Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Ríkislögreglustjóri boðar vopnaða sérsveit á útihátíðir og segir að „engin nýlunda“ sé í vopnaburðinum

Har­ald­ur Johann­essen rík­is­lög­reglu­st­sjóri seg­ir að sér­sveit­in verði á 17. júní. Hann seg­ir að það sé eng­in stefnu­breyt­ing.

Ríkislögreglustjóri boðar vopnaða sérsveit á útihátíðir og segir að „engin nýlunda“ sé í vopnaburðinum
Ríkislögreglustjóri Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri segir embættið hafa uppfært mat sitt á hættu á hryðjuverkum eftir árásir í Manchester og London undanfarnar vikur.

Íslenskur almenningur þarf að búa við breyttan veruleika, þar sem vopnaðir sérsveitarmenn verða sýnilegir á útihátíðum, en það er engin stefnubreyting, að sögn Haraldar Johannessen ríkislögreglustjóra.

Vopnuð sérsveit verður á meðal mannfjöldans í hátíðarhöldunum á þjóðhátíðardaginn 17. júní, og svo á tónlistarhátíðinni Secret Solstice, auk þess sem nú er verið að skoða hvort sérsveitin mæti á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum.

Þótt vopnuð lögregla hafi ekki verið sýnileg á mannamótum á Íslandi fram að þessu, segir ríkislögreglustsjóri í samtali við Rúv að það sé „engin stefnubreyting“. „Já. Við þurfum að átta okkur á því að sérsveitarmenn eru vopnaðir. Og þeir eru orðnir mjög sýnilegir í íslensku samfélagi. Þannig að almenningur er farinn að sjá vopnaða lögreglumenn mjög mikið hér á höfuðborgarsvæðinu. Þannig að það er engin nýlunda, það er engin stefnubreyting hvað það varðar. En almenningur á von á að sjá vopnaða sérsveitarmenn á þessum stóru útihátíðum,“ segir Haraldur.

SérsveitarmaðurÍ miðborg Reykjavíkur.

Að sögn Haraldar er ekki verið að auka vopnaburð. „Við erum ekki að auka vopnaburð. Það sem við erum að gera er að við erum að gera hina vopnuðu lögreglu í landinu, sérsveit ríkislögreglustjóra, sem dagsdaglega er undir vopnum, meira sýnilega á stórum samkomum. Samkomum þar sem tugir þúsunda koma saman á einhverri útihátíðinni.“

Haraldur segir að hver sekúnda skipti máli. Það sem hann óttast eru hryðjuverkaárásir íslamista, sambærilegar þeim sem urðu nýverið í London og Manchester.

Nýtt þjóðaröryggisráð, sem stýrt er af Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra, fundaði á „öruggum stað“ á Keflavíkurflugvelli í gær. Þar var rætt um aukinn viðbúnað og vopnaburð lögreglu. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Vopnaburður lögreglu

Mest lesið

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
2
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
5
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár