Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Beitti piparúða í unglingateiti en biður um traust til að bera skotvopn

Ósk­ar Þór Guð­munds­son lög­reglu­mað­ur bið­ur al­menn­ing um traust og seg­ir um­ræð­una um vopna­burð lög­regl­unn­ar á villi­göt­um. Sjálf­ur tók hann þátt í lög­reglu­að­gerð í fyrra þar sem piparúða var beitt gegn ung­menn­um sem neit­uðu að yf­ir­gefa sam­kvæmi.

Beitti piparúða í unglingateiti en biður um traust til að bera skotvopn
Lögregla að störfum Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd: Pressphotos

Pistill Óskars Þórs Guðmundssonar, lögreglumanns á Neskaupsstað, um vopnaburð lögreglu hefur vakið athygli í dag. Hann biður almenning um að sýna lögreglunni traust til að bera skotvopn og segir umræðuna um aukinn vopnaburð lögreglunnar á villigötum. Óskar Þór tók sjálfur þátt í lögregluaðgerð fyrir um ári síðan þar sem piparúða var meðal annars beitt gegn ungu fólki á aldrinum 17 til 18 ára. 

Þrjú ungmenni leituðu á sjúkrahús vegna lögreglu

RÚV greindi frá því í maí á síðasta ári að mikil reiði væri á Neskaupstað vegna harkalegrar lögregluaðgerðar sem beindist gegn ungu fólki. Þrír hafi leitað á sjúkrahús eftir aðgerðirnar. Nokkur ungmenni höfðu tekið Blúskjallarann á Neskaupstað á leigu undir gleðskap fyrir og eftir árshátíðarball Verkmenntaskóla Austurlands. Eftir að ballinu lauk fékk lögreglan tilkynningu um að unglingar sætu að drykkju í kjallaranum. Í frétt RÚV er haft eftir Elís Ármannssyni, nema í verkmenntaskólanum, að lögreglan hafi vaðið inn í einkasamkvæmið og skipað öllum að fara út. Þeir sem væru orðnir 18 ára hafi mótmælt og talið sig mega skemmta sér þar í friði enda samkvæmið friðsamlegt. 

„Þá dregur lögreglumaður upp piparúðann og sprautar yfir fólk án þess að kalla mace.“

„Það er einn strákur sem er að segja við lögreglumann að hann hafi sinn rétt til að vera þarna því hann væri orðinn 18 ára. Lögreglumaðurinn kemur og ýtir í hann og hann segist ætla að kæra hann fyrir ofbeldi. Þá tekur hann hendina fyrir aftan bak og grýtir honum utan í vegg. Þar áður voru þeir búnir að kalla að ef við ætluðum ekki að fá sekt fyrir að hlýða ekki lögreglu þá skyldum við drulla okkur út. Þegar hann grýtti honum utan í vegginn voru félagar hans ekki sáttir við það og fóru að mótmæla þessu. Spurðu: „Hvað í fokkanum ertu að gera?“ Þá dregur lögreglumaður upp piparúðann og sprautar yfir fólk án þess að kalla mace,“ sagði Elís meðal annars. 

Á meðal þeirra sem hafi fengið piparúða í andlitið hafi verið 17 ára stúlka sem hafi ekki verið að gera neitt. Þrír leituðu á Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað eftir að hafa fengið piparúða í augun.

Óskar Þór var einn þriggja lögreglumanna sem tóku þátt í aðgerðinni. Hann sagði í samtali við RÚV að unglingar allt niður í 16 ára hafi reynst vera að drekka, enginn hafi viðurkennt að vera húsráðandi og lögregla hafi árangurslaust í 15 mínútur reynt að rýma svæðið með góðu. Þá segir hann ungmenni á staðnum hafa gert aðsúg að lögreglu þegar einn piltur hafi verið handtekinn og að ekkert annað hafi verið í stöðunni en að beita piparúða.

Segir ítrekað vegið að starfsheiðri lögreglu

Óskar Þór hefur áður blandað sér í umræðuna um vopnaburð lögreglu, en árið 2014 skrifaði hann pistil um málið á Facebook, og fjallað var um á Vísi, þar sem hann biður fólk um að treysta sér – allar hans ákvarðanir séu og verði alltaf teknar með hagmuni og velferð annarra í húfi. 

Óskar Þór Guðmundsson

Í pistli sem Óskar Þór birti á Facebook-síðu sinni í gær gagnrýnir hann þá umræðu sem hefur orðið í samfélaginu í kjölfar ákvörðunar ríkislögreglustjóra að sérsveitamenn beri vopn á fjölmennum mannamótum í sumar. „Sumir hafa beinlínis sagt að lögreglumaður með skotvopn sé stórhættulegur almennum borgurum og talsverðar líkur séu á því að menn bara missi stjórn á skapi sínu og skjóti almenna borgara í gríð og erg. Þessi komment eru afsprengi þess að við búum í opnu samfélagi þar sem allir hafa rétt á að tjá sig hversu málefnaleg sú tjáning er og allir geta tjáð sig um málefni sem þeir hafa litla eða enga þekkingu á,“ skrifar Óskar Þór meðal annars. Hann segir ekki fara mikið fyrir rökræðum í þessum hópi, aðeins upphrópanir og skítkast út í stétt lögreglumanna sem hefur það vandasama verk með höndum að gæta öryggis þessa sama fólks. 

„Ekki hefur lögreglan á Íslandi forvirkar rannsóknarheimildir eins og lögregla í öllum löndum í kringum okkur.“

„Kannanir sem hafa verið gerðar sýna að mjög mikill meirihluti þjóðarinnar stendur á bak við lögregluna og hefur skilning á því að þessar aðgerðir eru nauðsynlegar í þeirri viðleitni að tryggja öryggi borgaranna og gera lögregluna betur í stakk búna til að bregðast við ef „skíturinn fer í viftuna“. Ekki hefur lögreglan á Íslandi forvirkar rannsóknarheimildir eins og lögregla í öllum löndum í kringum okkur og því ólíklegra að það takist að upplýsa og koma í veg fyrir ódæðisverk áður en þau verða framin,“ skrifar Óskar Þór ennfremur og biður fólk um að vanda sig í þessari umræðu, því flestum lögreglumönnum sárni þegar vegið sé ítrekað að starfsheiðri þeirra og þeir úthrópaðir sem ótýndir glæpamenn.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Vopnaburður lögreglu

Þingmaður Viðreisnar spyr hvers vegna fólki þyki nærvera vopnaðrar lögreglu óþægileg
FréttirVopnaburður lögreglu

Þing­mað­ur Við­reisn­ar spyr hvers vegna fólki þyki nær­vera vopn­aðr­ar lög­reglu óþægi­leg

„Er það vegna þess að fólk treyst­ir ekki ís­lensku sér­sveit­inni?“ spyr Jóna Sól­veig El­ín­ar­dótt­ir, þing­mað­ur Við­reisn­ar og með­lim­ur í Þjóðarör­ygg­is­ráði, um and­stöðu við nær­veru vopn­aðra sér­sveit­ar­manna á fjöl­skyldu- og úti­há­tíð­um. Lög­regl­an hef­ur kvart­að und­an skorti á fjár­mögn­un í fjár­mála­áætl­un und­ir for­ystu Við­reisn­ar og var­að við áhrif­um þess á ör­yggi borg­ar­anna.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár