Samstarfsfólk og vinir lögreglufulltrúans úr fíkniefnadeild sem ranglega var sakaður um óeðlileg samskipti við aðila úr undirheimum fékk að finna sérstaklega fyrir því að það væri ekki í náðinni hjá Sigríði Björk Guðjónsdóttur, lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu. Þetta lýsti sér meðal annars í hastarlegri framkomu og breytingum sem gerðar voru á starfstilhögun fólksins gegn vilja þess.
Embætti héraðssaksóknara telur að tilhæfulausar ásakanir á hendur manninum, sem kallaður hefur verið lögreglufulltrúi x í umfjöllun Stundarinnar, megi rekja til samskiptaörðugleika í fíkniefnadeild og persónulegs ágreinings.
Í kvörtun lögreglumanns úr fíkniefnadeild vegna meints eineltis og ólögmætra embættisathafna Sigríðar Bjarkar er meðal annars greint frá því hvernig lögreglustjóri hæddist að lögreglufulltrúa x og samstarfsfélögum hans í mötuneyti lögreglunnar í fyrra. Fleiri dæmi eru um að vinir og kunningjar lögreglufulltrúans hafi orðið fyrir óþægindum. Mun starfsfólk lögreglu hafa reynt að láta lítið fara fyrir hvers kyns samskiptum við lögreglufulltrúa x af ótta við að verða refsað af lögreglustjóra.
Starfsmönnum fíkniefnasviðs bolað burt
Eins og Stundin hefur áður greint frá var Aldís Hilmarsdóttir, fyrrverandi yfirmaður fíkniefnadeildar, færð til í starfi og svipt öllum mannaforráðum eftir að hafa neitað að taka afstöðu gegn lögreglufulltrúa x. Þá hafa tveir aðrir lögreglumenn af fíkniefnasviði, sem áður störfuðu náið með lögreglufulltrúanum, verið færðir til.
Annar mannanna, sem kallaður hefur verið lögreglumaður y í umfjöllun Stundarinnar, var sviptur lögreglufulltrúastöðu, honum tjáð að hann fengi ekki slíka stöðu þegar hún yrði auglýst og að hann skyldi ekki reikna með framgangi hjá embættinu í framtíðinni. Sigríður Björk færði hann til í starfi og dró til baka ákvörðun sem áður hafði verið tekin um að hann fengi að sækja sérhæfingarnámskeið erlendis. Þetta gerðist eftir að hann hafði látið í
Athugasemdir