Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Alda Hrönn kvartaði undan Ara Matthíassyni

Alda Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir er sá yf­ir­mað­ur hjá lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem kvart­aði við mennta­mála­ráðu­neyt­ið og inn­an­rík­is­ráðu­neyt­ið und­an einka­tölvu­pósti Ara Matth­ías­son­ar. Alda er mág­kona eins eig­anda DV sem birti frétt um mál­ið. Hörð valda­bar­átta er háð inn­an lög­regl­unn­ar.

Alda Hrönn kvartaði undan Ara Matthíassyni
Aðstoðarlögreglustjóri Alda Hrönn Jóhannesdóttir kvartaði til menntamálaráðuneytisins og innanríkisráðuneytisins yfir einkatölvupósti Ara Matthíassonar. Mynd: RÚV

Alda Hrönn Jóhannesdóttir aðstoðarlögreglustjóri kvartaði til menntamálaráðuneytisins og innanríkisráðuneytisins vegna einkatölvupósts frá Ara Matthíassyni þjóðleikhússtjóra til Jóns H. B. Snorrasonar aðstoðarlögreglustjóra. Samkvæmt forsíðufrétt DV í gær fór tölvupósturinn fyrir mistök á fleiri aðila, en Alda Hrönn taldi hann ærumeiðandi og niðrandi gagnvart sér.

Ari kaus að tjá sig ekki um málið þegar Stundin leitaði eftir viðbrögðum frá honum. Í frétt DV ítrekaði Ari hins vegar að um væri að ræða einkapóst á milli tveggja vina þar sem þetta hafi verið sett upp sem gamanmál. „Ég hélt að það væri stjórnarskrárbundinn réttur hvers og eins að einkasamskipti væri lögvernduð,“ var haft eftir Ara í frétt DV.

Þar var greint frá því að ónafngreindur aðili hefði kvartað undan bréfinu og að málið væri til skoðunar hjá menntamálaráðuneytinu. Fram kom að ritstjóri DV hefði kynnt sér innihald póstsins og greint frá því að Ari hefði notað orð á borð við „kvendi“, „þessara kvenna“ og „stelpurnar“. Ljóst væri að með stelpunum ætti hann við þær Öldu Hrönn og Sigríði Björk Guðjónsdóttur, lögreglustjóra.

Eggert Skúlason, ritstjóri blaðsins, skrifaði fréttina, en skömmu eftir útgáfu blaðsins birtist leiðrétting á vefnum þar sem fram kom að Ari hefði aldrei notað orði „kvendið“ í tölvupóstinum. Þar sagði einnig að Ari hefði sagt að lekar af málum lögreglunnar kæmi frá þeim konum sem væru æðstu stjórnendur í lögreglunni.

Tvíburasystir Öldu Hrannar er Bára Hildur Jóhannsdóttir, maki Arnars Ægissonar, sem er framkvæmdastjóri Pressunnar og stór hluthafi í DV.

„Gamaldags karlremba“

Í kjölfar fréttarinnar birtist svo pistill í slúður- og skoðanadálkinum Orðið á götunni á vef Pressunar þar sem Ari var sagður „gamaldags karlremba“.

„Ari hefur á undanförnum árum gefið sig út fyrir að vera nútímalegur femínisti, baráttumaður fyrir jöfnum hlut kynjanna, talað skýrt í þá veru á opinberum vettvangi. Nú er komið í ljós að Ari er líka gamaldags karlremba þegar hann er í einrúmi og sendir vini sínum tölvupóst. Þá eru æðstu yfirmenn lögreglunnar í Reykjavík orðnar „stelpurnar“ og fast skotið á Harald Johannessen ríkislögreglustjóra fyrir að vilja „uppræta spillingu“ með þeim,“ segir í pistlinum.

Ekki náðist í Öldu Hrönn við vinnslu fréttar.

Flæktist í lekamálið

Alda Hrönn er nánasti samstarfsmaður Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu. Alda Hrönn og Sigríður Björk störfuðu saman um árabil hjá Lögreglunni á Suðurnesjum. Eftir að Sigríður Björk var skipuð lögreglustjóri af þáverandi innanríkisráðherra Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, var Alda Hrönn sett aðstoðarlögreglustjóri í stað Harðar Jóhannessonar.

Hörður hafði verið einn nánasti samstarfsmaður Stefáns Eiríkssonar fyrrum lögreglustjóra. Stundin fjallaði ítarlega um þær hrókeringar sem áttu sér stað innan lögreglunnar fyrir ári síðan og má lesa nánar um það hér.  

Vakti athygli að Sigríður Björk var skipuð án auglýsingar af Hönnu Birnu, en hún braut lög þegar hún, þá lögreglustjóri á Suðurnesjum, sendi Gísla Frey Valdórssyni persónuupplýsingar um hælisleitandann Tony Omos. Gísli Freyr var á þeim tíma aðstoðarmaður Hönnu Birnu innanríkisráðherra. Hann var dæmdur fyrir að leka persónuupplýsingum, sem byggðu meðal annars á rannsóknargögnum frá Suðurnesjum, í fjölmiðla.

Sigríður Björk og Hanna Birna störfuðu saman innan Sjálfstæðisflokksins.

Grimmt valdatafl

Líkt og hefur komið fram í fjölmiðlum er mikil ólga innan lögreglunnar, þar sem tekist er á um starfshætti Sigríðar Bjarkar. Samkvæmt RÚV hafa fjórtán lögreglumenn kvartað til Landssambands lögreglumanna yfir Sigríði Björk. Auk þess hafa Ólöfu Nordal innanríkisráðherra borist kvartanir frá lögreglumönnum. Þeirra á meðal var Aldís Hilmarsdóttir, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglu höfuðborgarsvæðisins, sem fór á fund Ólafar til að ræða samskipti sín við Sigríði Björk.

Þegar Aldís óskaði eftir fundinum sættu tveir lögreglufulltrúar fíkniefnadeildarinnar rannsókn Ríkissaksóknara annars vegar og Héraðssaksóknara hins vegar, vegna meintra brota í starfi. Þá greindi RÚV frá því að lengi hefði verið stirt á milli Aldísar og Sigríðar Bjarkar lögreglustjóra. Þá staðhæfði Fréttatíminn að lögreglustjórinn hefði viljað flytja Aldísi úr fíkniefnadeildinni en Jón H. B. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri, og Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn, hefðu verið því mótfallnir. Áður hafði Aldís afþakkað flutning til héraðssaksóknara í desember.

Örfáum dögum eftir að fréttir voru sagðar af fundi Aldísar og ráðherrans var hún færð tímabundið til í starfi. Samkvæmt RÚV var sú ákvörðun alfarið tekin af Sigríði Björk og án samráðs við Aldísi, sem leitaði til lögfræðings vegna málsins. Sigríður Björk sagðist hins vegar hafa metið það sem svo að það væri gott að fá utanaðkomandi aðila til að stýra fíkniefnadeildinni um tíma. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Valdatafl í lögreglunni

Rannsóknir fíkniefnamála í lamasessi og miðlæga deildin sögð „gjörsamlega í molum“
Fréttir

Rann­sókn­ir fíkni­efna­mála í lamasessi og mið­læga deild­in sögð „gjör­sam­lega í mol­um“

Lít­ið er um frum­kvæð­is­rann­sókn­ir og lög­regl­an ræð­ur ekki leng­ur við um­fangs­mik­il fíkni­efna­mál. „Óstarf­hæft“ og „handónýtt batte­rí“ eru dæmi um ein­kunn­ir sem lög­reglu­menn gefa vinnu­staðn­um. Yf­ir­mað­ur mið­lægu deild­ar­inn­ar hætt­ir og hverf­ur aft­ur til fyrri starfa hjá sér­sveit­inni.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár