Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Vopnaðir lögreglumenn á Múlakaffi: Engar reglur um vopnaburð í matarhléi

Dag­leg­ur stjórn­andi sér­sveit­ar­inn­ar seg­ir að­stæð­ur í dag aðr­ar en í fyrra þeg­ar vopn­að­ur lög­reglu­mað­ur keypti sér sam­loku á veit­inga­staðn­um Lemon.

Vopnaðir lögreglumenn á Múlakaffi: Engar reglur um vopnaburð í matarhléi
Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd: Pressphotos.biz

Guðmundur Ómar Þráinsson, daglegur stjórnandi sérsveitarinnar, segir kvöldverð vopnaðra lögreglumanna á Múlakaffi í gærkvöldi ekki sambærilegan því þegar vopnaður lögreglumaður keypti sér samloku á veitingahúsinu Lemon á síðasta ári, en það atvik var athugað sérstaklega af embætti Ríkislögreglustjóra. „Aðstæður nú eru aðrar en þær voru í fyrra og ekki sambærilegar,“sagði Guðmundur Ómar þegar Stundin spurði hvernig brugðist yrði við vopnaburði lögreglumannanna á Múlakaffi.

Tveir lögreglumenn, vopnaðir skammbyssum, voru meðal matargesta á Múlakaffi í gærkvöldi. Gestum var mörgum brugðið við vopnaburðinn og sagði Guðmundur Sigurðsson, gestur á Múlakaffi, að nærvera vopnuðu lögreglumannanna hefði verið óþægileg og vígbúnaður ætti  ekki heima á veitingahúsum. Þetta kemur fram í færslu sem Guðmundur birti á Facebook.

Stundin fjallaði í fyrra um vopnaðan lögreglumann sem keypti sér samloku á veitingastaðnum Lemon á Laugavegi í lok mars í fyrra. „Í tilfelli sem þessu á sérsveitamaðurinn að skilja vopnið eftir í bílnum. Hér var um að ræða vopnaðan sérsveitarmann en eins og menn þekkja er sérsveitin vopnuð dags daglega,“ sagði Guðmundur Ómar, stjórnandi sérsveitarinnar, þegar Stundin leitaði svara vegna atviksins á Lemon. Þá sagði hann engar fastar reglur í gildi um vopnaburð sérsveitarmanna í matartímum.

Þegar Stundin leitaði svara hjá Guðmundi Ómari vegna atviksins á Múlakaffi nú og spurði hvort settar hefðu verið reglur um vopnaburð sérsveitarmanna í matartímum vísaði hann til vopnareglna lögreglu frá 5. febrúar 2015 og benti sérstaklega á ákvæði 31. greinar um vopnaburð.

Í ákvæðinu segir að við lögregluaðgerðir skulu lögreglumenn, sem vopnaðir eru skotvopnum, alla jafna vera einkennisklæddir og bera vopn sýnileg utanklæða, nema verkefnið sé þess eðlis að annað sé nauðsynlegt við úrlausn þess. Ákvæðið tekur hins vegar ekki til vopnaburðar í matartímum – eins og Guðmundur benti sjálfur á í samtali við Stundina fyrir ári síðan.

Mikil umræða varð eftir að sérsveitarmenn Ríkislögreglustjóra gengu um vopnaðir skotvopnum í miðbæ Reykjavíkur á meðan fjölskylduhátíðin Color Run fór fram um síðustu helgi. Í samtali við Stundina fyrr í þessari viku sagði Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri aukinn fjölda erlendra borgara á Íslandi og mannskæðar árásir í Evrópu að undanförnu á meðal þess sem hafi kallað á aukinn vopnaburð lögreglu. Haraldur sagði enn fremur ljóst að sami viðbúnaður yrði fyrir hendi á hátíðarhöldunum vegna 17. júní á morgun og eins á tónlistarhátíðinni Secret Solstice sem fram fer um helgina. Þá sé til skoðunar að sérsveitin annist eftirlit á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Lögregla og valdstjórn

Lögreglan mælir aukna ógn á hryðjuverkum í nýju áhættumati
FréttirLögregla og valdstjórn

Lög­regl­an mæl­ir aukna ógn á hryðju­verk­um í nýju áhættumati

Grein­ing­ar­deild rík­is­lög­reglu­stjóra kynnti fyr­ir skömmu til sög­unn­ar nýtt áhættumat sem legg­ur mat á ógn sem staf­ar af hryðju­verk­um hér á landi. Sam­kvæmt nýju áhættumati er hættu­stig­ið hér á landi met­ið á þriðja stigi af fimm sem þýð­ir að til stað­ar sé ásetn­ing­ur og geta til þess að skipu­leggja hryðju­verk hér á landi.
Lögreglan segir að gildandi lög hafi heft rannsókn á meintum ISIS-liða
FréttirLögregla og valdstjórn

Lög­regl­an seg­ir að gild­andi lög hafi heft rann­sókn á meint­um IS­IS-liða

Þrír menn voru hand­tekn­ir 12. janú­ar síð­ast­lið­inn í um­fangs­mik­illi lög­reglu­að­gerð á Ak­ur­eyri. Tveim­ur var sleppt en sá þriðji, sem var grun­að­ur um að­ild að IS­IS-hryðju­verka­sam­tök­un­um, var send­ur úr landi ásamt fjöl­skyldu sinni. Lög­regla hef­ur lít­ið tjáð sig um mál­ið vegna rann­sókn­ar­hags­muna. Í svör­um lög­reglu við fyr­ir­spurn Heim­ild­ar­inn­ar er þess þó get­ið að lög­regla hafi ekki ver­ið heim­iilt að nota all­ar upp­lýs­ing­arn­ar sem var miðl­að til henn­ar við rann­sókn máls­ins vegna gild­andi lagaum­hverf­is.
Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar
FréttirLögregla og valdstjórn

Helm­ing­ur yf­ir­stjórn­enda lög­regl­unn­ar fékk stöð­una án aug­lýs­ing­ar

Ít­rek­að er vikist und­an meg­in­regl­unni um aug­lýs­inga­skyldu þeg­ar ráð­ið er í yf­ir­manns­stöð­ur hjá lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. „Eins og þið þekk­ið eru breyt­ing­ar og aug­lýs­ing­ar á yf­ir­manna­stöð­um sér­stak­lega vel til þess falln­ar að stuðla að óró­leika hjá embætt­inu,“ sagði lög­reglu­stjóri í bréfi til starfs­manna. GRECO hef­ur gagn­rýnt verklag­ið.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár