki sé heim­ilt að taka verð­tryggð jafn­greiðslu­lán til lengri tíma en 25 ára“

Fólki gert kleift að nýta sér skattfrjálsan séreignarsparnað í áratug við öflun fyrstu fasteignar

Ríkisstjórnin ætlar að beita sér fyrir lagasetningu sem skapar sérstaka hvata hjá ungu fólki til að taka óverðtryggð lán og draga þannig úr vægi verðtryggingarinnar. Þá verður fólki gert kleift að nýta sér skattfrjálsan séreignarsparnað í áratug við öflun fyrstu fasteignar. 

Þetta er á meðal þess sem fram kom á fréttamannafundi í Hörpu um úrræði fyrir nýja kaupendur á húsnæðismarkaði. Verður almenna reglan sú að hámarkslengd nýrra verðtryggðra lána sé 25 ár en þetta er í samræmi við tillögur sérfræðingahópsins um afnám verðtryggingar af nýjum neytendalánum.

Skemmst er að minnast þess að „afnám verð­trygg­ingar“ var eitt helsta kosn­inga­mál Fram­sókn­ar­flokks­ins fyrir þingkosn­ing­arnar 2013. Af því sem fram kom á fréttamannafundinum er ljóst að ekki stendur til að afnema eða banna verðtrygginguna, heldur snúa tillögurnar að því að „draga úr vægi“ hennar. Frumvörpin verða lögð fyrir þingið í vikunni og er gert ráð fyrir að úrræðið geti tekið gildi á næsta ári.

Þing kemur síðan saman í dag kl. 15 eftir sumarleyfi og mun Sigurður Ingi meðal annars flytja munnlega skýrslu um stöðu þjóðmálanna. Áætlað er að þing standi til föstudagsins 2. september en eins og kunnugt er munu kosningar að öllum líkindum fara fram þann 29. október næstkomandi. 

Eftirfarandi upplýsingar um úrræðin hafa verið birtar á vef fjármálaráðuneytisins:

Fasteignakaup verða auðveldari og afborganir léttari fyrir nýja kaupendur á fasteignamarkaði verði tillögur ríkisstjórnarinnar í frumvarpi til laga um stuðning við kaup á fyrstu íbúð samþykktar.

Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynntu aðgerðirnar í Hörpu í dag. Tilgangurinn er að auka og hvetja til húsnæðissparnaðar og auðvelda fyrstu kaup. Jafnframt fela þær í sér stuðning við þá sem vilja taka óverðtryggð lán þar sem samspil greiðslna inn á höfuðstól og afborganir gera greiðslubyrði þeirra á fyrstu árum sambærilega við löng verðtryggð lán hjá þorra einstaklinga.

Í frumvarpinu er kveðið á um þrjár leiðir sem rétthafi getur valið á milli við ráðstöfun á viðbótariðgjaldi. Þær eru heimild til úttektar á uppsöfnuðu viðbótariðgjaldi til kaupa á fyrstu íbúð, heimild til að ráðstafa viðbótariðgjaldi inn á höfuðstól láns, sem tryggt er með veði í fyrstu íbúð, yfir tíu ára samfellt tímabil og að lokum heimild til að ráðstafa viðbótariðgjaldi sem afborgun inn á óverðtryggt lán, sem tryggt er með veði í fyrstu íbúð, og sem greiðslu inn á höfuðstól þess.

Úrræðið er varanlegt en hámarkstími er samfellt tíu ára tímabil fyrir hvern einstakling.  Greiðslur hvers einstaklings inn á séreignarsparnað geta numið allt að fimm milljónum króna á tíu ára tímabili, samtals 10 milljónir fyrir par. Fyrir þá sem ekki eru þegar með séreignarsparnað getur sú ákvörðun að leggja fyrir og nýta sparnað til húsnæðiskaupa samsvarað um 3% launahækkun í 10 ár vegna skattalegs hagræðis og mótframlags launagreiðanda.

Fleiri ungir í foreldrahúsum

Á árunum 2005 til 2014 jókst hlutfall ungs fólks á leigumarkaði verulega, úr 12% í 31%. Jafnframt er fólk á aldrinum 25-29 ára mun líklegra til að búa í foreldrahúsum nú en fyrir áratug. Eftirspurn eftir minni íbúðum hefur einnig aukist mikið á undanförnum  árum með tilheyrandi verðhækkun húsnæðis, en minnstu eignirnar hafa hækkað hlutfallslega mest og rúmlega tvöfalt meira en sérbýli frá árinu 2009.

Fyrirhuguð hækkun lífeyrissjóðsiðgjalda í 15,5% leiðir til þess að hjá einstaklingi sem byrjar snemma að leggja fyrir séreignarsparnað geta eftirlaun orðið hærri en laun við starfslok og því getur verið hagkvæmt að nýta hluta séreignarsparnaðar fyrr á æviskeiðinu.

Aðgerðirnar stuðla að heilbrigðari skuldahlutföllum heimila og auka getu til fjárfestingar í fyrstu fasteign, samhliða því að styðja við peningastefnuna með því að draga úr vægi verðtryggðra lána. Valfrelsi er þó lykilatriði og heimild til nýtingar skattfrjáls séreignarsparnaðar vegna kostnaðar af fyrstu fasteign er óháð lánsformi.

Úrræðin standa öllum til boða sem greiða eða munu greiða í séreignarsparnað og hafa ekki átt íbúð áður.

Núgildandi séreignarúrræði framlengt og takmörkun á hámarkslengd Íslandslána

Í frumvarpi til laga um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð verður jafnframt lagt til að gildandi úrræði um nýtingu séreignarsparnaðar til lækkunar á höfuðstól fasteignalána verði framlengt um tvö ár. Um 37 þúsund manns nýta þetta úrræði í dag. Lagt er til að einstaklingar sem þegar hafi hafið uppsöfnun á iðgjöldum, til öflunar á íbúðarhúsnæði til eigin nota á grundvelli núgildandi ákvæðis til bráðabirgða í lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, en ekki nýtt sér þá heimild fyrir 1. júlí 2017, verði heimilað að flytja áunnin réttindi sín og nýta þau á grundvelli frumvarpsins ef um kaup á fyrstu íbúð er að ræða. Jafnframt er lagt til að rétthafar sem þegar hafa nýtt rétt á grundvelli umrædds ákvæðis til bráðabirgða og eftir atvikum ráðstafað iðgjöldum inn á höfuðstól fasteignarveðláns, sem tekið var í tengslum við öflun á íbúðarhúsnæðinu, verði heimiluð áframhaldandi nýting á viðbótariðgjaldi sínu til greiðslu inn á lánið uns tíu ára samfellda tímabili frumvarpsins er náð. Heimildin tekur til þeirra sem voru að kaupa sitt fyrsta húsnæði.

Þá verður lagt fram annað frumvarp um takmörkun 40 ára verðtryggðra jafngreiðslulána. Almenna reglan verður að ekki sé heimilt að taka verðtryggð jafngreiðslulán til lengri tíma en 25 ára. Undanþágur frá því verði veittar ungu fólki,tekjulágum einstaklingum og einstaklingum sem taka lán með lágu veðsetningarhlutfalli.

Helstu efnisþættir frumvarps um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð eru eftirfarandi:

Stuðningur fyrir þá sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð.

Úrræðið gildir í tíu ár samfellt.

Heimilar ráðstöfun séreignarsparnaðar sem safnast hefur upp á tilteknu tímabili til kaupa á fyrstu íbúð.

Heimilar ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á fasteignalán sem tryggt er með veði í fyrstu íbúð og sem tekið var vegna kaupanna.

Heimilar ráðstöfun séreignarsparnaðar til afborgunar á óverðtryggðu láni og inn á höfuðstól láns, sem tryggt er með veði í húsnæðinu.

Séreignarsparnaður sem nýttur er til greiðslu inn á höfuðstól lána og eftir atvikum sem afborgun vegna kaupa á fyrstu íbúð er skattfrjáls.

Hámarksfjárhæðir og önnur viðmið:

Hámarksfjárhæð á ári (12 mánuðir), samtals 500 þús. kr. á einstakling.

Hámarksiðgjald, 4% frá launþega og 2% frá launagreiðanda.

Einstaklingur spari a.m.k. til jafns við framlag launagreiðanda.

Áskilið er að rétthafi eigi að minnsta kosti 50% hlut í íbúðarhúsnæðinu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
5
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár