Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Ríkislögreglustjóri boðar vopnaða sérsveit á útihátíðir og segir að „engin nýlunda“ sé í vopnaburðinum

Har­ald­ur Johann­essen rík­is­lög­reglu­st­sjóri seg­ir að sér­sveit­in verði á 17. júní. Hann seg­ir að það sé eng­in stefnu­breyt­ing.

Ríkislögreglustjóri boðar vopnaða sérsveit á útihátíðir og segir að „engin nýlunda“ sé í vopnaburðinum
Ríkislögreglustjóri Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri segir embættið hafa uppfært mat sitt á hættu á hryðjuverkum eftir árásir í Manchester og London undanfarnar vikur.

Íslenskur almenningur þarf að búa við breyttan veruleika, þar sem vopnaðir sérsveitarmenn verða sýnilegir á útihátíðum, en það er engin stefnubreyting, að sögn Haraldar Johannessen ríkislögreglustjóra.

Vopnuð sérsveit verður á meðal mannfjöldans í hátíðarhöldunum á þjóðhátíðardaginn 17. júní, og svo á tónlistarhátíðinni Secret Solstice, auk þess sem nú er verið að skoða hvort sérsveitin mæti á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum.

Þótt vopnuð lögregla hafi ekki verið sýnileg á mannamótum á Íslandi fram að þessu, segir ríkislögreglustsjóri í samtali við Rúv að það sé „engin stefnubreyting“. „Já. Við þurfum að átta okkur á því að sérsveitarmenn eru vopnaðir. Og þeir eru orðnir mjög sýnilegir í íslensku samfélagi. Þannig að almenningur er farinn að sjá vopnaða lögreglumenn mjög mikið hér á höfuðborgarsvæðinu. Þannig að það er engin nýlunda, það er engin stefnubreyting hvað það varðar. En almenningur á von á að sjá vopnaða sérsveitarmenn á þessum stóru útihátíðum,“ segir Haraldur.

SérsveitarmaðurÍ miðborg Reykjavíkur.

Að sögn Haraldar er ekki verið að auka vopnaburð. „Við erum ekki að auka vopnaburð. Það sem við erum að gera er að við erum að gera hina vopnuðu lögreglu í landinu, sérsveit ríkislögreglustjóra, sem dagsdaglega er undir vopnum, meira sýnilega á stórum samkomum. Samkomum þar sem tugir þúsunda koma saman á einhverri útihátíðinni.“

Haraldur segir að hver sekúnda skipti máli. Það sem hann óttast eru hryðjuverkaárásir íslamista, sambærilegar þeim sem urðu nýverið í London og Manchester.

Nýtt þjóðaröryggisráð, sem stýrt er af Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra, fundaði á „öruggum stað“ á Keflavíkurflugvelli í gær. Þar var rætt um aukinn viðbúnað og vopnaburð lögreglu. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Vopnaburður lögreglu

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár