Páll Magnússon: „Leyfum lögreglunni að vinna sín störf í faglegum friði“

Páll Magnús­son gagn­rýn­ir Katrínu Jak­obs­dótt­ur fyr­ir að kalla eft­ir op­inni og gagn­særri um­ræðu um við­bún­að lög­reglu vegna hugs­an­legra hryðju­verka. Hann seg­ir gagn­sæi gagn­ast eng­um bet­ur en hugs­an­leg­um hryðju­verka­mönn­um.

Páll Magnússon: „Leyfum lögreglunni að vinna sín störf í faglegum friði“
Gagnsæi gagnist hryðjuverkamönnum Páll Magnússon segir afstöðu Katrínar Jakobsdóttur í meira lagi sérkennilega. Mynd: Pressphotos

Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir afstöðu Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, til viðbúnaðar lögreglu vera „í meira lagi sérkennilega“. „Hún hefur komið fram hjá fleirum úr VG, og reyndar Pírötum líka, og hlýtur eiginlega að vera einhverskonar úr sér gengið og öfugsnúið afsprengi þeirrar hugmyndar kommúnista og anarkista á síðustu öld, að lögreglan sé í eðli sínu óvinur almennings. Hún sé tæki auðvaldsins til að kúga alþýðuna. Þessi tímaskökku sjónarmið komu reyndar fram með sérlega ógeðfelldum hætti hjá sumum forystumönnum Vinstri grænna í Búsáhaldabyltingunni þegar lögreglan freistaði þess að tryggja vinnufrið Alþingis til lýðræðislegra athafna,“ skrifar Páll á Facebook-síðu sína um málið.  

Mikið hefur verið rætt um ákvörðun ríkislögreglustjóra um aukinn viðbúnað sérsveitarinnar á stórum mannfögnuðum í sumar sem felur meðal annars í sér að lögreglumenn beri sýnileg vopn. Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, segir að ákvörðunin hafi verið tekin í kjölfar nýlegra hryðjuverkaárása í Lundúnum. 

Katrín sagði í viðtali við RÚV að hún vildi opna umræðu um hvernig hryðjuverkaógn væri skilgreind og hvaða viðbúnaðar almenningur á Íslandi megi vænta af hálfu lögreglu. Páll segir hins vegar að engum myndi gagnast það gagnsæi betur en hugsanlegum hryðjuverkamönnum. „Leyfum lögreglunni að vinna sín störf í faglegum friði fyrir afdönkuðum sjónarmiðum af þessu tagi,“ skrifar Páll.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Vopnaburður lögreglu

Þingmaður Viðreisnar spyr hvers vegna fólki þyki nærvera vopnaðrar lögreglu óþægileg
FréttirVopnaburður lögreglu

Þing­mað­ur Við­reisn­ar spyr hvers vegna fólki þyki nær­vera vopn­aðr­ar lög­reglu óþægi­leg

„Er það vegna þess að fólk treyst­ir ekki ís­lensku sér­sveit­inni?“ spyr Jóna Sól­veig El­ín­ar­dótt­ir, þing­mað­ur Við­reisn­ar og með­lim­ur í Þjóðarör­ygg­is­ráði, um and­stöðu við nær­veru vopn­aðra sér­sveit­ar­manna á fjöl­skyldu- og úti­há­tíð­um. Lög­regl­an hef­ur kvart­að und­an skorti á fjár­mögn­un í fjár­mála­áætl­un und­ir for­ystu Við­reisn­ar og var­að við áhrif­um þess á ör­yggi borg­ar­anna.

Mest lesið

Langþráður draumur um búskap rættist
1
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár