Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Vopnaðir lögreglumenn á Múlakaffi: Engar reglur um vopnaburð í matarhléi

Dag­leg­ur stjórn­andi sér­sveit­ar­inn­ar seg­ir að­stæð­ur í dag aðr­ar en í fyrra þeg­ar vopn­að­ur lög­reglu­mað­ur keypti sér sam­loku á veit­inga­staðn­um Lemon.

Vopnaðir lögreglumenn á Múlakaffi: Engar reglur um vopnaburð í matarhléi
Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd: Pressphotos.biz

Guðmundur Ómar Þráinsson, daglegur stjórnandi sérsveitarinnar, segir kvöldverð vopnaðra lögreglumanna á Múlakaffi í gærkvöldi ekki sambærilegan því þegar vopnaður lögreglumaður keypti sér samloku á veitingahúsinu Lemon á síðasta ári, en það atvik var athugað sérstaklega af embætti Ríkislögreglustjóra. „Aðstæður nú eru aðrar en þær voru í fyrra og ekki sambærilegar,“sagði Guðmundur Ómar þegar Stundin spurði hvernig brugðist yrði við vopnaburði lögreglumannanna á Múlakaffi.

Tveir lögreglumenn, vopnaðir skammbyssum, voru meðal matargesta á Múlakaffi í gærkvöldi. Gestum var mörgum brugðið við vopnaburðinn og sagði Guðmundur Sigurðsson, gestur á Múlakaffi, að nærvera vopnuðu lögreglumannanna hefði verið óþægileg og vígbúnaður ætti  ekki heima á veitingahúsum. Þetta kemur fram í færslu sem Guðmundur birti á Facebook.

Stundin fjallaði í fyrra um vopnaðan lögreglumann sem keypti sér samloku á veitingastaðnum Lemon á Laugavegi í lok mars í fyrra. „Í tilfelli sem þessu á sérsveitamaðurinn að skilja vopnið eftir í bílnum. Hér var um að ræða vopnaðan sérsveitarmann en eins og menn þekkja er sérsveitin vopnuð dags daglega,“ sagði Guðmundur Ómar, stjórnandi sérsveitarinnar, þegar Stundin leitaði svara vegna atviksins á Lemon. Þá sagði hann engar fastar reglur í gildi um vopnaburð sérsveitarmanna í matartímum.

Þegar Stundin leitaði svara hjá Guðmundi Ómari vegna atviksins á Múlakaffi nú og spurði hvort settar hefðu verið reglur um vopnaburð sérsveitarmanna í matartímum vísaði hann til vopnareglna lögreglu frá 5. febrúar 2015 og benti sérstaklega á ákvæði 31. greinar um vopnaburð.

Í ákvæðinu segir að við lögregluaðgerðir skulu lögreglumenn, sem vopnaðir eru skotvopnum, alla jafna vera einkennisklæddir og bera vopn sýnileg utanklæða, nema verkefnið sé þess eðlis að annað sé nauðsynlegt við úrlausn þess. Ákvæðið tekur hins vegar ekki til vopnaburðar í matartímum – eins og Guðmundur benti sjálfur á í samtali við Stundina fyrir ári síðan.

Mikil umræða varð eftir að sérsveitarmenn Ríkislögreglustjóra gengu um vopnaðir skotvopnum í miðbæ Reykjavíkur á meðan fjölskylduhátíðin Color Run fór fram um síðustu helgi. Í samtali við Stundina fyrr í þessari viku sagði Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri aukinn fjölda erlendra borgara á Íslandi og mannskæðar árásir í Evrópu að undanförnu á meðal þess sem hafi kallað á aukinn vopnaburð lögreglu. Haraldur sagði enn fremur ljóst að sami viðbúnaður yrði fyrir hendi á hátíðarhöldunum vegna 17. júní á morgun og eins á tónlistarhátíðinni Secret Solstice sem fram fer um helgina. Þá sé til skoðunar að sérsveitin annist eftirlit á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Lögregla og valdstjórn

Lögreglan mælir aukna ógn á hryðjuverkum í nýju áhættumati
FréttirLögregla og valdstjórn

Lög­regl­an mæl­ir aukna ógn á hryðju­verk­um í nýju áhættumati

Grein­ing­ar­deild rík­is­lög­reglu­stjóra kynnti fyr­ir skömmu til sög­unn­ar nýtt áhættumat sem legg­ur mat á ógn sem staf­ar af hryðju­verk­um hér á landi. Sam­kvæmt nýju áhættumati er hættu­stig­ið hér á landi met­ið á þriðja stigi af fimm sem þýð­ir að til stað­ar sé ásetn­ing­ur og geta til þess að skipu­leggja hryðju­verk hér á landi.
Lögreglan segir að gildandi lög hafi heft rannsókn á meintum ISIS-liða
FréttirLögregla og valdstjórn

Lög­regl­an seg­ir að gild­andi lög hafi heft rann­sókn á meint­um IS­IS-liða

Þrír menn voru hand­tekn­ir 12. janú­ar síð­ast­lið­inn í um­fangs­mik­illi lög­reglu­að­gerð á Ak­ur­eyri. Tveim­ur var sleppt en sá þriðji, sem var grun­að­ur um að­ild að IS­IS-hryðju­verka­sam­tök­un­um, var send­ur úr landi ásamt fjöl­skyldu sinni. Lög­regla hef­ur lít­ið tjáð sig um mál­ið vegna rann­sókn­ar­hags­muna. Í svör­um lög­reglu við fyr­ir­spurn Heim­ild­ar­inn­ar er þess þó get­ið að lög­regla hafi ekki ver­ið heim­iilt að nota all­ar upp­lýs­ing­arn­ar sem var miðl­að til henn­ar við rann­sókn máls­ins vegna gild­andi lagaum­hverf­is.
Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar
FréttirLögregla og valdstjórn

Helm­ing­ur yf­ir­stjórn­enda lög­regl­unn­ar fékk stöð­una án aug­lýs­ing­ar

Ít­rek­að er vikist und­an meg­in­regl­unni um aug­lýs­inga­skyldu þeg­ar ráð­ið er í yf­ir­manns­stöð­ur hjá lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. „Eins og þið þekk­ið eru breyt­ing­ar og aug­lýs­ing­ar á yf­ir­manna­stöð­um sér­stak­lega vel til þess falln­ar að stuðla að óró­leika hjá embætt­inu,“ sagði lög­reglu­stjóri í bréfi til starfs­manna. GRECO hef­ur gagn­rýnt verklag­ið.

Mest lesið

Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
5
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu