Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Yfirlýsing frá Sigríði Björk

„Ég hyggst leggja mig fram um að hlusta bet­ur á ólík sjón­ar­mið,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu sem Sig­ríð­ur Björk hef­ur sent frá sér vegna um­fjöll­un­ar um meint einelti henn­ar og ólög­mæt­ar embættis­at­hafn­ir. Hún kveðst hafa skiln­ing á því að und­ir­menn sín­ir leiti til fjöl­miðla.

Yfirlýsing frá Sigríði Björk

Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna umfjöllunar og fyrirspurna fjölmiðla um kvörtun sem lögreglumaður sem starfaði á fíkniefnasviði miðlægu rannsóknardeildarinnar beindi til starfsmannaskrifstofu lögreglu og innanríkisráðuneytisins fyrr í vikunni. Stundin hefur fjallað ítarlega um málið og bauð Sigríði Björk að koma sjónarmiðum sínum á framfæri í gær. Yfirlýsing hennar hljóðar svo:

Ég get ekki tjáð um mig um mál einstakra lögreglumanna en virði rétt allra opinberra starfsmanna til að nýta þau réttarúrræði sem til staðar eru, telji þeir á sig hallað. Ákvarðanir sem teknar eru af stjórnendum lögregluembætta eru ekki alltaf líklegar til vinsælda. Það á ekki síst við um þær sem hafa í för með sér breytingar á verkefnum eða valdsviði einstaklinga. Hitt er skýrt að sem lögreglustjóri er það ábyrgð mín að skipta verkum og sú ábyrgð er ótvíræð. Ég hef gert margar breytingar frá því að ég tók við sem lögreglustjóri og miða þær allar að því að gera lögregluna aðgengilegri, skipurit flatara, boðleiðir styttri og en fyrst og fremst að bæta þjónustu okkar við borgarana. Einnig hef ég lagt aukna áherslu á ákveðna málaflokka eins og kynferðisbrotamál, mansal og heimilisofbeldismál og þar er starfsfólk embættisins búið að vinna frábært starf í erfiðum verkefnum. Líkt og títt er um slíkar breytingar geta þær verið umdeildar, hitt í mark hjá sumum en valdið óánægju annarra. Ég hef hlustað á ábendingar lögreglumanna en mikið af óánægjunni hefur borist frá nafnlausum aðilum í gegnum fjölmiðla. Ég kysi auðvitað helst að eiga ekki í slíkum samskiptum en vissulega getur sú leið í sumum tilfellum verið eina leiðin fyrir einstaka starfsmenn eða stjórnendur til að koma á framfæri gagnrýni á stjórnvaldsákvarðanir. Fjölmiðlar eiga að veita aðhald og lögreglan er þar engin undantekning frekar en aðrar stofnanir. Ég hef á því fullan skilning og sumt sem fram hefur komið hefur vakið okkur til vitundar um hluti sem mættu betur fara, bæði varðandi innri og ytri samskipti. Ég hyggst leggja mig fram um að hlusta betur á ólík sjónarmið en um leið er enginn bilbugur á mér og samstarfsfólki mínu að halda áfram því umbreytingarverkefni sem við hófum hér hjá embættinu fyrir tveimur árum.

Virðingarfyllst,
Sigríður Björk Guðjónsdóttir
Lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Lögregla og valdstjórn

Lögreglan mælir aukna ógn á hryðjuverkum í nýju áhættumati
FréttirLögregla og valdstjórn

Lög­regl­an mæl­ir aukna ógn á hryðju­verk­um í nýju áhættumati

Grein­ing­ar­deild rík­is­lög­reglu­stjóra kynnti fyr­ir skömmu til sög­unn­ar nýtt áhættumat sem legg­ur mat á ógn sem staf­ar af hryðju­verk­um hér á landi. Sam­kvæmt nýju áhættumati er hættu­stig­ið hér á landi met­ið á þriðja stigi af fimm sem þýð­ir að til stað­ar sé ásetn­ing­ur og geta til þess að skipu­leggja hryðju­verk hér á landi.
Lögreglan segir að gildandi lög hafi heft rannsókn á meintum ISIS-liða
FréttirLögregla og valdstjórn

Lög­regl­an seg­ir að gild­andi lög hafi heft rann­sókn á meint­um IS­IS-liða

Þrír menn voru hand­tekn­ir 12. janú­ar síð­ast­lið­inn í um­fangs­mik­illi lög­reglu­að­gerð á Ak­ur­eyri. Tveim­ur var sleppt en sá þriðji, sem var grun­að­ur um að­ild að IS­IS-hryðju­verka­sam­tök­un­um, var send­ur úr landi ásamt fjöl­skyldu sinni. Lög­regla hef­ur lít­ið tjáð sig um mál­ið vegna rann­sókn­ar­hags­muna. Í svör­um lög­reglu við fyr­ir­spurn Heim­ild­ar­inn­ar er þess þó get­ið að lög­regla hafi ekki ver­ið heim­iilt að nota all­ar upp­lýs­ing­arn­ar sem var miðl­að til henn­ar við rann­sókn máls­ins vegna gild­andi lagaum­hverf­is.
Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar
FréttirLögregla og valdstjórn

Helm­ing­ur yf­ir­stjórn­enda lög­regl­unn­ar fékk stöð­una án aug­lýs­ing­ar

Ít­rek­að er vikist und­an meg­in­regl­unni um aug­lýs­inga­skyldu þeg­ar ráð­ið er í yf­ir­manns­stöð­ur hjá lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. „Eins og þið þekk­ið eru breyt­ing­ar og aug­lýs­ing­ar á yf­ir­manna­stöð­um sér­stak­lega vel til þess falln­ar að stuðla að óró­leika hjá embætt­inu,“ sagði lög­reglu­stjóri í bréfi til starfs­manna. GRECO hef­ur gagn­rýnt verklag­ið.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Sparnaðarráð frá borgarfulltrúa og tilboð frá gámafélagi
6
Stjórnmál

Sparn­að­ar­ráð frá borg­ar­full­trúa og til­boð frá gáma­fé­lagi

Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir borg­ar­full­trúi hef­ur nýtt sér hug­mynda­söfn­un borg­ar­inn­ar um hvernig nýta megi fjár­muni Reykja­vík­ur bet­ur. Hún hef­ur sent ell­efu til­lög­ur inn í sam­ráðs­gátt­ina. Þar er líka kom­ið til­boð í út­flutn­ing á sorpi til brennslu – eða ork­u­nýt­ing­ar – frá Ís­lenska gáma­fé­lag­inu.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár