Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Páll Magnússon: „Leyfum lögreglunni að vinna sín störf í faglegum friði“

Páll Magnús­son gagn­rýn­ir Katrínu Jak­obs­dótt­ur fyr­ir að kalla eft­ir op­inni og gagn­særri um­ræðu um við­bún­að lög­reglu vegna hugs­an­legra hryðju­verka. Hann seg­ir gagn­sæi gagn­ast eng­um bet­ur en hugs­an­leg­um hryðju­verka­mönn­um.

Páll Magnússon: „Leyfum lögreglunni að vinna sín störf í faglegum friði“
Gagnsæi gagnist hryðjuverkamönnum Páll Magnússon segir afstöðu Katrínar Jakobsdóttur í meira lagi sérkennilega. Mynd: Pressphotos

Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir afstöðu Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, til viðbúnaðar lögreglu vera „í meira lagi sérkennilega“. „Hún hefur komið fram hjá fleirum úr VG, og reyndar Pírötum líka, og hlýtur eiginlega að vera einhverskonar úr sér gengið og öfugsnúið afsprengi þeirrar hugmyndar kommúnista og anarkista á síðustu öld, að lögreglan sé í eðli sínu óvinur almennings. Hún sé tæki auðvaldsins til að kúga alþýðuna. Þessi tímaskökku sjónarmið komu reyndar fram með sérlega ógeðfelldum hætti hjá sumum forystumönnum Vinstri grænna í Búsáhaldabyltingunni þegar lögreglan freistaði þess að tryggja vinnufrið Alþingis til lýðræðislegra athafna,“ skrifar Páll á Facebook-síðu sína um málið.  

Mikið hefur verið rætt um ákvörðun ríkislögreglustjóra um aukinn viðbúnað sérsveitarinnar á stórum mannfögnuðum í sumar sem felur meðal annars í sér að lögreglumenn beri sýnileg vopn. Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, segir að ákvörðunin hafi verið tekin í kjölfar nýlegra hryðjuverkaárása í Lundúnum. 

Katrín sagði í viðtali við RÚV að hún vildi opna umræðu um hvernig hryðjuverkaógn væri skilgreind og hvaða viðbúnaðar almenningur á Íslandi megi vænta af hálfu lögreglu. Páll segir hins vegar að engum myndi gagnast það gagnsæi betur en hugsanlegum hryðjuverkamönnum. „Leyfum lögreglunni að vinna sín störf í faglegum friði fyrir afdönkuðum sjónarmiðum af þessu tagi,“ skrifar Páll.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Vopnaburður lögreglu

Þingmaður Viðreisnar spyr hvers vegna fólki þyki nærvera vopnaðrar lögreglu óþægileg
FréttirVopnaburður lögreglu

Þing­mað­ur Við­reisn­ar spyr hvers vegna fólki þyki nær­vera vopn­aðr­ar lög­reglu óþægi­leg

„Er það vegna þess að fólk treyst­ir ekki ís­lensku sér­sveit­inni?“ spyr Jóna Sól­veig El­ín­ar­dótt­ir, þing­mað­ur Við­reisn­ar og með­lim­ur í Þjóðarör­ygg­is­ráði, um and­stöðu við nær­veru vopn­aðra sér­sveit­ar­manna á fjöl­skyldu- og úti­há­tíð­um. Lög­regl­an hef­ur kvart­að und­an skorti á fjár­mögn­un í fjár­mála­áætl­un und­ir for­ystu Við­reisn­ar og var­að við áhrif­um þess á ör­yggi borg­ar­anna.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár