Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Páll Magnússon: „Leyfum lögreglunni að vinna sín störf í faglegum friði“

Páll Magnús­son gagn­rýn­ir Katrínu Jak­obs­dótt­ur fyr­ir að kalla eft­ir op­inni og gagn­særri um­ræðu um við­bún­að lög­reglu vegna hugs­an­legra hryðju­verka. Hann seg­ir gagn­sæi gagn­ast eng­um bet­ur en hugs­an­leg­um hryðju­verka­mönn­um.

Páll Magnússon: „Leyfum lögreglunni að vinna sín störf í faglegum friði“
Gagnsæi gagnist hryðjuverkamönnum Páll Magnússon segir afstöðu Katrínar Jakobsdóttur í meira lagi sérkennilega. Mynd: Pressphotos

Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir afstöðu Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, til viðbúnaðar lögreglu vera „í meira lagi sérkennilega“. „Hún hefur komið fram hjá fleirum úr VG, og reyndar Pírötum líka, og hlýtur eiginlega að vera einhverskonar úr sér gengið og öfugsnúið afsprengi þeirrar hugmyndar kommúnista og anarkista á síðustu öld, að lögreglan sé í eðli sínu óvinur almennings. Hún sé tæki auðvaldsins til að kúga alþýðuna. Þessi tímaskökku sjónarmið komu reyndar fram með sérlega ógeðfelldum hætti hjá sumum forystumönnum Vinstri grænna í Búsáhaldabyltingunni þegar lögreglan freistaði þess að tryggja vinnufrið Alþingis til lýðræðislegra athafna,“ skrifar Páll á Facebook-síðu sína um málið.  

Mikið hefur verið rætt um ákvörðun ríkislögreglustjóra um aukinn viðbúnað sérsveitarinnar á stórum mannfögnuðum í sumar sem felur meðal annars í sér að lögreglumenn beri sýnileg vopn. Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, segir að ákvörðunin hafi verið tekin í kjölfar nýlegra hryðjuverkaárása í Lundúnum. 

Katrín sagði í viðtali við RÚV að hún vildi opna umræðu um hvernig hryðjuverkaógn væri skilgreind og hvaða viðbúnaðar almenningur á Íslandi megi vænta af hálfu lögreglu. Páll segir hins vegar að engum myndi gagnast það gagnsæi betur en hugsanlegum hryðjuverkamönnum. „Leyfum lögreglunni að vinna sín störf í faglegum friði fyrir afdönkuðum sjónarmiðum af þessu tagi,“ skrifar Páll.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Vopnaburður lögreglu

Þingmaður Viðreisnar spyr hvers vegna fólki þyki nærvera vopnaðrar lögreglu óþægileg
FréttirVopnaburður lögreglu

Þing­mað­ur Við­reisn­ar spyr hvers vegna fólki þyki nær­vera vopn­aðr­ar lög­reglu óþægi­leg

„Er það vegna þess að fólk treyst­ir ekki ís­lensku sér­sveit­inni?“ spyr Jóna Sól­veig El­ín­ar­dótt­ir, þing­mað­ur Við­reisn­ar og með­lim­ur í Þjóðarör­ygg­is­ráði, um and­stöðu við nær­veru vopn­aðra sér­sveit­ar­manna á fjöl­skyldu- og úti­há­tíð­um. Lög­regl­an hef­ur kvart­að und­an skorti á fjár­mögn­un í fjár­mála­áætl­un und­ir for­ystu Við­reisn­ar og var­að við áhrif­um þess á ör­yggi borg­ar­anna.

Mest lesið

Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
4
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu