Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Vopnaðir lögreglumenn á Múlakaffi: Engar reglur um vopnaburð í matarhléi

Dag­leg­ur stjórn­andi sér­sveit­ar­inn­ar seg­ir að­stæð­ur í dag aðr­ar en í fyrra þeg­ar vopn­að­ur lög­reglu­mað­ur keypti sér sam­loku á veit­inga­staðn­um Lemon.

Vopnaðir lögreglumenn á Múlakaffi: Engar reglur um vopnaburð í matarhléi
Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd: Pressphotos.biz

Guðmundur Ómar Þráinsson, daglegur stjórnandi sérsveitarinnar, segir kvöldverð vopnaðra lögreglumanna á Múlakaffi í gærkvöldi ekki sambærilegan því þegar vopnaður lögreglumaður keypti sér samloku á veitingahúsinu Lemon á síðasta ári, en það atvik var athugað sérstaklega af embætti Ríkislögreglustjóra. „Aðstæður nú eru aðrar en þær voru í fyrra og ekki sambærilegar,“sagði Guðmundur Ómar þegar Stundin spurði hvernig brugðist yrði við vopnaburði lögreglumannanna á Múlakaffi.

Tveir lögreglumenn, vopnaðir skammbyssum, voru meðal matargesta á Múlakaffi í gærkvöldi. Gestum var mörgum brugðið við vopnaburðinn og sagði Guðmundur Sigurðsson, gestur á Múlakaffi, að nærvera vopnuðu lögreglumannanna hefði verið óþægileg og vígbúnaður ætti  ekki heima á veitingahúsum. Þetta kemur fram í færslu sem Guðmundur birti á Facebook.

Stundin fjallaði í fyrra um vopnaðan lögreglumann sem keypti sér samloku á veitingastaðnum Lemon á Laugavegi í lok mars í fyrra. „Í tilfelli sem þessu á sérsveitamaðurinn að skilja vopnið eftir í bílnum. Hér var um að ræða vopnaðan sérsveitarmann en eins og menn þekkja er sérsveitin vopnuð dags daglega,“ sagði Guðmundur Ómar, stjórnandi sérsveitarinnar, þegar Stundin leitaði svara vegna atviksins á Lemon. Þá sagði hann engar fastar reglur í gildi um vopnaburð sérsveitarmanna í matartímum.

Þegar Stundin leitaði svara hjá Guðmundi Ómari vegna atviksins á Múlakaffi nú og spurði hvort settar hefðu verið reglur um vopnaburð sérsveitarmanna í matartímum vísaði hann til vopnareglna lögreglu frá 5. febrúar 2015 og benti sérstaklega á ákvæði 31. greinar um vopnaburð.

Í ákvæðinu segir að við lögregluaðgerðir skulu lögreglumenn, sem vopnaðir eru skotvopnum, alla jafna vera einkennisklæddir og bera vopn sýnileg utanklæða, nema verkefnið sé þess eðlis að annað sé nauðsynlegt við úrlausn þess. Ákvæðið tekur hins vegar ekki til vopnaburðar í matartímum – eins og Guðmundur benti sjálfur á í samtali við Stundina fyrir ári síðan.

Mikil umræða varð eftir að sérsveitarmenn Ríkislögreglustjóra gengu um vopnaðir skotvopnum í miðbæ Reykjavíkur á meðan fjölskylduhátíðin Color Run fór fram um síðustu helgi. Í samtali við Stundina fyrr í þessari viku sagði Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri aukinn fjölda erlendra borgara á Íslandi og mannskæðar árásir í Evrópu að undanförnu á meðal þess sem hafi kallað á aukinn vopnaburð lögreglu. Haraldur sagði enn fremur ljóst að sami viðbúnaður yrði fyrir hendi á hátíðarhöldunum vegna 17. júní á morgun og eins á tónlistarhátíðinni Secret Solstice sem fram fer um helgina. Þá sé til skoðunar að sérsveitin annist eftirlit á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Lögregla og valdstjórn

Lögreglan mælir aukna ógn á hryðjuverkum í nýju áhættumati
FréttirLögregla og valdstjórn

Lög­regl­an mæl­ir aukna ógn á hryðju­verk­um í nýju áhættumati

Grein­ing­ar­deild rík­is­lög­reglu­stjóra kynnti fyr­ir skömmu til sög­unn­ar nýtt áhættumat sem legg­ur mat á ógn sem staf­ar af hryðju­verk­um hér á landi. Sam­kvæmt nýju áhættumati er hættu­stig­ið hér á landi met­ið á þriðja stigi af fimm sem þýð­ir að til stað­ar sé ásetn­ing­ur og geta til þess að skipu­leggja hryðju­verk hér á landi.
Lögreglan segir að gildandi lög hafi heft rannsókn á meintum ISIS-liða
FréttirLögregla og valdstjórn

Lög­regl­an seg­ir að gild­andi lög hafi heft rann­sókn á meint­um IS­IS-liða

Þrír menn voru hand­tekn­ir 12. janú­ar síð­ast­lið­inn í um­fangs­mik­illi lög­reglu­að­gerð á Ak­ur­eyri. Tveim­ur var sleppt en sá þriðji, sem var grun­að­ur um að­ild að IS­IS-hryðju­verka­sam­tök­un­um, var send­ur úr landi ásamt fjöl­skyldu sinni. Lög­regla hef­ur lít­ið tjáð sig um mál­ið vegna rann­sókn­ar­hags­muna. Í svör­um lög­reglu við fyr­ir­spurn Heim­ild­ar­inn­ar er þess þó get­ið að lög­regla hafi ekki ver­ið heim­iilt að nota all­ar upp­lýs­ing­arn­ar sem var miðl­að til henn­ar við rann­sókn máls­ins vegna gild­andi lagaum­hverf­is.
Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar
FréttirLögregla og valdstjórn

Helm­ing­ur yf­ir­stjórn­enda lög­regl­unn­ar fékk stöð­una án aug­lýs­ing­ar

Ít­rek­að er vikist und­an meg­in­regl­unni um aug­lýs­inga­skyldu þeg­ar ráð­ið er í yf­ir­manns­stöð­ur hjá lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. „Eins og þið þekk­ið eru breyt­ing­ar og aug­lýs­ing­ar á yf­ir­manna­stöð­um sér­stak­lega vel til þess falln­ar að stuðla að óró­leika hjá embætt­inu,“ sagði lög­reglu­stjóri í bréfi til starfs­manna. GRECO hef­ur gagn­rýnt verklag­ið.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár