Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Ríkislögreglustjóri boðar vopnaða sérsveit á útihátíðir og segir að „engin nýlunda“ sé í vopnaburðinum

Har­ald­ur Johann­essen rík­is­lög­reglu­st­sjóri seg­ir að sér­sveit­in verði á 17. júní. Hann seg­ir að það sé eng­in stefnu­breyt­ing.

Ríkislögreglustjóri boðar vopnaða sérsveit á útihátíðir og segir að „engin nýlunda“ sé í vopnaburðinum
Ríkislögreglustjóri Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri segir embættið hafa uppfært mat sitt á hættu á hryðjuverkum eftir árásir í Manchester og London undanfarnar vikur.

Íslenskur almenningur þarf að búa við breyttan veruleika, þar sem vopnaðir sérsveitarmenn verða sýnilegir á útihátíðum, en það er engin stefnubreyting, að sögn Haraldar Johannessen ríkislögreglustjóra.

Vopnuð sérsveit verður á meðal mannfjöldans í hátíðarhöldunum á þjóðhátíðardaginn 17. júní, og svo á tónlistarhátíðinni Secret Solstice, auk þess sem nú er verið að skoða hvort sérsveitin mæti á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum.

Þótt vopnuð lögregla hafi ekki verið sýnileg á mannamótum á Íslandi fram að þessu, segir ríkislögreglustsjóri í samtali við Rúv að það sé „engin stefnubreyting“. „Já. Við þurfum að átta okkur á því að sérsveitarmenn eru vopnaðir. Og þeir eru orðnir mjög sýnilegir í íslensku samfélagi. Þannig að almenningur er farinn að sjá vopnaða lögreglumenn mjög mikið hér á höfuðborgarsvæðinu. Þannig að það er engin nýlunda, það er engin stefnubreyting hvað það varðar. En almenningur á von á að sjá vopnaða sérsveitarmenn á þessum stóru útihátíðum,“ segir Haraldur.

SérsveitarmaðurÍ miðborg Reykjavíkur.

Að sögn Haraldar er ekki verið að auka vopnaburð. „Við erum ekki að auka vopnaburð. Það sem við erum að gera er að við erum að gera hina vopnuðu lögreglu í landinu, sérsveit ríkislögreglustjóra, sem dagsdaglega er undir vopnum, meira sýnilega á stórum samkomum. Samkomum þar sem tugir þúsunda koma saman á einhverri útihátíðinni.“

Haraldur segir að hver sekúnda skipti máli. Það sem hann óttast eru hryðjuverkaárásir íslamista, sambærilegar þeim sem urðu nýverið í London og Manchester.

Nýtt þjóðaröryggisráð, sem stýrt er af Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra, fundaði á „öruggum stað“ á Keflavíkurflugvelli í gær. Þar var rætt um aukinn viðbúnað og vopnaburð lögreglu. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Vopnaburður lögreglu

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár